Ský - 01.10.2006, Page 32

Ský - 01.10.2006, Page 32
 32 ský Golf til að hjálpa boltanum hans af grjótinu yfir á brautina. Það ásamt snilldar- höggum Björgvins gerði það að verkum að þeir sigu aftur fram úr okkur. Jón Steinar er með 22 í forgjöf. Eins og áður hefur komið fram þá byrjaði hann í golfi í fyrra og hefur lækkað sig um 14 högg sem er mjög góður árangur, sérstaklega þegar tillit er til þess tekið að hann fór í hnjáliðaaðgerð í apríl síð- astliðnum. Hnén á honum voru nánast orðin ónýt eftir að hann hafði spilað fótbolta með vinum og kunningjum í fjöldamörg ár, alltof lengi eins og hann segir. Jón Steinar sagði mér að læknir sinn hefði sagt að hann skyldi reyna sem mest á hnén í sumar og hefur hann verið iðinn við golfið, sem hefur gert það að verkum, að hans sögn, að hann er eins og nýr maður í fótunum. Golf er leikur Áfram með golfið – eftir því sem holurnar urðu fleiri minnkuðu möguleikar okkar Ólafs í keppninni, en að sama skapi jókst skemmtunin hjá okkur öllum. Allir áttu sín góðu högg og allir sín slæmu högg. Sú setning sem margir eiga erfitt með að kyngja: „Golf er leikur“ var í hávegum höfð. Þegar svo er hefur vont veður lítil áhrif á leikinn og allir skemmta sér hið besta. Hæstaréttardómarar þurfa á golfreglum að halda eins og aðrir. Hér er flett upp til að fá úrskurð um vafaatriði. Þessi steinlá fyrir pari hjá Ólafi Berki þrátt fyrir að boltinn væri utan við flöt. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 32 28.9.2006 10:55:39

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.