Ský - 01.10.2006, Page 41

Ský - 01.10.2006, Page 41
sky , Þ að eru hundrað níutíu og tvær styttur í garðinum sem er í hjarta höfuðborg- arinnar, með sexhundruð einstaklingum meitluðum í fullri stærð í hart grjótið. Gustav Vigeland vann að mestu einn og óstuddur við gerð þessa mikla listaverks allt frá 1907, þegar Óslóborg fékk hann til að gera gosbrunn, sem er eins konar inngangur inn í garðinn. Síðan vann hann að garðinum, listaverkunum, allt til dauðadags árið 1943. Síðasta verkið og það mikilfenglegasta er súlan, sem er yfir 14 metra há, með eitthundrað tuttugu og einum líkama sem renna saman og snúast upp eftir súlunni. Hann skissaði hugmyndina 1924, og það tók síðan þrjá steinhöggvara fjórtán ár að klára verkið. Því var lokið skömmu fyrir andlát þessa mikla listamanns. En það er ekki allt bara grjót og meira grjót. Brúin sem leiðir mann inn í garðinn er með fimmtíu og átta bronsstyttum, af fólki á öllum aldri, frægust er grátandi drengur, eins konar táknmynd listaverka Vigelands. Þótt skemmtilegt sé að koma í garðinn á fallegu sumarkvöldi er ekki síður hrífandi að koma í hann í vondu veðri, þar sem grámi rign- ingarinnar gefur styttunum annað andlit, eða á kyrrum vetrardegi þegar snjóþekjan breytir garðinum í svarthvíta undraveröld. ský 41 SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 41 28.9.2006 10:56:34

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.