Ský - 01.04.2007, Side 38

Ský - 01.04.2007, Side 38
 38 sk‡ „Skýrast sé ég litina með lokuðum augum eða í myrkri. Þó greini ég þá vel með opnum augum í björtu, ef áhrifin eru sterk að öðru leyti. Mér finnst litirnir sitja í augunum eins og eftirmynd af björtum hlut, ef horft er í skugga … Litirnir sem ég sé, eru af öllum hugs- anlegum tilbrigðum og hafa ýmislega lagað form. Allir hafa þeir ein- hverja áferð og sérstaka hreyfingu. Þeir eru ýmist fastir, loftkenndir eða fljótandi. Séu þeir fastir eru þeir oftast svipaðir vefnaði að áferð, gljáandi eins og atlask eða mattir eins og crepe.“ Þennan hæfileika hafa margir frjóir tónlistarmenn og hefur hann verið tengdur ríkri sköpunargáfu. Af þessum vitnisburðum verður ekki dregin önnur ályktun en sú að Ásta Sigurðardóttir hafi haft fjölþætta hæfileika til sköpunar á ýmsum listsviðum og verið gædd talsverðri eðlisgreind. En sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki, segir máltækið, og það átti eftir að sannast á Ástu. Bóheminn Ásta Af lestri bókar Friðriku um Ástu verður ljóst að á árunum í Kenn- araskólanum mótast hún mjög af þeim uppreisnaranda sem svífur yfir vötnunum í andrúmi eftirstríðsáranna. Mikil stéttaskipting í Reykjavík, þar sem munurinn milli fátækra braggabúa og sterkefn- aðra stríðsgróðamanna blasir við hverjum sem vill sjá, blæs henni í brjóst djúpstæða andúð sem beinist gegn flestum viðteknum gildum og viðhorfum. Hún vill skapa sína eigin framtíð, óbundin af grónum hugmyndum um það hvað sé viðeigandi og skikkanlegt fyrir sveita- stúlkur og kennslukonur. Þegar Ásta var hálfnuð með námið í Kennaraskólanum árið 1948 kynntist hún ungum listnema, Jóhannesi Geir að nafni. Með þeim tókust ástir og Ásta varð barnshafandi og eignaðist soninn Geir Regin Jóhannesson það sama ár. Það vakti gríðarlega hneykslun og umtal að hún hélt áfram að sækja tíma í skólanum meðan hún var barnshafandi og þegar barnið fæddist tók móðir Ástu það í fóstur en hún hélt áfram námi. Samband hennar við Jóhannes Geir flosnaði upp þegar hann hélt til náms til Kaupmannahafnar. Starfslið og nemendur Kennaraskólans klofnaði í tvær fylkingar með og á móti Ástu þegar þetta gerðist. Sumir töldu þetta framferði hneykslanlegt og algerlega ósamboðið uppfræðara barna en aðrir töldu þetta einfaldlega dæmi um frelsun kvenna og sjálfsögð mann- réttindi. Ísak Jónsson kennari fór fyrir andstæðingum Ástu og reyndi að koma í veg fyrir að hún fengi að ljúka prófi. Ásta vísaði til laga um rétt sinn og lauk prófum með glæsibrag. Að því loknu gekk hún um skólann með auglýsingaspjöld sem á var letrað: cand. sprikl og cand. sprell og mætti í hverja stofu og stillti sér upp með spjöldin. Þetta gerði hún Ísak til háðungar en eftirlætisorðtæki hans við nemana var: „Þegar þið eruð orðin kennarar dugir ekkert sprikl og sprell.“ Þessi frásögn sýnir svo ekki verður um villst að uppreisnarsegg- urinn Ásta hafði talsvert bein í nefinu og var tilbúin til að ögra yfir- boðurum sínum með áþreifanlegum hætti. Í bók Friðriku er engin dul dregin á að samband Ástu og Jóhann- esar Geirs og slit þess urðu Ástu afar þungbær og skipbrot æskuást- arinnar bjó um sig í sál hennar. Í bókinni er módelstörfum Ástu lýst þannig að hún hafi gengist upp í því að vera nakið módel og umgengist nektina frjálslegar en fyrirsætur á þessum árum almennt gerðu. Þannig hirti hún ekki um að fara í slopp þegar hlé var gert á teiknikennslu heldur gekk nakin um ganga og stofur skólans með blóm í hárinu og sígarettu. Þegar haft var orð á þessu við hana sagðist hún einfaldlega vera á vinnuföt- unum. Friðrika lýsir lífi bóhemanna í Reykjavík á þessum árum svo: „Það er í tísku að vera bóhem í Reykjavík og þar ganga ungir listamenn fremstir. Líf og list birtir hástemmdar greinar um bóhemlíf listamanna í París í upphafi aldarinnar. Þangað eru fyrirmyndirnar sóttar. Að lifa hátt og deyja ungur frá ósköpuðum snilldarverkum. Það er lykillinn að ódauðleikanum. Sameina skemmtun og þjáningu. Gáska hins ljúfa lífs og alvöru listarinnar. Ekkert má fjötra þann sem gefur sig listinni á vald. Allra síst smáborgaralegt lífsmunstur. Hinn frjálsi andi skeytir hvorki um siðvenjur né reglur. Hann skemmtir sér.“ Ásta Sigurðardóttir „Svo áttaði hún sig hægt og hægt. Hún hélt í fyrstu, að það væri illur draumur. En svo kom veruleikinn sjálfur í ljósmál. Allt þetta hræðilega hafði í raun og veru gerst.“ Úr sögunni: Kona Símonar frá Kýrene. Ásta gekkst upp í því að vera nakið módel.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.