Ský - 01.04.2007, Page 25

Ský - 01.04.2007, Page 25
 sk‡ 25 Heimsóknir heimsleiðtoga David Ben-Gurion, forsætisráðherra Ísraels, kom hingað til lands 1962. Átti meðal annars fund með Ólafi Thors forsæt- isráðherra og hefur oft verið haft á orði þegar myndir af þeim saman eru skoðaðar hvað þeir séu glettilega líkir. Ben-Gurion fæddist í Póllandi en fluttist ungur til Ísraels. Hann var landbúnaðarverkamaður í landnámi Gyðinga í Palestínu, en var rekinn burt af Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld. Hann sneri aftur árið 1918, hóf þá stjórnmálaafskipti og sem formaður framkvæmdanefndar síonista var hann helsti leiðtogi Gyðinga í baráttunni fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis þeirra, sem varð að veruleika 1948. Þá varð Ben-Gurion for- sætisráðherra Ísraels og var það með stuttu hléi til 1963. David Ben-Gurion – 1962 Frá Ísrael til Íslands Þeir Ben-Gurion og Ólafur Thors þóttu líkir.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.