Ský - 01.04.2007, Page 36

Ský - 01.04.2007, Page 36
 36 sk‡ terka gróðuranganina af nýsprottinni blástör og hringabroki leggur fyrir vit manns og ekki vantar litadýrðina í mýrina: hvítir sinuflókar skreyttir grænkandi bláberjalyngi, ljósgular mýrasóleyjar, blátt lyfjagras, allskonar maríulyklar og himnarík- islyklar í ótal hvítum og bláum litum. Á mýrarrauð- anum er regnbogalit járnlá og lútuð dýjasortan bullar upp úr hverju spori. Þessi óviðjafnanlegi þokki mýralandsins blátt áfram seytlar um mann, einkum ef maður er berfættur. Og hann getur seytlað um fleira en fæturna ef maður hittir á ein- hverja Lómabotnakelduna eða ævintýralega botnlaust dý. „Vaddútí! Vaddútí!“ segir jaðrakinn og maður hlýðir því. Þegar maður kemst upp úr þurrkar maður það mesta á flosmjúkum dýjamosa eða skolpar af sér í bláslikjaðri járnlá milli blaktandi stararvanda. Feimnisleg mýrasó- ley hallar undir flatt en náttblár himnaríkislykill horfir á óskammfeilinn og lyfjagrasið kinkar kolli á heiðgulum stjörnukraganum. Svo er haldið áfram. Hver þúfa sem er ofurlítið hærri en hinar er kærkomin tilbreyting og stór einstakur steinn virkar á mann eins og pýramídi á lífsleiðan kana.“ Úr grein sem Ásta Sigurðardóttir birti í ritinu Ísland í máli og myndum árið 1961. Skáldið lítur aftur til bernskunnar á Snæfellsnesi og lýsir nátt- úrunni, nánar tiltekið mýrinni: Síðar í greininni lýsir Ásta hrauninu og þar segir hún: „Hraun er til í mörgu líki. Þar eru svartir og rauð- leitir brunagarðar með nálhvössu grjóti þar sem ekki sést stingandi strá, ekki einu sinni fluga eða fugl á sveimi. Þar eru uppgrónar berjalautir þaktar angandi lyngi og birkikjarri, þar eru endalausir kimar sem liðast um hraunið í ótal bugðum, sums staðar breiðir eins og dalir með margra mannhæða háum reyniskógi. Skógargrunnurinn er þakinn háu röku grasi í svölum skugganum, og þar vaxa villijarð- arber, hrútaber, blágresi, geysistórir sveppir eldrauðir, okkurgulir og dröfnóttir. Sums staðar er alþakið svörtum og bládöggvuðum aðalbláberjum. Undir háum kletti glittir í hyldjúpa hrauntjörn og risavaxið hvannstóð speglar sig í bláum fletinum.“ Á strigaskóm og pels Ásta Sigurðardóttir fæddist 1. apríl 1930 að Litla-Hrauni í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson bóndi þar og kona hans Þóranna Guðmunds- dóttir. Ásta ólst upp við hefðbundin sveitastörf en flutti ung til Reykjavíkur, nánar tiltekið um fermingu, sem hefur þá verið í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Íslendingar voru að stíga inn í nútímann en segja má að stríðsárin hafi fært íslensku þjóðina í einu vetfangi úr torfbænum þar sem lífið hafði verið óbreytt um aldir og inn í hraða og tæknivædda tuttugustu öldina. Ásta fékkst við ýmis störf á unglingsárum sínum í Reykjavík en hún var bráðgreind og næm og átti auðvelt með nám. Hugur hennar hneigð- ist mjög til listrænnar sköpunar, bæði skrifta og myndlistar. Hún gekk þó ekki menntaveg í þeim efnum heldur stundaði nám við Kennaraskólann og lauk prófi þaðan árið 1950. Ásta sótti nokkuð í félagsskap skálda og lista- manna í Reykjavík en listin var að fóta sig í breyttu umhverfi nútímans eins og samfélagið. Mikil gerjun, róttæk end- urskoðun fornra gilda og leit að nýjum formum einkenndu listasam- félagið í Reykjavík á þessum árum. Atómskáldin reyndu að hrista af „Maður er langa ævi að hrapa“ Um lífshlaup Ástu Sigurðardóttur skáldkonu Ásta Sigurðardóttir Texti: Páll Ásgeir Ásgeirsson • Ljósmyndir af Ástu: Jón Kaldal S

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.