Ský - 01.10.2006, Page 22

Ský - 01.10.2006, Page 22
 22 ský List Svefngengill daglega lífsins Jóhann Hjálmarsson skáld er meðal þeirra sem þekktu Flóka vel og hann ritar formála að bók með teikningum sem kom út 1963. Jóhann skilgreinir listamanninn og list hans þar og segir meðal annars: „Við vitum að í huga listamannsins togast á mörg öfl. Sumir halda því fram að listamað- urinn sé leiddur af englum. Með sama rétti má segja að sannur listamaður sé knúinn áfram af djöflum. Listamaðurinn er í eðli sínu skyggn. Það er eiginleiki sem honum hefur verið gefinn. Þótt hann sjái ekki drauga við hvert fótmál á hann greiðan aðgang inn í veröld sem flestum er hulin. Alfreð Flóki er í hópi sjáendanna, þeirra sem leita ekki heldur finna. Í daglegu lífi er hann svefngengill en í draumum konungur eða flautuleikari. Verk hans eru sprottin úr draumi. Hann á sér fastari grundvöll í því óskilvitlega en á þeirri jörð sem er öðrum bjargföst vissa.“ Jóhann lýsir því einnig í innganginum hvernig fyrstu kynnum hans af Flóka var háttað. Þeir hittust á alræmdri knæpu eða kaffihúsi í Reykjavík við Laugaveg 11 á sjötta áratugnum. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 22 28.9.2006 10:54:48

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.