Ský - 01.10.2006, Qupperneq 57
ský 57
Tónlist
Texti: Lízella
Myndir: Morgunblaðið og fleiri
JAKOBÍNARÍNA
Hljómsveitin Jakobínarína hefur verið að gera það gott að undanförnu og
nú, þegar þetta blað kemur út, eru þeir
komnir til Bretlands þar sem þeir verða
við hljómleikahald og upptökur. Upp-
tökurnar eru m.a. efni sem verður á nýja
diskinum þeirra. Gert er ráð fyrir að sá
diskur komi út í ársbyrjun 2007. Hljóm-
sveitina skipa Ágúst Fannar Ágústsson
hljómborðsleikari, Björgvin Ingi Péturs-
son bassaleikari, Gunnar Ragnarsson
söngvari, Hallberg Daði Hallbergsson
gítarleikari, Heimir Gestur Eggertsson
gítarleikari og Sigurður Möller Sívertsen
trommuleikari. Ég spyr þá fyrst hvernig
hljómsveitin varð til:
Hallberg: .„Við vinirnir vorum allir í sama
skóla, þ.e. Áslandsskóla, og höfðum lítið að
gera. Við höfðum allir áhuga á tónlist svo við
enduðum bara á því að stofna okkar eigin
hljómsveit! Og þegar við vorum komnir
á skrið og búnir að vinna Músíktilraunir
fannst okkur þó enn vanta punktinn yfir
i-ið.“ Sigurður: „Við hlustuðum flestir á
Lödu Sport, hljómsveitina sem Heimir var í,
sem svo vildi til að var að fara að hætta, og
þar sem hann átti heima í sömu götu og við
Ágúst Fannar Ágústsson hljómborðsleikari, Sigurður Möller Sívertsen trommuleikari,
Heimir Gestur Eggertsson gítarleikari, Hallberg Daði Hallbergsson gítarleikari, Björgvin
Ingi Pétursson bassaleikari. Á myndina vantar Gunnar Ragnarsson söngvara.
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 57 28.9.2006 10:58:55