Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 55
ský 55
„Ég veit ekki hvort hægt sé að nefna einhverja eina tegund söguefnis
sem höfðar til mín fremur en aðra. Þetta er kannski meira spurning um
hvernig unnið er úr hlutunum,“ segir rithöfundurinn Björgúlfur Ólafs-
son. Verk hans eru skáldsögurnar Hversdagsskór og skýjaborgir, Síðasta
sakamálasagan og Kvennagaldur, en þrettán ár eru liðin frá því sú síðast-
nefnda kom út. Björgúlfur segir þessa löngu bið lesenda eftir næstu bók
hans ekki endilega til marks um hve erfitt það sé fyrir höfunda að vinna
sér sess á skáldaþingi. Alltaf sé erfitt að byrja og oftast taki nokkurn tíma
að hasla sér völl. Það sé hins vegar ekki séríslenskt fyrirbæri.
Björgúlfur kveðst sjálfur lesa bækur af ýmsum toga. „Einu sinni las ég tvö
hundruð blaðsíðna bók um mann sem fór upp rúllustiga. Þetta var kannski
25 sekúndna „ferðalag“ og mesta furða hvað hægt var að gera úr því. En ég
vil gjarnan lesa bækur sem sameina kosti afþreyingar og svokallaðra fagur-
bókmennta, eru skemmtilegar og spennandi en gefa um leið óvenjulega sýn
á tilveruna,“ segir hann.
Þrjár brúðkaupsveislur
Björgúlfur Ólafsson heitir eftir afa sínum og alnafna; sem var læknir, rithöf-
undur og seinna bóndi á Bessastöðum á Álftanesi á fyrri hluta 20. aldarinnar,
það er áður en jörðin var gefin íslenska ríkinu svo þar mætti vera bústaður
ríkisstjóra og síðar forseta Íslands. „Björgúlfur afi minn var af alþýðufólki á
Snæfellsnesi en gekk menntaveginn og útskrifaðist sem læknir skömmu fyrir
heimsstyrjöldina fyrri. Þá bauðst honum starf hjá hollenska nýlenduhernum
í Austur-Indíum eða Indónesíu eins og landið heitir núna. Hann sigldi
þang að en amma mín, sem hann hafði þá trúlofast, ætlaði að koma skömmu
síðar,“ segir Björgúlfur þegar hann reifar sögu afa síns.
„Í millitíðinni skall styrjöldin á og þá komst hún ekki austur nema vera
gift. Skiljanlega var ekki verið að flytja fólk að óþörfu heimshorna á milli.
Nú voru góð ráð dýr. Það varð úr að þau giftu sig í gegnum síma og voru
haldnar þrjár veislur á jafnmörgum stöðum. Ein á Jövu þar sem afi var,
önnur í Hollandi þar sem amma var stödd og sú þriðja í Reykjavík hjá
ættingjum. Þau bjuggu síðan þarna fyrir austan í vel rúman áratug, á Jövu,
Borneó og í Singapúr. Skömmu eftir að þau fluttust heim keyptu þau Bessa-
staði og bjuggu þar í um tólf ár eða til 1940. Afi skrifaði nokkrar bækur um
lífið í Austurlöndum sem voru þó nokkuð lesnar á sínum tíma enda höfðu
þá fáir Íslendingar komið á svo fjarlægar slóðir.“
„Vil gjarnan lesa bækur sem sameina kosti afþreyingar
og svokallaðra fagurbókmennta,“ segir rithöfundurinn
Björgúlfur Ólafsson.
ÓVENJULEG
SÝN Á
TILVERUNA
Björgólfarnir og boðskortin
Um síðustu áramót þegar Björgúlfur hélt ásamt fleirum boð
í Iðnó. Samkvæmið þótti í frásögur færandi, en fréttamaður
taldi að boðið væri haldið af Björgólfsfeðgum – mönnunum
sem sumir segja að eigi Ísland. „Menn ruglast skiljanlega oft á
þessum tveimur nöfnum og það kemur fyrir að ég er kallaður
Björgólfur,“ segir Björgúlfur.
„Þegar Hafskipsmálið var í hámæli var ég alltaf fljótur að
leiðrétta þennan misskilning en nú eftir að þeir feðgar urðu
helstu peningafurstar landsins er ég seinni til. En nei, ég hef
aldrei verið beðinn um lán vegna þessa né heldur notið sér-
stakrar fyrirgreiðslu. Varðandi áramótaballið í Iðnó þá hef ég
verið skrifaður fyrir salnum og fyrir síðustu áramót komst
blaðamaður hjá DV að þessu. Hvort sem hann ruglaðist vilj-
andi eða ekki þá birtist baksíðufrétt um það að annar Björg-
ólfsfeðga ætlaði að halda stórball í Iðnó. Að minnsta kosti
tvö tímarit átu þetta upp úr DV og voru um leið með vanga-
veltur um væntanlegan íburð á ballinu og tilgreindu hvaða
gestir væru líklegir til að mæta. Eflaust hafa sumir hákarlar
í viðskiptalífinu beðið spenntir eftir boðskorti og orðið fyrir
miklum vonbrigðum með að þurfa að sitja heima.“ sky,
Texti: Sigurður Bogi Sævarsson
Mynd: Geir Ólafsson
Fólk
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 55 28.9.2006 10:58:50