Ský - 01.04.2007, Síða 43
sk‡ 43
inni frá og sameina jafnaðarmenn voru vægast sagt litlir kærleikar á
milli hans og forystumanna Alþýðubandalagsins,“ segir Guðni Th.
Jóhannesson sagnfræðingur í bókinni Völundarhús valdsins þar sem
segir frá stjórnarmyndunum í forsetatíð Kristjáns Eldjárns.
Það var líka umdeilt í Framsóknarflokknum hvaða leið skyldi
valin, þótt ráðandi öfl í flokknum væru áfram um að komast í
ríkisstjórn eftir tólf ára eyðimerkurgöngu. Þannig voru ýmsir í
ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, menn eins og Ólafur Ragnar
Grímsson, rétt eins og menn í Samtökunum áfram um að „ ... brjóta
upp flokkaskipunina og mynda einn stóran og öflugan vinstri flokk
– áður en gengið yrði frá myndun ríkisstjórnar. Var það óraunsætt
því slíkt gerist ekki með skjótum hætti í reynd, en myndun nýrrar
ríkisstjórnar var mjög aðkallandi,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson í
sögu Eysteins ráðherra Jónssonar, Eysteinn í stormi og stillu.
Varnarlið, landhelgi og skuttogarar
Heill mánuður leið frá kosningum vorið 1971 uns tókst að koma
saman starfhæfri ríkisstjórn. Þá höfðu Samtök frjálslyndra og vinstri
manna horft til hægri og vinstri á víxl, en niðurstaðan varð vinstri
stjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Samtakanna undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar. Hún tók við völdum 14. júlí. Fyrir hönd Sam-
takanna settust í ríkisstjórn þeir Hannibal, sem varð félagsmála- og
samgönguráðherra, og Magnús Torfi fór í menntamálaráðuneytið.
Var gengið svo frá málum að Hannibal yrði ráðherra fyrsta kastið en
Björn Jónsson tæki svo við keflinu „ ... þegar hæfilega þætti liðið á
kjörtímabilið,“ eins og Magnús Torfi segir í afmælisriti Ólafs Jóhann-
essonar, Ólafsbók.
Þrjú mál bar öðrum hærra í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar,
Ólafskveri sem einhverjir nefndu svo. Þau voru að varnarliðið færi
úr landi og landhelgin yrði færð út í fimmtíu mílur. Byggðamálin
voru einnig áberandi, ekki síst skuttogaravæðingin svonefnda. Hún
hafði hafist skömmu áður en nú kom skuttogari í nánast hvert þorp.
Útfærsla landhelginnar var samþykkt með 60 samhljóða atkvæðum
á Alþingi og hrint í framkvæmd með tilheyrandi þorskastríði við
Breta. Varnarliðið fór hins vegar hvergi, enda studdu margir innan
Framsóknarflokksins veru þess. Sömuleiðis hafði undirskriftasöfn-
unin Varið land og andstaða ýmissa borgaralegra afla við fyrirhugaða
brottför hersins mikil áhrif á viðhorf almennings í hermálinu.
Rumpulýður og aulabárðar
Eftir á að hyggja „ ... virðist mér enginn vafi á að upp hafi verið lagt
til stjórnarsamstarfsins 1971 af helst til mikilli bjartsýni á getuna
að ráða framvindu efnahagsmála,“ segir Magnús Torfi í Ólafsbók.
Verðbólga jókst mjög og Vestmannaeyjagosið dró ekki úr hræringum
í efnahagsmálum. Verðbólgan fór á meiri hraða en við varð ráðið.
Björn Jónsson, sem varð ráðherra sumarið 1973 þegar Hannibal dró
sig í hlé, sat ekki í ráðherrastól nema tæpt ár því þegar kom að því
að grípa þyrfti til ráðstafana í efnahagsmálum taldi hann sig ekki
geta stutt stjórnina lengur og baðst lausnar. Varð úr að þrír af fimm
Hannibalistar og Hulduher
Feðgarnir Jón Baldvin og Hannibal. Hannibal var forystu-
maður í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna.
Bjarni Guðnason
er þekktastur fyrir
„rumpulýðs“-ræðu
sína árið 1974.