Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 27
ský 27
Fljótlega tóku þeir félagar eftir því að fyrir utan gluggann á Rán-
argötunni hafði safnast saman nokkur hópur manna sem fylgdist
með sjónarspilinu í hlýrri sumarnóttinni og færðist þá Flóki heldur
í aukana.
„Þetta samkvæmi endaði svo með því að við lágum öll á fjórum
fótum kringum klósettskálina,“ segir Elías.
Svo sannfærður var Flóki fyrirfram um að þetta yrði ógleymanleg
stund og áfengið myndi leysa úr læðingi snilligáfu hans að segul-
band sem faðir Elíasar átti var látið ganga allan tímann sem veislan
varði svo ekkert glataðist. Elías segir að upptakan sé því miður löngu
glötuð en þeir félagar hafi hlustað á hana nokkrum sinnum. Það er
deginum ljósara að þar hafa glatast sérstæð menningarverðmæti þótt
þau væru ekki skrifuð á skinn.
Snöggur endir erfiðs lífs
Alfreð Flóki átti frekar erfið ár undir lok níunda áratugarins.
Drykkjuskapur hans var farinn að há honum meira en hann hafði
gert fyrr um ævina og setti mark sitt á andlega líðan hans. Flóki
gerði ítrekaðar tilraunir til þess að losna úr klóm Bakkusar og fór
í áfengismeðferðir og átti í kjölfar þeirra á köflum þurr tímabil en
sótti jafnan í sama farið aftur. Hann varð bráðkvaddur 18. júní 1987,
aðeins 48 ára gamall.
Það er ekki auðvelt að lýsa í stuttri tímaritsgrein þeim sérstæða
og ögrandi persónuleika sem Alfreð Flóki var eða segja til hlítar frá
baráttu hans við lífið og listina. Ljóst er að þarna bíður áhugavert efni
áhugasamra kvikmyndagerðarmanna.
Í viðtali við Ara Jósefsson skáld og blaðamann árið 1959 lýsti hinn
ungi Flóki sjálfsmynd sinni sem listamanns. Ari spurði hann hvort
hann hefði eitthvað lært af íslenskum meisturum og Flóki svarar:
„Íslenskir meistarar. Hvað er nú það? Mér vitanlega eru ekki til
neinir íslenskir meistarar þótt Muggur og Kjarval hafi sosum teiknað
ágætlega. Á hinn bóginn finn ég til skyldleika með Bosch, Brueghel,
Goya, Kubin, Dix, Grosz og El Greco. Ég er húmoristinn, myst-
íkerinn og satírikerinn í íslenskri myndlist.“
Seinna í viðtalinu segir hann:
„Ég er sjáandinn, maðurinn sem skilur samtíð sína til fullnustu.
Þess vegna geta myndir mínar aldrei orðið notalegar sólarlagsstemn-
ingar. List mín á að vera svipa á borgarann, ógeðslegustu skepnuna
sem skríður á jarðarkúlunni.“
Þegar Alfreð Flóki lést skrifaði Jóhann Hjálmarsson skáld minn-
ingargrein um hann og kemst að vanda vel að orði:
„Lát Alfreðs Flóka er punktur aftan við langa æsku. Með honum
hverfur að mestu æska þeirrar kynslóðar sem var hans. Flóki var
dæmigerður æskumaður og naut þess að vera það uns ýmis vand-
kvæði miðaldra fólks fóru að sækja á hann og þóttust geta krafið
hann um toll. Flóki neitaði að trúa, en gat ekki frekar en aðrir flúið
þá staðreynd að gráir sinuhagar taka við draumunum sem áður lit-
uðu ókomna tíma, svo vitnað sé til Jóhanns Sigurjónssonar.“ sky,
List
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 27 28.9.2006 10:54:56