Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 34

Ský - 01.04.2007, Blaðsíða 34
 34 sk‡ sterar (e. anabolic steroids) eru efnafræðilegar afleiður af karlkyns- hormóninu testósteróni. Hormón berast með blóðrásinni um allan líkamann en aðeins tilteknar frumur verða fyrir áhrifum af þeim og kallast þær mark- frumur (e. target cells). Um þær er hægt að lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni „Hvað er innkirtlakerfi?“ Markfrumur testósteróns (og þar með vefaukandi steralyfja) finnast í ýmsum líffærum eins og vöðvum og blöðruhálskirtli. Frumur í blöðruháls- kirtli hafa 25 sinnum fleiri viðtaka en vöðvafrumur. Vefaukandi sterar bindast viðtökum í umfrymi markfrumna sinna og mynda með þeim efnaflóka (e. steroid-receptor comp- lexes). Efnaflókinn flyst inn í kjarna frumunnar og binst við DNA tiltekinna gena. Einnig er möguleiki á því að sterinn og viðtakinn klofni hvor frá öðrum þegar inn í kjarnann er komið og verki á DNA hvor í sínu lagi. Eins og önnur sterahormón hafa vefaukandi sterar áhrif á umritun DNA í RNA sem berst síðan út í umfrymi frumunnar þar sem það er þýtt í prótín (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvernig myndast prótín í líkamanum?). Hversu hratt þetta gerist virðist vera háð styrk viðtakans í umfrymi frekar en styrk sterans eða flutningi flókans í kjarnann. Helstu áhrif testósteróns eru þær miklu breytingar sem fylgja kynþroska og unglingsárunum. Karlkynsörvandi áhrifin eru stækkun getnaðarlims og eistna, dýpkun raddar, hárvöxtur í andliti, handarkrikum og kynfærum og aukin árásarhneigð. Nýmyndunaráhrifin eru hraðari vöxtur vöðva, beina og rauðra blóðfrumna og aukin taugaleiðni. Vefaukandi sterar eru notaðir í læknisfræðilegum tilgangi til að byggja upp vefi sem hafa hrörnað vegna slysa eða sjúkdóma, vinna upp þyngdartap eftir Íþróttadópið veikindi og við endurhæfingu eftir brjóstakrabbamein og beinþynn- ingu hjá konum. Sem dæmi um notkun þeirra má nefna að eftir heimsstyrjöldina síðari voru stríðsföngum nasista gefin slík lyf til að ná sér eftir hinar ótrúlegu raunir sem þeir höfðu lent í. Íþróttamenn neyta vefaukandi stera, ýmist í pillu- eða sprautu- formi, í þeirri von að bæta árangur sinn með því að auka þyngd, styrk, afl, hraða, úthald og árásarhneigð. Skammtarnir sem íþrótta- menn nota eru oft mjög stórir eða allt að 100 sinnum stærri en þeir skammtar sem notaðir eru í læknisfræðilegum tilgangi. Ennfremur stunda menn oft tilraunastarfsemi með ótrúlegri blöndun mismun- andi tegunda af sterum. Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson varð af ólympíugulli og var dæmdur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Ólymp- íuleikunum í Seoul 1988. Steranotkun er vel þekkt vandamál í frjálsum íþróttum (einkum kastíþróttum), kraftlyftingum og amerískum fótbolta. Hún er einnig þekkt meðal íþróttamanna í mörgum öðrum íþróttagreinum. En þrátt fyrir miklar vinsældir er árangur af notkun stera mjög umdeildur. Íþróttamennirnir sjálfir telja flestir að sterarnir geri gæfumuninn en rannsóknaniðurstöður hafa ekki tekið af allan vafa um það. Álitið er þó að steranotkun ein sér geri lítið gagn. Stunda verður æfingar af miklu kappi til að ná árangri. Algengar aukaverkanir steranotkunar eru miklar bólur í andliti, ofurhárvöxtur eða hárlos og lítil stjórn á tilfinningum (t.d. árás- arhneigð, ofbeldishneigð og pirringi). Karlmenn á sterum geta lent í því að eistu þeirra minnki og þeir fái brjóst á meðan konur eiga á hættu að fá karlkynseinkenni og tíðatruflanir. Alvarlegri aukaverk- anir eru tengdar langtímanotkun stórra skammta. Þar má nefna lifr- arskemmdir og lifrarkrabbamein. Einnig má geta aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heilablóðfalli. Ef sterunum er sprautað í líkamann með óhreinum nálum eykst hætta á eyðn- ismiti, lifrarbólgu B og C og hjartaþelsbólgu af völdum baktería. Sumir rannsakendur hafa velt fyrir sér hvort hin eiginlegu áhrif vefaukandi stera felist í myndun sálvefræns ástands (e. psychosoma- tic state) sem einkennist af vellíðan, aukinni árásarhneigð og meira streituþoli sem gerir íþróttamanninum kleift að æfa af meiri krafti. Algengar aukaverkanir steranotkunar eru miklar bólur í andliti, ofurhárvöxtur eða hárlos og lítil stjórn á tilfinningum, t.d. árásarhneigð, ofbeldishneigð og pirringi. Karlmenn á sterum geta lent í því að eistu þeirra minnki og þeir fái brjóst á meðan konur eiga á hættu að fá karlkynseinkenni og tíðatruflanir. Örvar Ólafsson, starfsmaður Lyfjanefndar ÍSÍ. Opnunartími: Alla daga frá kl. 11-20, fimmtud. og föstud. til kl. 22. Sími 892-0336. Gisting í húsi með sál Góðar veitingar Internet Bar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.