Ský - 01.04.2007, Page 40
40 sk‡
var ódrukkin þegar hinir siðavöndu rafvirkjar gripu til þessa óynd-
isúrræðis og tók þetta ákaflega nærri sér.
Af frásögn Friðriku er ljóst að fljótlega eftir tvítugt missir Ásta
stjórn á áfengisneyslu sinni og hrekst eins og rekald um götur
Reykjavíkur milli misjafnlega vafasamra samkvæma. Hún reynir inn
á milli að stunda vinnu og heldur einhvers konar heimili í bragg-
anum en það endist ekki lengi. Hún leitaði sér einu sinni hjálpar
á þessum árum þegar hún fór til sálfræðings og í framhaldi af því
í afvötnun á heimili Bláa Bandsins við Flókagötu en útskrifaði sig
sjálf þaðan.
Þáttaskil urðu í lífi Ástu þegar hún kynntist Þorsteini skáldi frá
Hamri og hóf sambúð með honum árið 1957. Þorsteinn var aðeins
19 ára þegar samband þeirra hófst, átta árum yngri en Ásta. Þau
bjuggu í risíbúð á Nesvegi og eignuðust þrjú börn á þremur árum og
Ásta hélt sig meira að skriftum og myndlist en oft áður. Þau eign-
uðust síðan hús í Kópavogi og árið 1961 kom út smásagnasafn Ástu
sem hét eftir frægustu sögunni, Sunnudagskvöld til mánudagsmorg-
uns. Það innihélt allar sögur hennar sem áður höfðu birst og tvær
nýjar að auki. Viðtökur málsmetandi manna voru góðar og Sverrir
Kristjánsson birti mjög jákvæðan dóm í Tímariti Máls og menn-
ingar og segir þar að þegar Ásta hafi komið fram á sjónarsviðið hafi
flestum þótt sem þar kveddi sér hljóðs pennafærasta kona á Íslandi.
Hann segir einnig um nokkrar sagnanna að þær séu „meistaralega
vel gerðar, laugaðar kaldranalegri gamansemi, er hylur harminn,
sem undir býr, hispurslausar, án tæpitungu, svo sem efninu hæfir. Í
þessum sögum er engu ofaukið, ekkert vansagt.“
Einar Bragi skáld skrifaði ritdóm um smásögur Ástu í Birting
og segir útkomu þess löngu tímabæra svo lesendur fái rétta mynd
af Ástu sem rithöfundi. Einar segir að sagan Í hvaða vagni sé ein sú
besta sem nútímahöfundur hafi skrifað á íslensku og talar um skýrar
borgarmyndir, mettað andrúmsloft, jarðarilm og asfaltlýrík.
Búskapur Þorsteins og Ástu í Kópavogi var samfellt fátæktarbasl.
Börnunum fjölgaði og 1964 eru þau orðin fimm talsins. Þóranna
móðir Ástu og Geir Reginn, elsti sonur hennar, búa ekki langt frá svo
fjölskyldutengslin styrkjast eitthvað en Ástu líður ekki vel. Friðrika
Benónýsdóttir dregur upp þessa mynd af líðan hennar:
„Eina lausnin er víman. Gleðin og hamingjan hopa fyrir kvölinni.
Hún verður beisk. Finnst hún vera orðin ósýnileg. Finnst Þorsteinn
ekki taka tillit til sín. Hún er þó líka skáld og þarf sína andlegu upp-
örvun. Hana fær hún ekki við matargerð og barnastúss.
Þegar þau drekka saman vellur beiskjan fram. Andrúmsloftið
verður stöðugt þyngra og köfnunartilfinning ásækir þau bæði …
Þannig líða árin. Smátt og smátt sígur á ógæfuhlið. Heimilis-
lífið fer að einkennast af fylgifiskum áfengisneyslunnar fyrr og síðar,
þunglyndi Ástu og skapofsa.“
Síðasti spölurinn
Þorsteinn og Ásta skildu á miðjum sjöunda áratugnum. Ásta var fyrst
í stað ein með börnin fimm en barnaverndaryfirvöld tóku fljótlega í
taumana og fjögur þeirra voru fjarlægð af heimilinu og sett í fóstur
um tíma. Ömurlegar frásagnir eru til af heimilishaldi hennar frá
árunum milli 1965 og 1968 þegar áfengissýki heldur Ástu í helj-
argreipum. Á næstu árum eru Ásta á hrakhólum ýmist með börnin
hjá sér eða ekki en heimilið í Kópavogi heyrir sögunni til. Haustið
1968 eru börnin endanlega tekin í fóstur á Ökrum á Mýrum og alast
þar upp öll fimm og komu aldrei til móður sinnar aftur.
Ásta giftist eftir þetta Baldri Guðmundssyni sem hún kynntist
á Landakotsspítala og þau reyna að halda heimili en líf Ástu snýst
Ásta Sigurðardóttir
Andvakan
eftir Ástu Sigurðardóttur
Andvakan veldur mér eilífri kvöl
aldrei ég veit hvort ég sofna.
Að blunda eitt örskot er aðeins dvöl
svo úrþrota hugsanir dofna.
Þegar að kveldi ruskar reimt
og rökkrið er þéttara en óttinn.
Þá er í hugskotum heilans geymt
sumt helmingi dekkra en nóttin.