Ský - 01.04.2007, Side 17

Ský - 01.04.2007, Side 17
 sk‡ 17 T innu Bergsdóttur bauðst að taka þátt í fyrirsætukeppn-inni Face North fyrir tveimur árum. Hún sigraði og fór í framhaldi af því til New York þar sem hún vann í nokkra mánuði. „Ég fór svo til Indlands þar sem ég vann fyrir Levis og Walls. Þá fór ég til Tókýó þar sem ég vann við varalitaaugýsingu fyrir Nivea. Þá hafa myndir birst af mér í tímaritum á borð við Elle og Cosmopolitan.“ Tinna er nýflutt til London og starfar á vegum umboðs- skrifstofunnar Premier Models. Tinna segir að það markverðasta á ferlinum til þessa sé Levis-verkefnið sem hún vann við á Indlandi. „Unnið var að því út um allt land og myndir birtust í fjölda blaða.“ Tinna segist hafa þroskast mikið á þeim tveimur árum sem hún hefur starfað sem fyrirsæta. „Ég hef komið á staði sem mig hefði aldrei dreymt um að koma til, ég hef kynnst æðislegu fólki og bestu vinir mínir eru þeir sem ég hef hitt í gegnum starfið. Ég sé núna að ég get staðið á eigin fótum.“ Þegar Tinna er spurð hvað starfið taki frá henni bendir hún á að hún hafi misst af ýmsu svo sem afmælum hér heima. „Maður verður að velja og hafna vegna þess að maður getur bara verið í þessu starfi í nokkur ár.“ Íslensk fegurð í útlöndum íslenskar fyrirsætur „Ferill Tinnu byrjaði í Indlandi og hefur hún verið þar í tæp tvö ár enda á hún kærasta þar sem er frægasta karlfyrirsæta þar í landi. Þar hefur hún starfað nærri því upp á hvern einasta dag í myndatökum og sýn- ingum. Hún hefur prýtt blaðsíður Elle og Marie Claire. Tinna er svo indæl að mann langar til að faðma hana í hvert skipti sem maður sér hana. Hún fór nýverið til London og mun starfa í Evrópu næstu mánuði. Það er nokkuð ljóst að ferill Tinnu verður langur og góður ef hún kýs að halda áfram á þessari braut.“ Andrea Brabin hjá Eskimo Tinna Bergsdóttir Að velja og hafna „Maður verður að velja og hafna vegna þess að maður getur bara verið í þessu starfi í nokkur ár.“ • Inga Eiríksdóttir • Edda Pétursdóttir • Elísabet Davíðsdóttir • Matthildur Lind Matthíasdóttir • Sif Ágústsdóttir • Elín Jakobsdóttir • Margrét Una Kjartansdóttir • Tinna Bergsdóttir • Heiða Rún Sigurðardóttir • Thelma Þormarsdóttir • Edda Björk Pétursdóttir • Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir Tinna Bergsdóttir.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.