Ský - 01.10.2006, Side 26
26 ský
List
teiknaði alla sína ævi og vildi helst sýna myndir sínar í Bogasalnum
og hélt því áfram fram undir 1980.
Framan af listferlinum fékk Flóki mjög góða dóma og gagn-
rýnendur dáðust að pennateikningum hans sem sýndu myrka og
hrollvekjandi veröld. Færni hans á þessu sviði var og verður ekki
dregin í efa.
Þegar fór að líða á ferilinn fengu sýningar hans ekki eins góðar
umsagnir og mátti skilja það svo að mönnum fyndist hann staðn-
aður og teikningar hans ekki eins vandaðar og áður var. Flóki var að
jafnaði ekki umtalsillur en til eru sögur um það hvernig hann náði
sér niður á gagnrýnendum með því að teikna þá í vægast sagt afkára-
legum aðstæðum og stilla myndunum síðan upp á næstu sýningu.
Flóki var mikill samræðusnillingur og leikari af Guðs náð og
skemmti oft vinum sínum með spunaleikjum og leikþáttum sem
hann lék af fingrum fram. Hann kunni best við sig í hópi listamanna
og meðal bestu vina hans má nefna Dag Sigurðarson, Nínu Björk
Árnadóttur, Bríeti Héðinsdóttur, Vilhjálm Bergsson, Ingu Bjarnason,
Úlf og Helgu Hjörvar, Ástu Sigurðardóttur, Þorstein frá Hamri, Ólaf
Gunnarsson, Jökul Jakobsson, Braga Kristjónsson og eflaust marga
fleiri af hans kynslóð. Í áður áminnstri bók Nínu Bjarkar um Flóka
segja margir listamenn af yngri kynslóð frá kynnum sínum af Flóka
og þeim áhrifum sem hann hafði á þau með list sinni og persónu-
legum kynnum. Í þeim hópi er að finna fólk eins og Jónas Sen, Sjón,
Björk Guðmundsdóttir, Megas, Hilmar Örn Hilmarsson og fleiri
sem tengjast þeim og kölluðu sig Medúsuhópinn.
Eitt af hinum stóru áhugamálum Flóka um langa hríð voru
galdrar, dulspeki og hið yfirskilvitlega og hann þekkti öðrum betur
verk og kenningar Alisteirs Crowley sem oft er kallaður æðstiprestur
galdratrúar í samtíma okkar. Þessi áhugi var eitt af því sem tengdi
hann við unga listamenn á níunda áratugnum en Hilmar Örn
Hilmarsson og Jónas Sen og fleiri voru miklir áhugamenn á þessu
sviði.
Það er ekki hægt að fjalla um Alfreð Flóka án þess að minnast á
Bakkus konung og samskipti þeirra, sem entust meðan Flóki lifði.
Margir þeirra listamanna sem nefndir hafa verið í vinahópi Flóka
á hans yngri árum voru dyggir liðsmenn Bakkusar og féllu sumir
í valinn fyrir aldur fram eftir að hafa gefið eftir öll völd í hendur
konungsins.
Fyrsta fylliríið á segulbandi
Það hefur áður verið sagt hér að Flóki hafi verið viðkvæmur, dulur
og mjög feiminn unglingur. Þetta breyttist þegar hann fór að neyta
áfengis því þá losnaði um hömlurnar og sjálfstraustið jókst. Áfengið
auðveldaði samskiptin við hitt kynið og var samofið fyrstu skemmt-
unum unglingsáranna. Það var eðlilegur hluti af lífsstíl bóhema
og listamanna að sitja að drykkju meðan smáborgarar streða við
hversdaginn og þegar gleðin stóð hvað hæst á Laugavegi 11 meðal
efnilegra snillinga leiddu menn ekki hugann að því hve Bakkus getur
verið harður húsbóndi. Þegar litið er yfir hópinn af þeim snjöllu
listamönnum sem mynduðu kynslóðina sem kenna má við Laugaveg
11 sjást nöfn eins og Jökull Jakobsson, Ásta Sigurðardóttir og Dagur
Sigurðarson sem Bakkus kallaði til sín fyrir aldur fram. Aðrir úr vina-
hópnum háðu harða baráttu við konunginn, tókst að slíta sig lausa
og eru því enn á meðal okkar.
Elías Kristjánsson bílstjóri og æskuvinur Flóka var með honum á
fyrsta fylliríinu þegar þeir voru báðir um 16 ára gamlir. Þetta varð
sérkennileg stund og manndómsvígsla sem þeir félagar tókust á við
af æskuþrótti og einurð.
Sviðið er Ránargata 4 þar sem foreldrar Elíasar bjuggu en þau
höfðu brugðið sér í ferðalag og þá skapast tækifæri. Elías og Flóki
buðu tveimur ungum stúlkum til hófsins en þær voru Þóra Elfa
Björnsson, sem þá var talin meðal efnilegra ungra skáldkvenna, og
svo Guðríður Helga Magnúsdóttir sem varð síðar fyrsta eiginkona
Dags Sigurðarsonar.
Veitingarnar voru ákavíti blandað með appelsíni en ákavítið var
tekið ófrjálsri hendi úr vínskáp föður Elíasar. Þegar vínið fór að svífa
á viðstadda brutust fram hæfileikar sem lágu í dvala til hversdags og
Flóki stökk fljótlega upp á stól og hóf að halda þrumandi ræðu um
snilligáfu. Hans eigin snilligáfa var þar til umræðu en fljótlega rann
ræðan yfir í langan kafla úr Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór
Laxness en höfuðpersónu þeirrar bókar dáði Flóki mjög og tók sér
til fyrirmyndar. Flóki kunni utan bókar langan kafla, nánar tiltekið
þann áttunda sem hefst á orðunum: „Fyrsti spóinn vall í útsuðri eins
og úngur drykkjumaður sem ekki verður svefnsamt. Annars voru
fuglar ekki komnir á stjá. Tvær sauðkindur, ráðsettar og heiðarlegar
eins og aldraðar húsmæður, fetuðu í hægðum sínum eftir mjórri
fjárgötu skamt burtu, gaungulagið settlegt og merkilegt; þær voru
að hugsa. Golan var dottin í dúnalogn; alt tekur að vökna af dögg.
Kjarrvaxið hraunbrjóstið ilmar.“
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 26 28.9.2006 10:54:55