Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 15

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 15
 ský 15 Viðtal GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: HVORUGUR TVÍBURINN Sjálfur er Gísli Örn enn einn persónuleikinn, – stæltur náungi sem ber höfuð og herðar yfir mannfjöldann, dökkur á brún og brá, snagg- aralegur í hreyfingum og tilsýndar gæti hann verið mikið hörkutól. Í návígi er Gísli hins vegar þægilegt ljúfmenni með viðkvæmnislegt bros og notalega nærveru. Það liggur mikil undirbúningsvinna í persónuleikasköpun tví- burabræðranna, sérstaklega Garðars. Undirheimar Reykjavíkur eru ótrúlega harður heimur og þangað þurfti Gísli Örn að leita til að sækja persónuleika handrukkarans. „Mér þykir óneitanlega vænna um Georg þótt ég eyddi mun meiri tíma í að móta hörkutólið. Garðar er að reyna að þræða beinu brautina eftir að hafa verið útskúfað úr undirheimunum, en honum gengur það ekki sérlega vel. Það er varla von þar sem hann er ger- samlega óhæfur í mannlegum samskiptum. Þetta er maður sem hefur farið allt á hnefunum og hann notar þá aðferð áfram þegar hann er að reyna að komast í samband við son sinn og snúa sjálfum sér til betri vegar,“ segir Gísli Örn. Sýningar á Börnum standa nú yfir í Sambíóunum og kvikmyndin vekur verðskuldaða athygli. Áhorfandinn getur oft ekki annað en hlegið að kostulegum tilsvörum og viðbrögðum í myndinni þótt aðstæður séu allt annað en fyndnar. Það er þó óhætt að fullyrða að þessi innsýn í undirheima Reykjavíkur vekur bæði óhugnað og ótta þeirra sem ekki hafa kynnst lífi fólksins sem býr í skugga fíkniefna og fátæktar. Svarthvít filman setur sérstakan svip á myndina, hún undir- strikar miskunnarleysið en ver áhorfandann þó á vissan hátt fyrir ofbeldinu. Nýstárleg vinnsla „Börn er fyrsta kvikmyndin sem ég framleiði frá A til Ö. Upphaflega átti þetta að vera ein kvikmynd, en flæðið við tökurnar var mikið og efnisvinnslan varð þannig að út úr þessu komu tvær sjálfstæðar kvik- myndir. Sú seinni heitir Foreldrar og við frumsýnum hana í janúar,“ segir Gísli. „Börn er unnin á óvenjulegan hátt. Söguþráðurinn var mótaður á löngu tímabili í miklu spunaferli milli leikaranna. Í tökunum unnum við út frá atriðahandriti og hver leikari spinnur sinn eigin texta á staðnum í myndinni. Það liggur því mikil rannsóknarvinna að baki hverjum karakter hjá leikurunum og þeir þurftu að kafa djúpt ofan í þessa einstaklinga sem við sjáum í myndinni. Ég held að þetta sé draumaferli hvers leikara að fá að vinna svona. Að skapa eigin persónu frá grunni og heiminn í kringum hana. Fá svo að hitta mótleikarana sína og spinna í allar áttir. Allt í einu verða til senur, sem ég fullyrði að ekki hefði verið hægt að skrifa. Gísli Örn Garðarsson er einn af framleiðendum og handrits- höfundum kvikmyndarinnar Börn sem nú er verið að sýna í Sambíóunum í Reykjavík. Hann lætur sig ekki muna um að leika tvíbura í myndinni, en þar leikur hann Garðar (Gæja), sem er illskeyttur handrukkari og töffari, og Georg bróður hans sem er gerólíkur og mun viðkunnanlegri karakter. Gísli Örn leikur á móti sjálfum sér í þrem senum. Texti: Jóhanna Harðardóttir Myndir: Geir Ólafsson SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 15 28.9.2006 10:54:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.