Ský - 01.04.2007, Side 24

Ský - 01.04.2007, Side 24
 24 sk‡ Heimsóknir heimsleiðtoga Konrad Adenauer var kanslari Vestur- Þýskalands frá 1949 til 1963. Hann hafði með höndum yfirstjórn uppbyggingar í landinu eftir heimsstyrjöldina síðari og var afar áhrifamikill. Hann var kominn nálægt sjötugu þegar hann tók við kansl- araembættinu en hélt því engu að síður í fjórtán ár. Adenauer átti mikinn þátt í því að byggja upp sjálfstraust manna í vest- urhluta landsins en það var í rúst í orðsins fyllstu merkingu eftir heimsstyrjöldina. Hann byggði upp hófsamt lýðræðisríki og lagði mikla áherslu á gott samstarf við Frakka. Helmut Kohl, sem var kanslari um langt skeið og átti manna stærstan þátt í sameiningu þýsku ríkjanna eftir fall Berlínarmúrsins, vísaði oft til þess að Adenauer hefði verið lærimeistari sinn og fyrirmynd. Adenauer kom í opinbera heim- sókn hingað til lands árið 1954 og átti þá meðal annars fund á Bessastöðum með Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta Íslands. Konrad Adenauer – 1954 Aldinn landsfaðir Ólafur Thors og Adenauer árið 1954.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.