Ský - 01.10.2006, Page 31
ský 31
Golf
Björgvin Þorsteinsson hefur engu gleymt. Hér púttar hann fyrir fugli á 3. holu í
Grafarholtinu, sem er lengsta par 4 brautin á vellinum. Eins og sjá má var boltinn ekki
nema um fet frá holunni eftir annað höggið.
Fjórði maðurinn
Það er ekki oft sem maður kemst í tæri við
hæstaréttardómara á golfvellinum og þóttist
ég nú töluvert hróðugur með mig, sá að for-
gjöf mín var mun lægri en þeirra, en báðir
eru nýliðar miðað við að ég hef stundað golf
í um það bil þrjátíu ár, Jón Steinar byrjaði í
fyrra og Ólafur Börkur hafði eitthvað verið
að fikta við golfið meðan hann gegndi stöðu
dómstjóra á Suðurlandi, en hafði ekki tekið
íþróttina alvarlega fyrr en hann gekk í GR.
Fyrrnefnd forgjöf myndi þó gera það að
verkum að leikurinn jafnaðist, en auðvitað
leit ég á þá sem auðvelda bráð. Aldrei ætti
samt að vanmenta kænsku lögfræðinga. Ég
hafði að sjálfsögðu boðið þeim að velja
fjórða mann með sér, sem ég hefði átt að
sleppa, því þegar ég kem í Grafarholtið, þar
sem við ætluðum að leika, er fyrsti maður
sem ég hitti Björgvin Þorsteinsson, hæsta-
réttarlögmaður og sexfaldur Íslandsmeistari í
golfi. Við erum góðir kunningjar til margra
ára í gegnum golfíþróttina og hann segir mér
að Jón Steinar hafi boðið sér að leika með
þeim. Þar fór út í veður og vind sú ætlun
mín að sýna hæstaréttardómurunum hvernig
ætti að leika golf! Það eru 29 ár síðan Björg-
vin varð síðast Íslandsmeistari og enn í dag
er hann meðal fremstu kylfinga landsins,
með um það bil 2 í forgjöf og tekur þátt í
landsmóti á hverju ári.
Næstur mætti Jón Steinar og brosti út
að eyrum, sagðist vera búinn að skipuleggja
keppni fyrir okkur. Tveir gegn tveimur og
hann og Björgvin yrðu saman. Sem sagt
búinn að tryggja sér sigurinn fyrirfram.
Hæglætismaðurinn Ólafur, sem kom síð-
astur, var hinn ánægðasti með þetta fyrir-
komulag og sagði að vörn væri besta sóknin.
Allt var þetta úthugsað hjá Jóni Steinari.
Hann var með hæstu forgjöfina og þar með
átti hann að leika með þeim kylfingi sem
hefði þá lægstu. En til þess að gulltryggja
sigurinn var hann kominn með eina sérreglu
sem var að eitt aukastig yrði gefið fyrir fugl
og hver af okkur er líklegastur til að fá fugl,
auðvitað Björgvin. Ég var nú orðinn frekar
dapur gagnvart keppninni, en var með orð
Ólafs í huga að vörn væri besta sóknin þegar
leikurinn hófst.
Veðrið versnar
Þegar leikurinn hófst var frekar hlýtt, þurrt og hvasst. Veðrið átti eftir að versna þegar á leið.
Fyrsta holan var jöfn og þóttumst við Ólafur góðir. Fljótlega fóru Jón Steinar og Björgvin
að síga fram úr okkur jafnvel þótt Ólafur sýndi allar sínar bestu hliðar á fyrstu holunum.
Keppnismaðurinn Jón Steinar sýndi styrk þegar á þurfti og Björgvin sýndi sitt besta og fékk
strax fyrsta fuglinn á þriðju holu. Við Ólafur unnum þá fjórðu og á þeirri fimmtu jafnaðist
leikurinn, eitthvað sem Jón Steinar hafði ekki reiknað með, enda tók hann sig til og sýndi
mikla keppnishörku á næstu holum, auk þess sem vinveittir álfar í Grafarholtinu áttu það
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 31 28.9.2006 10:55:32