Ský - 01.10.2006, Síða 12

Ský - 01.10.2006, Síða 12
 12 ský Tónleikar tónleikanna, fólkið í salnum til að koma með óskir í lagavali og því mátti heyra mikil hróp og köll á milli laga. Náði hljómsveitin að verða við nokkrum óskum en greinilegt var þó að hún fór eftir ákveðnu prógrammi. Eftir nærri tveggja tíma tónlistarveislu voru Cave og félagar klappaðir tvisvar sinnum upp og ekki dró úr kraftinum þegar á leið. Warren Ellis setur óneitanlega ávallt mikinn svip á tónleika Cave, enda um mjög dýnamíska sviðsframkomu að ræða, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hljómsveitin var þétt og hröð og aðalmaðurinn, Cave, fór á kostum hvort sem hann hamraði á píanóið af öllu afli eða tók gítarinn í hönd og þeystist um sviðið. Hann sannaði þarna, eins og svo oft áður, að það er engin tilviljun að hann er í dag einn af virtustu tónlist- armönnum samtímans. Kórdrengur frá Ástralíu Það er ekki furða að Nick Cave eigi sér marga áheyrendur hér á landi því tónlistarferill hans hófst fyrir rúmum 30 árum. Marka mátti það á tónleikunum í Höllinni því flestir tónleikagestanna voru 25 ára og eldri. Ungur að árum söng Cave í skólakórum og var svo lánsamur að til var píanó á heimili hans sem hann æfði sig á í öllum frítímum. Þegar að menntaskólaárunum kom prófaði Cave myndlistarnám en sneri sér svo aftur að tónlistinni. Um tvítugt stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit þegar hann kynntist gítarleikaranum Mick Harvey, bassaleikaranum Tracy Pew og trommuleikaranum Phill Calvert. Hljómsveitin hlaut nafnið The Boys Next Door og gítarleikarinn og textasmiðurinn Rowland S. Howard gekk til liðs við sveitina árið 1978. Í lok áttunda áratugar síðustu aldar voru The Boys Next Door ein af vinsælustu pönk- hljómsveitunum í Ástralíu og úr varð að meðlimir hennar ákváðu að flytja sig til Lundúna árið 1980 og síðar til Vestur-Berlínar en breyttu þá nafni sveitarinnar í Birthday Party. Fjórum árum síðar leystist sveitin upp þar sem Howard og Cave áttu erfitt með að starfa lengur saman og voru andlega og líkamlega uppgefnir eftir mikla áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Í framhaldinu hélt samstarf Caves og Harveys áfram og varð það fyrsti vísirinn að hljóm- sveitinni Nick Cave & The Bad Seeds. Hljómsveitarforinginn Nick Cave Með stofnun The Bad Seeds breyttist hlutverk Cave úr því að vera hljómsveitarmeðlimur í að verða hljómsveitarforingi. Gítarleikarinn Blixa Bargeld, bassaleikarinn Barry Adamson og gítarleikarinn Hugo Race gengu til liðs við sveitina sem gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1984, From Her to Eternity. Cave, sem búsettur var í Berlín á þessum árum, var atorkusamur og samdi þar mörg af sínum bestu lögum sem heyra má á breiðskífunum The Firstborn Is Dead, Kicking Against the Pricks, Your Funeral, My Trial og Tender Prey. Eftir þessa frækilegu tónlistarsköpunarlotu með hljómsveitinni fór Cave í bókarskrif og fluttist til Brasilíu um tíma þar sem hann kynntist Viviane Carneiro og eignaðist með henni soninn Luke árið 1991. Sama ár eignaðist hann einnig soninn Jethro með hinni áströlsku Beau Lazenby. Tveimur árum síðar fluttist hann aftur til Lundúna og árið 1996, eftir að hafa komið hljómsveitinni aftur saman, kom hljómplatan Murder Ballads út, sem fjallaði í heild sinni um morð. Ári seinna kom The Boatman’s Call sem markaði tímamót á tónlistarferli Caves því þetta var fyrsta hljómplatan þar sem píanóflutningur hans var í fyrirrúmi og þar sem hann varpaði fram persónulegum tilfinningum og ástarsamböndum í textum sínum. Snilligáfa í textasmíðum Eftir mikla endurskoðun á lífi sínu í kjölfar The Boatman’s Call fór Cave í meðferð til að læknast á áfengis- og heróínnotkun undanfarinna 20 ára. Um það leyti kynntist hann eigin- konu sinni, bresku fyrirsætunni Susie Bick, en þau giftu sig árið 1999 og eignuðust það sama ár tvíburana Arthur og Earl. Mikið hafði breyst á þessum tíma, frá því Nick Cave hóf ferilinn í pönkbandinu The Boys Next Door og hafði hann gengið í gegnum ófáa öldudali sökum fíknar sinnar. Þetta kom einnig fram í tónlistinni sem var orðin rólegri og yfirvegaðri líkt og hann sjálfur. Ein af betri hljómplötum kappans, No More Shall We Part, var gefin út árið 2001 og tveimur árum síðar kom Nocturama sem féll sums staðar hjá gagnrýnendum í grýttan jarðveg. Í kjölfar hennar hætti Blixa Bargeld í hljóm- sveitinni og þá voru aðeins Cave og Harvey einir eftir af upphaflegum hljómsveitarmeð- limum. Cave lét þó ekki deigan síga og fyrir tveimur árum kom fyrsta tvöfalda breiðskífa hans út sem ber nafnið Abattoir Blues/The Lyre of Orpheus. Í fyrra gaf hljómsveitin út B-Sides & Rarities sem innihélt þrjá diska en sjálfur hefur Cave sagt hana vera uppáhalds- plötu sína með sveitinni. Nú í ár gaf Cave út, ásamt fiðluleikaranum Warren Ellis, The Proposition, eftir samnefndri kvikmynd en til gamans má geta þess að á föstudags- kvöldinu fyrir tónleikana í Höllinni var tónlistarmaðurinn viðstaddur frumsýningu myndarinnar hérlendis. Cave gerði hand- ritið að myndinni og mæltist hún vel fyrir hjá áhorfendum. Af öllu þessu má sjá að Cave hefur verið mjög svo atorkusamur undanfarin ár því ásamt tónlistarsköpun með hljómsveit sinni hefur hann gefið út skáldsögur og samið tónlist fyrir kvikmyndir og leikhús. Auk þess hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlistarsköpun sína og ekki er ofsögum sagt að hann sé einn af merkilegustu textahöf- undum samtímans. Það sem hann hefur haft fram að færa á ferli sínum telja margir bera vott um hreina og klára snilligáfu. sky, IMG VERÐUR CAPACENT ÁRANGUR Á ÖLLUM SVIÐUM „Við höfum átt gott samstarf við IMG á undanförnum árum og meðal annars nýtt okkur þekkingu þeirra á sviði vinnustaðagreininga, markaðsrannsókna og áætlanagerðar. Þetta samstarf hefur verið okkur mikilvægt í krefjandi alþjóðlegu umhverfi og auðveldað Össuri að ná þeim góða árangri sem félagið hefur náð. Við óskum Capacent til hamingju með nýja nafnið.“ Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar CAPACENT IMG hefur víkkað út starfsemi sína á Norður- löndunum og stefnir að því að byggja upp norður-evrópskt fyrirtæki á sviði ráðgjafar, rannsókna og ráðningarþjónustu. Í kjölfar þess hefur nafni fyrirtækisins verið breytt í Capacent til aðlögunar að alþjóðlegum markaði. Nýja nafnið er dregið af ensku orðunum Capability og Center og nær vel að fanga starfsemi fyrirtækis sem hefur það að megin- markmiði að nýta þekkingu með markvissum hætti til að bæta árangur viðskiptavina sinna. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 12 28.9.2006 10:54:16

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.