Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 23

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 23
 ský 23 List Staður þessi hafði á sér fremur vafasamt orð en þar sátu löngum stundum listamenn, verðandi listamenn, óreglumenn og verðandi óreglumenn, meintir kynvillingar, útigangsmenn og lauslátar konur. Þetta hefur áreiðanlega verið skemmtilegur staður. Jóhann segir: „Toulouse Lautrec sat öllum stundum á Rauðu myllunni í París og teiknaði frumdrög mynda sinna, gleðifólk og dansmeyjar. Alfreð Flóka er stundum hægt að hitta innan um misheppnaða snillinga á Skinnbuxunum og í félagsskap kulnaðra drykkjumanna á Café Nick sem einu sinni var fræg listamannakrá, báðir þessir staðir í kóngsins Kaupmannahöfn. Í Reykjavík vandi hann komur sínar á Laugaveg 11, þennan mótsagnakennda veitingastað þar sem samankomnir voru togaramenn, bílstjórar, fyllibyttur, menntask- ólanemar, kennarar, prestar, skáld og málarar ásamt peysufatakonum og skrifstofumönnum sem skruppu þangað yfir miðjan daginn til að kíkja á skrýtið fólk og hneykslast dálítið yfir kaffibollanum og rjómavöfflunni, því mörgum finnst það þægilegt og vissulega er það nauðsynlegt fyrir andlega heilsu fólks. Af einhverjum skringilegum ástæðum var þessi sakleysislega, smekklausa stofa álitin samastaður kynvillinga og eiturlyfjaneytenda umfram önnur hús og öllum gefin þessi dáindisheiti sem sátu þar að jafnaði. Einn dag árið 1958 var ég kynntur þar fyrir viðkvæmnislegum og feimnum ungum spjátrungi klæddum grænum flauelisfötum, heljarstórri slaufu sem minnti á fiðrildi úr ævintýrum, utanyfir í gráum rykfrakka og með hanska á höndum. Augnaráðið var flóttalegt, bak við gleraugu flöktu augun eins og bláir fuglar í búri, munnurinn eins og framandi jurt sem ýmist lokar krónu sinni eða opnar, kinnbeinin slafnesk, hárið mikið og féll í dökkum liðum, andlitið fölt eins og sumartungl, handtakið það kraftlausasta sem ég hafði þá nokkurn tíma kynnst. Hann talaði með höndunum og þau fáu tilviljunarkenndu orð sem hann sagði eins og send til að dylja það sem honum bjó raunverulega í hug. Í fari þessa unga manns var eitthvað sem stakk í stúf við allt umhverfið og það sem venjulegur Íslendingur á að venjast.“ Skáksnillingur og teiknari skrópar í leikfimi Við gerð þessarar greinar var einkum stuðst við tvær ritaðar heim- ildir. Annars vegar formála Jóhanns en hins vegar bók sem Nína Björk Árnadóttir skrifaði og heitir Ævintýrabókin um Alfreð Flóka SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 23 29.9.2006 9:07:54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.