Ský - 01.10.2006, Side 66

Ský - 01.10.2006, Side 66
Ár hvert koma fram á sjónarsviðið ódýrar gæðamyndir sem fá mikla aðsókn. Í fyrra var það Sideways. Í ár er það Little Miss Sunshine, sem fær mjög jafna og góða aðsókn vestan hafs. Myndin kostaði 8 milljónir dollara og með markaðskynningu, sem var lítil, má reikna með að heildarkostnaður hafi verið 10 milljónir dollara. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru heildartekjur af myndinni í Bandaríkjunum orðnar um 45 milljónir dollara og sú upphæð á eftir að hækka þar sem aðsókn er enn góð. Hvað er það svo sem heillar í Little Miss Sunshine? Í Sideways, sem eins og Little Miss Sunshine er gamanmynd, voru það tveir félagar sem fóru í kostulegan vínleiðangur um vínhéruð í Kaliforníu. Í Little Miss Sunshine er það annar leiðangur um bandaríska þjóðvegi sem heillar. Nú er það fjölskylda á ferð í Volkswagen rúgbrauði með yngsta fjöl- skyldumeðliminn (Abigail Breslin) á leið í fegurðarsamkeppni fyrir litlar stúlkur. Og þetta er engin venjuleg fjölskylda. Faðirinn (Greg Kinnear) er vonlaus sölumaður sem reynir árangurslaust að selja „Níu þrepa prógrammið til árangurs í lífinu“, án árangurs. Móðirin (Toni Collette) er orðin taugabiluð á að passa upp á bróður sinn (Steve Carrell), sem í tíma og ótíma reynir að fremja sjálfsmorð eftir að sambýlismaður hans henti honum út á götu. Svo er það bróðirinn (Paul Dano) sem er reiður ungur maður sem les Nietzsche og hefur heitið því að segja ekki orð fyrr en hann kemst í skóla flughersins. Til að kóróna fjölskylduna er það svo afinn (Alan Arkin), sem nýlega var hent út af elliheimili fyrir að sniffa heróín. Myndin er síðan kostuleg lýsing á þriggja daga ferð fjölskyldunnar í fegurðarsamkeppnina þar sem ekkert annað kemur til greina en sigur. Leikstjórar eru hjónin Jonathan Dayton og Valerie Faris og er þetta fyrsta kvikmynd þeirra, en þau hafa verið mjög eftirsótt í tón- listarbransanum og stjórnað myndbandakynningum fyrir marga fræga söngvara og hljómsveitir. LITLA UNGFRÚ SÓLSKIN Fjölskyldan kostulega með „rúgbrauðið“ í bakgrunninum. Kvikmyndir C M Y CM MY CY CMY K 28 VIKUM SÍÐAR Þann 1. september síðastliðinn hófust tökur á 28 Weeks Later, sem er framhald af hinni mögnuðu framtíðarmynd, 28 Days Later, sem Danny Boyle leikstýrði fyrir fjórum árum og vakti mikla athygli. Sú mynd fjallaði um ungan mann sem vaknar upp á sjúkrahúsi í London og kemst að því að óþekktur vírus hefur drepið nær alla þjóðina. Framhaldsmyndin hefst 28 vikum eftir atburðina í fyrri myndinni. Þeir fáu sem eftirlifandi eru lifa í voninni um að hægt sé að eyða vírusnum. Tilkynning um það kemur frá hernum og fólk beðið að reyna að byggja upp líf sitt. Þegar ein fjölskylda sameinast veit einn meðlimurinn ekki að í líkama hans er að þróast enn hættu- legri veira. Danny Boyle er að þessu sinni í hlutverki framleiðanda og lætur spánska leikstjórann Juan Carlos Fresnadillo um að leik- stýra myndinni. Í aðalhlutverkum eru Rose Byrne, Robert Carlyle, Catherine McCormack, Jeremy Renner og Harold Perrineau. BRANNAGH ENDURGERIR SLEUTH Þeir mörgu sem sáu hina frábæru sakamálamynd Sleuth (1972) og hafa ef til vill séð leikritið eftir Anthony Shaffer, sem myndin er gerð eftir, líður seint úr minni sú magnþrungna spenna sem myndast á milli rithöfundarins og hárgreiðslumannsins sem stal eiginkonu hans. Í hlutverkunum voru Laurence Olivier og Michael Caine. Kenneth Brannagh er farinn að undirbúa endurgerð Sleuth og Harold Pinter skrifar handritið. Brannagh mun eingöngu leikstýra að þessu sinni og hefur fengið Michael Caine til að hafa hlutverkaskipti og leika rithöfundinn. Í hlutverki unga mannsins verður Jude Law. Áætlað er að tökur hefjist í janúar á næsta ári. sky , 66 ský Texti: Hilmar Karlsson SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 66 28.9.2006 11:01:21

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.