Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 49

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 49
 ský 49 Fólk sky , Konurnar þrjár, sem eru hjúkrun-arfræðingar, eru Anna Ingigerður Arnarsdóttir, Bríet Birgisdóttir og Soffía Eiríksdóttir. Þess má geta að þær halda úti heimasíðu í tengslum við gönguna og er slóðin bas.is Búast má við þúsundum þátttakenda í göngunni sem haldin verður 7. og 8. októ- ber en sams konar göngur eru haldnar víða um heim á hverju ári. Þátttökugjald fyrir hverja þeirra er 1800 dollarar og eru helstu styrktaraðilar lyfja- fyrirtækið Roche, sem flytur inn krabba- meinslyf, Glitnir, World Class og Icelandair. Þá hafa stöllurnar þrjár staðið fyrir söfnun fyrir lágmarksgjaldinu og rennur umframfé til Samhjálpar kvenna. Hjúkrunarfræðingarnir vinna allir á deildum þar sem krabbameinssjúklingar liggja auk þess sem allar hafa misst ættingja úr krabbameini. ,,Við völdum þennan mál- stað vegna þess að gangan sameinar baráttuna gegn krabbameini og von,“ segir Soffía. ,,Við erum með erfið krabbameinstilfelli á deild- unum. Ungt fólk er að greinast og það er svo miklar hetjur. Almenn- ingur getur ekki ímyndað sér hvað gerist hjá okkur í vinnunni. Við erum líka að vekja athygli á því að hver og einn ber ábyrgð á eigin heilsu.“ Þá bendir Bríet á að leiddar séu líkur að því að bein tengsl séu á milli offitu og krabbameins og að auðveldara sé fyrir grannar konur að finna æxli í brjósti ef það hefur myndast. Voru í slæmu formi Þetta byrjaði allt saman í janúar þegar Anna, Bríet og Soffía fóru á námskeið, Líkaminn fyrir lífið fyrir konur, hjá World Class. ,,Þá ákváðum við aðallega að koma okkur í betra form og breyta um lífs- stíl. Við tókum lítil skref í einu,“ segir Bríet. ,,Okkur var farið að líða illa í vinnunni,“ segir Anna, ,,og við vorum þreyttar og illa á okkur komnar líkamlega. Ég var til dæmis orðin slæm í bakinu. Maður var farinn að tapa úr vinnu vegna þess að maður var í svo lélegu ástandi og þetta bara gekk ekki. Við þurftum að gera eitthvað.“ Soffía var komin með tennisolnboga og var slæm af vöðvabólgu. ,,Fyrstu tvær vikurnar voru hræðilegar og tók ég bólgueyðandi lyf til að komast í gegnum þær. Ég var með verki alls staðar.“ Það var svo í apríl sem þríeykið ákvað að taka þátt í göngunni í New York. Þá bættust við göngutúrar og í sumar voru þær í hlaupa- hópi og var æft fimm sinnum í viku. ,,Við héldum fyrst að við gætum ekkert hlaupið,“ segir Bríet. ,,Ég man þegar við vorum að hæla okkur af því að við gátum hlaupið í fimm mínútur í einu án þess að stoppa,“ segir Anna. Í dag geta þær hlaupið mörgum sinnum lengra – án þess að stoppa. Þess má geta að þær hlupu 10 km í Reykja- víkurmaraþoninu. Þá hafa þær breytt um mataræði – og þær sem voru yfir kjörþyngd hafa lést. Þær benda á að hópeflið sé mikilvægt – stundum hafi þurft að ýta á einhverja í hópnum. Þær hafa líka oft þurft að bíta á jaxlinn. Ferðin til New York nálgast óðfluga. Þær láta ekki íslenskt haust- veður aftra sér þegar kemur að göngutúrum. ,,Við börðumst ofan af Laxnesi í fyrstu haustlægðinni,“ segir Anna en þann dag rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þær urðu gegndrepa. ,,Fötin voru orðin þung en andinn léttur.“ LÍTIL SKREF URÐU STÓR Anna, Bríet og Soffía sem taka í október þátt í göngunni ,,The Avon Walk for Breast Cancer“. Þrjár konur taka í október þátt í tveggja daga 63 km göngu í New York, „The Avon Walk for Breast Cancer“. Þeir fjármunir sem safnast í tengslum við hana renna allir til rannsókna og meðferða á brjóstakrabbameini. Texti: Svava Jónsdóttir Mynd: Geir Ólafsson SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 49 28.9.2006 10:58:01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.