Ský - 01.04.2007, Page 23

Ský - 01.04.2007, Page 23
 sk‡ 23 Heimsóknir heimsleiðtoga Winston Churchill – 1941 „Bægja ófriðinum frá þessu landi“ Heimsstyrjöldin í Evrópu var í algleym- ingi þegar Winston Churchill forsæt- isráðherra Bretlands kom til Reykjavíkur í skyndiheimsókn. Churchill bar að Íslandsströndum með tundurspilli sem lagðist að kaja í Reykjavíkurhöfn. Með forsætisráðherranum voru í för Franklin D. Roosevelt yngri, sonur Bandaríkjaforseta, ásamt æðstu mönnum breska hersins, en herlið Bandamanna hafði þegar hér var komið sögu verið á Íslandi í rúmlega eitt ár. „Við Bretar og síðar Bandaríkjamenn höfum tekið að okkur að bægja ófrið- inum frá þessu landi. En ykkur mun það vera ljóst að ef við hefðum ekki komið hingað, þá hefðu aðrir orðið til þess,“ sagði Churchill í ræðu af svölum Alþingishússins sem hann flutti á tungu sinnar þjóðar. Í Reykjavík fylgdist hann með hersýningu „á Suðurlandsbraut hjer innan við bæinn,“ eins og segir í frétt Morgunblaðsins um heimsóknina. Flestir munu sammála um að Churchill sé einn merkasti stjórnmálaleiðtogi Breta og jafnvel heimsins á síðustu öld. Hann tók við forystu Íhaldsflokksins og emb- ætti forsætisráðherra vorið 1940, þegar Þjóðverjar sóttu mjög á í heimsstyrjöld- inni. Churchill var í forystu ríkisstjórnar Breta til 1945 og aftur frá 1951 til 1955 og þótti hafa til að bera bæði þrek og stjórnkænsku. Churchill framan við Hafnarhúsið árið 1941.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.