Ský - 01.10.2006, Qupperneq 21

Ský - 01.10.2006, Qupperneq 21
 ský 21 List Hver var Alfreð Flóki Nielsen? Var hann misskilinn snillingur eða efnilegur listamaður sem sóaði lífi sínu og hæfileikum í drykkjuskap? Hann var maður sem hneykslaði heilar kyn- slóðir Reykvíkinga með teikningum sínum en vildi ekki verða fullorðinn og tapaði að lokum í átökum við Bakkus. H vað er að vera bóhem? Samkvæmt orðabókinni er það listamaður sem lifir frjáls- legu og óhefðbundnu lífi. Bóhem kærir sig kollóttan um klafa og skyldur hvers- dagslífsins, neitar sér ekki um lífsnautnir og hirðir lítt um siðareglur og viðmið meirihlutans. Þeir listamenn íslenskir sem á 20. öld tileinkuðu sér lífsstíl bóhema af hvað mestum krafti lifðu hátt og hratt og margir þeirra urðu ekki gamlir. Einn þeirra var Alfreð Flóki Nielsen sem á sjöunda og áttunda áratugnum var ákaflega umtalaður og áberandi listamaður á Íslandi. Hann var af mörgum talinn snillingur. Bæði fyrir teikningar sínar, sem áttu sér enga hliðstæðu í íslenskri list þess tíma. Flóki hneykslaði jafnframt marga með vali sínu á myndefni en ekki síður fannst mörgum að Flóki væri ímynd snillingsins holdi klædd. Glæsilegur og hæfileikaríkur, töfrandi og skemmtilegur maður sem var elskaður og dáður af öllum sem kynntust honum en hafði yndi af því að ögra viðteknum gildum og ganga fram af samborgurum sínum. Flóki varð ekki langlífur. Hann fæddist 1938 og lést 1987, aðeins 48 ára gamall. Flóki ólst upp í hjarta Reykjavíkur á Óðinsgötu og síðar á Bárugötu, í faðmi stórfjölskyldu þar sem ríkti menningarlegt andrúmsloft og listamenn og snillingar voru tíðir gestir. Foreldrar hans voru Guðrún Bjarnþóra Guðmundsdóttir og Carl Alfreð Nielsen. Guðrún móðir Flóka fékkst við listsköpun og skar tröll og fígúrur út í tré og seldi. Foreldrar Flóka leyfðu honum að vaxa og þroskast eins og hugur hans stóð til en pilturinn fékk snemma mikinn áhuga á teikningu og var ungur með pennann í höndunum allar vökustundir og vildi helst ekkert annað gera. FLÓKINN SNILLINGUR Texti: Páll Ásgeir Pálsson Mynd: Ólafur K. Magnússon SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 21 28.9.2006 10:54:46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.