Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 43

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 43
Knattspyrna sky , Tuttugasti og áttundi júlí, tvöþúsund og sex. Eiður Smári Guð- johnsen leikur sinn fyrsta leik í treyju númer sjö með Evrópu- meisturum Barcelona. Það er hlýtt, það er kvöld, það er bjart. Evrópumeistararnir eru komnir annað árið í röð til að hefja undirbúningstímabilið með leik við AGF Fodbold frá Árósum. Þeir koma aftur því samkvæmt heim- ildum mínum þótti stjórn Barcelona gæfa að byrja síðasta leiktímabil á því að etja kappi við Álaborgarpilta. Spánarmeistaratitill og Evrópu- meistaratitill komu í kjölfarið. Þess vegna buðust þeir til að koma aftur. Álaborg hefði átt að hafna boðinu. Þeir féllu úr úrvalsdeildinni síðasta vor, og leika nú í fyrstu deildinni dönsku. Rútan með leikmönnum Evrópumeistaranna kemur klukkutíma fyrir leik, þúsund manns standa fyrir utan og kalla eftir uppáhalds- stjörnunum sínum, Eto fær mesta klappið. Eiður lítið, enda enn ekki leikið leik með meisturunum. Skömmu síðar tínast Börsungar út á völlinn og taka létta æfingu, á meðan heldur Frank Rijkaard á penna og gefur eiginhandaráritanir í herbergi undir stúkunni. Klukkan átta hefst leikurinn og Eiður Smári er á bekknum. Fyrir leik sagði hann mér að hann myndi aðeins leika seinni hálfleikinn og Rijkaard hafði tjáð honum að hann ætti í vetur að spila í fremstu víglínu. Vera framherji, staða sem ég er mjög sáttur við. Skemmtilegra en að spila á miðjunni eins og ég gerði með Englandsmeisturum Chelsea, síðasta vetur. Þetta er alvöru félag, Barcelona, vissi auðvitað að þetta er eitt af stærstu félögum heims, en að þetta væri svona „alvöru“ kom mér á óvart, núna get ég líklega kallað mig knattspyrnumann. Völlurinn er sá stærsti í heimi hjá félagsliði, yfir hundrað þúsund manns, nær þrefalt stærri en brúin, heimavöllur Englandsmeistaranna. Og alltaf uppselt. Síðan segir Eiður að það sé svolítið undarlegt að það mæti nokkur þúsund manns á hverjum degi, bara til þess að horfa á æfingu. Ólíkt því sem er í Bretlandi þar sem æfingasvæði eru lokuð almenningi. Aðspurður hvort kunningi hans Frank Lampart hjá Chelsea komi til Börsunga á næsta ári segir Eiður: Veit það ekki, en hann fylgist vel með okkur, enda á hann konu sem er frá Barcelona. Það er nær fullsetið, átján þúsund sálir, flestir í Barcelona-lit- unum. Danskir stuðningsmenn Barcelona. Tvö núll í hálfleik fyrir Spánverjunum, Eiður hafði hitað upp í hálfleik, studdur af nokkrum Íslendingum og öðrum flokki kvenna hjá Val, sem létu vel í sér heyra. Eiður, Eiður, Eiður. Mér fannst leikur Börsunga batna í seinni hálfleik, Eiður var hættu- legur, ógnandi. Skoraði næstum því mark, sem hann sá ekki. Átti fasta spyrnu í markmanninn sem ver, en heldur ekki boltanum sem skellur á varnarmanni Álaborgar og inn. Þrjú núll, og þannig endaði leikurinn. Úrslitin í fyrra voru fjögur núll, svo Danirnir geta vel við unað. Hálft mark hjá Eiði í sínum fyrsta leik, og eitt mark, sigur- mark í fyrsta leik Barcelona í spænsku deildinni. Átta milljón punda maðurinn, Eiður Smári Gudjohnsen er á réttum stað, hjá Evrópu- meisturunum Barcelona. Texti & myndir: Páll Stefánsson MARKAMAÐURINN EIÐUR ský 43 SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 43 28.9.2006 10:57:17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.