Ský - 01.10.2006, Síða 37

Ský - 01.10.2006, Síða 37
Stjórnmál Baráttan við sr. Bjarna Framan af leit út fyrir að Ásgeir og Gísli Sveinsson þingforseti yrðu einir í framboði, en frá upphafi var ljóst að möguleikar Gísla væru litlir. Framsóknarmenn hötuðust við Ásgeir eftir að hann gekk úr þeirra röðum og vildu finna annan frambjóðanda. Þeim tókst að fá Sjálfstæðismenn í lið með sér og settust á rökstóla þar sem reynt var að finna kandídat sem staðið gæti Ásgeiri á sporði. Á endanum lét sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup undan þrýstingi og gaf kost á sér í framboð, studdur af bæði Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki sem settu kosningavélar sínar í gang svo leið hins dáða sálnahirðis Reykvíkinga suður á Álftanes yrði sem greiðust. Það dugði þó ekki, enda fór stuðningur alþjóðar við frambjóðendur fjarri því eftir flokkslínum. Ásgeir átti sér fylgis- menn í öllum flokkum og þungt vó að Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins, studdi Ásgeir tengdaföður sinn, en fór ekki eftir flokkslínunni. Sömuleiðis átti Ásgeir mikið persónufylgi víða út um land. Lokatölur forsetakosninganna urðu þær að Ásgeir fékk atkvæði 32.924 atkvæði, eða 48,3%, 1.879 atkvæðum fleira en sr. Bjarni Jónsson, sem fékk 45,5%. Gísli Sveinsson fékk 4.255 atkvæði eða 6,0%. „Lýðræðið er jafnan í hættu“ „Baráttan er óhjákvæmileg og átök nauðsynleg. Þau eru leikreglurnar, sem einkenna lýðræðið, og friðsam- leg úrslit. Lýðræðið er jafnan í hættu, og ein hættan er nútíma áróðurstækni, sem er mótuð í einræðisanda. Frjálsar umræður, vak- andi áhugi almennings og þjóðarþroski er sterkasta vörnin, Þá láta staðreyndirnar ekki að sér hæða, – og sannleikurinn mun gera yður frjálsa,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson í innsetningarræðu sinni, þegar hann tók við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst 1952. Framundan voru sextán ár á Bessastöðum – viðburðaríkt skeið í sögu lands og þjóðar. „Yfir honum var glæsibragur og virðuleiki sem hvergi fæst keyptur,“ segir Jónas Jónsson útvarpsmaður í minningarbók sinni – þar sem hann segir m.a. frá kynnum þeirra Ásgeirs. Fyrstu ár Ásgeirs Ásgeirssonar á Bessastöðum voru viðsjár í stjórn- málum landsins. Vinstri stjórn Hermanns Jónassonar sprakk undir lok árs 1958 þegar ekki náðist samstaða um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Ásgeir beitti sér því fyrir myndun minnihluta- stjórnar Alþýðuflokks undir forsæti Emils Jónssonar sem tók við kyndlinum á Þorláksmessu þetta ár. Hún naut hlutleysis Sjálfstæðis- flokks. Árið 1959 tóku þessir tveir flokkar saman um myndun Við- reisnarstjórnarinnar sem sat til 1971. Ásgeir átti drjúgan þátt í því að sú stjórn varð að veruleika „.... og er vafasamt að forseti Íslands hafi í annan tíma haft meiri og örlagaríkari afskipti af flokkapólitík og stjórnarmyndunum,“ segir Benedikt Gröndal í ritinu, Örlög Íslands. Í ljósi þess hve hatrammlega var barist 1952 er það athyglisvert að Ásgeir átti alltaf mjög gott samstarf við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. „Smáþjóðir eiga rétt á sér“ „Stórveldisdraumar eru engin freisting fyrir vopnlausa, fámenna þjóð. En það getum vér sýnt umheiminum, að smá- þjóðir eiga rétt á sér jafnt og aðrar, og að skilyrði til mannlegs þroska séu þar síst lakari en meðal stórþjóða,“ sagði Ásgeir Ásgeirsson í nýársávarpi sínu árið 1968, því síðasta sem hann flutti. Almennt má segja að ræður og ávörp Ásgeir hafi elst vel jafnframt því að vera góður vitnisburður um viðhorf hvers tíma. Mörgum fannst erfitt að vita hvar þeir höfðu Ásgeir og hann var stundum nefndur „Loðgeir“ vegna þess hve loðinn hann þótti í svörum. Ásgeir Ásgeirsson lést í Reykjavík í september 1972. Margir urðu til þess að minnast hans, en hvað gagnorðastur var útgerðarjarlinn Tryggvi Ófeigsson, sem sagði að Ásgeir hefði alla tíð verið maður alþjóðar. Minntist hann í því sambandi ferðar þeirra um Húnavatns- sýslur. „Á ferð sinni um Vatnsdal varð á vegi farlama gamalmenni honum alls ókunnugt. Forsetabíllinn var stöðvaður og leyst úr erf- iðleikum þess sem studdist við stafi sína. Það voru snögg umskipti. Nokkuð skammt var á ákvörðunarstað. En í samræðum voru allir jafnir – aðeins íslenzka flaggið gaf til kynna hver væri á ferð.“ Ásgeir átti sér fylgismenn í öllum flokkum og þungt vó að Gunnar Thoroddsen borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins, studdi Ásgeir tengdaföður sinn, en fór ekki eftir flokkslínunni. sky , ský 37 „Stórveldisdraumar eru engin freisting fyrir vopnlausa, fámenna þjóð. En það getum vér sýnt umheiminum, að smáþjóðir eiga rétt á sér jafnt og aðrar, og að skilyrði til mannlegs þroska séu þar síst lakari en meðal stórþjóða.“ SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 37 28.9.2006 10:55:47

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.