Ský - 01.04.2007, Síða 13
sk‡ 13
Kristján Jóhannsson
„Það að verða óperusöngvari
og að vera óperusöngvari er vinna
alla daga og tekur í raun engan
endi því maður verður aldrei
ánægður sjálfur.“
að vera óperusöngvari er vinna alla daga og tekur í raun engan endi
því maður verður aldrei ánægður sjálfur.
Þú ert af söngfólki kominn á Akureyri. Hvernig hvatti
faðir þinn þig til dáða í söngnum?
- Hann náði sem betur fer að hlusta á mig nokkrum sinnum, meðal
annars í tveimur óperuhúsum erlendis. Í seinna skiptið var ég að
syngja í Glasgow en hann andaðist í byrjun heimferðar sinnar frá
mér þá. Annars hvatti hann pabbi mig áfram með tárum sínum
þegar honum fannst ég syngja vel og leyndi ekki ánægju sinni þegar
ég naut velgengni.
Hvenær steigst þú fyrst á svið og söngst fyrir áhorf-
endur?
- Það var með pabba gamla á Akureyri þegar ég var átta ára gam-
all. Hann var kallaður Jói Konn (Jóhann Konráðsson). Þetta var á
annan í jólum og við sungum saman og hvor í sínu lagi, bæði jólalög
og sálma, og vorum með tvo harmonikkuleikara með okkur. Ég
man að ég söng Heims um ból aleinn og það var mikill skjálfti í mér
þá stundina. Það má segja að ég hafi verið sísyngjandi upp frá þeirri
stundu og ég fór í kór Barnaskóla Akureyrar hjá Birgi Helgasyni en
þar var mikið sungið og glatt á hjalla. Um 12-13 ára aldurinn datt
botninn úr söngáhuganum hjá mér en ég hélt síðan áfram þar sem
frá var horfið um tvítugt og er ekkert á leiðinni að hætta.
Þú ert sagður mikill bílaáhugamaður. Hvaða bíl hefur þú
haldið mest upp á í gegnum tíðina?
- Uppáhaldsbíllinn minn er Mercedes Benz CL600 en ég átti þann
bíl óvenjulengi. Annars kann ég mjög vel við núverandi bílinn
minn, Range Rover, en hann tekur ekki sess Benzins þótt hann sé
góður.
Ég fylgist með bílaíþróttum og talsvert með Formúlunni. Ég hef
farið á bílasýningar í Genf og Zürich og á Grand Show í Bologna
sem er á hverju hausti. Ég fylgist með nýjungum og nýjum bílum.
Þar sem ég er núna að mennta börnin mín hugsa ég minna um að
kaupa mér bíla en áhugann vantar ekki.
Þú dáir auðvitað ítalska matargerð og ert sagður mikill
matgæðingur. Hver er þinn uppáhaldsréttur og þitt
uppáhaldsrauðvín?
- Það er án efa skelfiskpasta og helst ef ég geri það sjálfur. Ég elda
jafnt á við konuna mína og mjög gjarnan þegar vinir og kunningjar
koma í heimsókn. Það hefur róandi áhrif á mig og mér líður vel þegar
ég elda. Ég er óhræddur að prófa ný hráefni og reyna við nýja rétti
og geri því sjaldan sama réttinn tvisvar. Ég leik mér gjarnan með
krydd og að smakka mig áfram en ég lít aldrei í mataruppskrift-
arbók. Ég var í matreiðslu í gagganum á Akureyri á sínum tíma og
þar fékk maður grunninn, lærði um hluti sem skildu sig og skildu
sig ekki en þar tel ég mig hafa hlotið þann lágmarksgrunn sem ég
bý enn að. Ég nota lítið smjör og sjaldan rjóma en þess meira af
góðum olíum og mikið af hvítvíni og rauðvíni.
Hafa ber í huga að maturinn er aldrei betri en hráefnið og
gæðin sem maður notar í hann. Uppi á Íslandi nær matarást mín
til kvenfólksins í fjölskyldunni en þær, þessar elskur, elda alltaf og
bjóða mér í fiskibollur þegar ég kem heim en góðar fiskibollur og
glæný steikt ýsa slá flestu við.
Já, uppáhaldsrauðvínið mitt! Hér er mikið af úrvalsvínum og
ég fer gjarnan og kaupi beint frá vínframleiðendunum. Mér finnst
gaman að smakka ný vín, þannig að ég reyni að versla sem víðast.
Ef ég ætla að dekra við mig fæ ég mér kannski gott Amarone eða
góðan Pino Nero með nautasteikinni en það eru hvorttveggja góð
vín, þar sem gæði og verð fara saman.
Þú segist vera að mennta börnin þín núna, hvað nema
þau og hvað gerið þið fölskyldan saman í frístundum?
- Ég á tvo syni og eina dóttur með Sigurjónu sem búa hér á Ítalíu.
Sverrir er 20 ára og lærir sviðslistir í Listaháskóla í Brescia. Vík-
ingur er 18 ára og er í menntaskóla á listabraut en Rannveig er
níu ára og er í barnaskóla. Ekkert barna minna hefur enn farið í
sönginn en það eru ekki öll kurl komin til grafar!
Þegar við eigum frí reynum við að skreppa á skíði yfir veturinn
en á sumrin finnst okkur gaman að leika okkur á vatninu á bátnum
okkar. Ekki er heldur amalegt að fara í veiði eða sumarbústað heima
á Fróni en við erum mjög hefðbundin, myndi ég segja.
Með „mömmu“, Fanney Oddgeirsdóttir, eftir debutt á
Englandi í Dorsett, þar sem hann söng Don Carlo í sam-
nefndri óperu Verdis.