Ský - 01.04.2007, Page 30

Ský - 01.04.2007, Page 30
 30 sk‡ DVD-mynddiskar Texti: Hilmar Karlsson • Ljósmyndir: Ýmsir slensk tónlistarútgáfa var mjög mikil á síð- asta ári og almennt var sala góð en um það bil 200 titlar voru gefnir út á geislaplötum og hefur plötuútgáfa aukist jafnt og þétt á hverju ári. Ein athyglisverðasta viðbótin við hefðbundna plötuútgáfu var að gefnir voru út þrennir tónleikar á DVD-mynddiski með landsþekktum söngvurum. Var útgáfan fyrirferðarmikil í jólaplötuflóðinu. Auk þess var gefin út DVD- og hljómdiskur með börnum sem fékk góðar viðtökur . DVD-tónleikadiskarnir voru með Bubba Morthens, Björgvini Halldórssyni og Sálinni og gospelkór og seldust þeir geysilega vel á síðustu vetrarmánuðum eða í rúmlega 43 þúsund eintökum. Þetta er í fyrsta sinn sem DVD-útgáfa á tónlist er svona viðamikil hér á landi en í mörg ár hefur DVD-tónlist með erlendum hljómsveitum, söngvurum og söngkonum verið á boðstólum og allir sem eitthvað mega sín í tónlistinni úti í hinum stóra heimi hafa gefið út tónleika á DVD-diski. Segja má að við höfum verið frekar lengi að taka við okkur hvað þetta varðar, en nú verður ekki aftur snúið og vænt- anlega kemur einhver tónleikaútgáfa af þessu tagi út á þessu ári. Eiður Arnarsson er útgáfustjóri íslenskrar tónlistar hjá Senu sem gaf út tónleikadiskana þrjá. Hann segir að í raun hafi velgengni þess- ara útgáfna ekki komið á óvart: „Sálin, Björgvin og Bubbi eru með allra vinsælustu Bubbi, Björgvin og Sálin seldust samtals í rúmlega 43 þúsund eintökum DVD-tónleikadiskar rokseljast: Björgvin Halldórsson var með þrenna tón- leika í Laugardalshöll og var öllu tjaldað til, meðal annars var Sinfóníuhljómsveit Íslands fengin til aðstoðar. Sálin og Gospelkór Reykjavíkur leiddu saman hesta sína í Laugardalshöllinni 15. september á tónleikum sem voru síðan endurteknir í desember. Í

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.