Ský - 01.04.2007, Síða 44

Ský - 01.04.2007, Síða 44
 44 sk‡ þingmönnum flokksins fylgdu honum og Bjarni Guðnason yfirgaf flokkinn raunar með þeim orðum að kalla þá Hannibal og Björn „rumpulýð“ og „aulabárða“. Með þessu var meirihluti stjórnarinnar fallinn og hinn 8. maí 1974 rauf Ólafur Jóhann- esson þing samkvæmt umboði forseta og boðað var til þingkosninga. Stjórnin sat hins vegar fram í ágúst og á þeim tíma sinnti Magnús Torfi einnig félags- mála- og samgönguráðuneytum – og var samgönguráðherrann sem klippti á borða brúnna miklu yfir Skeiðarársand sem opnuðu hringveginn. Í kosningunum sumarið 1974 vatnaði undan Samtökunum. Þau fengu aðeins 4,6% greiddra atkvæða og tvo menn kjörna, þá Karvel og Magnús Torfa, sem nú var orðinn flokksformaður. Engu að síður hafði flokknum bæst liðsstyrkur úr hinni svonefndu Möðruvallahreyfingu; útlagadeild ungliða Framsóknarflokksins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson var fremstur í flokki. Það dugði þó ekki til að efla flokkinn og þegar leið svo á kjör- tímabilið fóru liðsmenn Samtakanna hver á fætur öðrum að tygja sig til brottfarar og sumir reyndu fyrir sér í öðrum flokkum, en aðrir hættu hættu öllum afskiptum af pólitík – rétt eins og gengur. Í kosningunum 1978 fékk flokkurinn 5,3% atkvæða en engan mann kjörinn og var lagður niður ekki löngu síðar. „Ég er fyrirgreiðslumaður“ Saga Alberts Guðmundssonar var fæstu lík. Eftir glæsilegan knatt- spyrnuferil með stórliðum í Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi í um áratug sneri hann aftur heim og hóf árið 1956 rekstur heildversl- unar í Reykjavík. Margvísleg félagsstörf leiddu til þess að Albert hóf stjórnmálaafskipti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var kjörinn í borgarstjórn 1970 og á þing fjórum árum síðar. „Ég er fyrirgreiðslumaður í pólitík. Það sem ég tek að mér fyrir kjósendur eru aðalatriði,“ segir Albert í viðtalsbók við Gunnar Gunnarsson fréttamann sem út kom árið 1982. Þar lýsir hann meðal annars ferli sínum og pólitískum viðhorfum og segir ennfremur: „Ég hef gefið kost á mér í stjórnmálin til þess að þjóna fólkinu en ekki til þess að þjóna duttlungum kerfisins,“ segir Albert sem lýsti sjálfum sér sem fulltrúa litla mannsins í þjóðfélaginu og festist sú nafngift við hann. Og litlu mennirnir kusu Albert. Hann átti sterkt bakland eins og kom í ljós í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins haustið 1986 þar sem hann var kjörinn í efsta sæti listans. Sá vermir reyndist þó skammgóður. „Sprengdi Sjálfstæðisflokkinn í loft upp“ Í mars 1987, örfáum dögum áður en framboðsfrestur rann út, birti Helgarpósturinn frásögn þess efnis að maðkar væru í mysu Alberts; að tekjur sem heildverslun hans fékk meðan hann var fjármálaráð- herra frá 1983 til 1985 hefðu ekki verið taldar fram til skatts eins og vera bar. Þessar frásagnir kveiktu elda. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins gerði Albert að víkja úr ríkisstjórn þótt gert væri ráð fyrir að hann sæti áfram í efsta sæti listans. „Þetta er tvöfalt siðgæði. Þarna átti að nota vinsældir Alberts Guðmundssonar til að fylkja liði um D-listann í Reykjavík en reka karlinn jafnframt úr ráðherrastóli. Þessu neitaði fólkið að kyngja,“ segir Ásgeir Hannes Eiríksson í bókinni Ein með öllu, óformlegri sögu Borgaraflokksins. Þáttur fjölmiðla í tilurð Borgaraflokks- ins var stór og jafnframt umdeildur. Sú söguskoðun er almenn að Borgaraflokk- urinn hafi fæðst í sjónvarpsviðtali. Á Stöð 2 þann 24. mars 1987 lýsti Þor- steinn Pálsson því yfir að Albert kæmi ekki til greina sem ráðherraefni flokksins eftir kosningar. Þessi ummæli voru borin undir Albert, sem á sama tíma sat í við- tali í Sjónvarpinu hjá Ingva Hrafni Jóns- syni og Halli Hallssyni, og sagði hann að svona gæti Þorsteinn ekki sagt. „Eins og ég er settur út í dag þá getur verið að þeir þurfi á mér að halda næst,“ sagði Albert við sjón- varpsmenn. Þáttur þessi var mjög umdeildur sakir þess hve milda meðferð Albert fékk og Ingvi Hrafn tekur öðrum þræði undir það í bók- inni Þá flaug Hrafninn þar sem hann segir frá störfum sínum sem fréttastjóri Sjónvarps. Úrslitum hafi hins vegar ráðið þau ummæli Þorsteins Pálssonar að Albert gæti ekki orðið ráðherra að nýju. „Þar með kveikti hann í púðrinu sem sprengdi Sjálfstæðisflokkinn í loft upp,“ segir Ingvi. Hulduherinn á fleygiferð En þegar hér var komið sögu í miklu fjölmiðlaleikriti var und- irbúningur að framboði Alberts hafinn af krafti. Sama dag og hin frægu sjónvarpsviðtöl fóru í loftið gekk Hreggviður Jónsson í dóms- málaráðuneytið og sótti um listabókstafinn S. Helena dóttir Alberts, sem lengi hefur verið búsett í Bandaríkjunum, kom heim til að vinna að framboði föður síns og Hulduherinn fór á fleygiferð og malaði grimmt. Stuðningsmenn Alberts úr forsetakosningunum 1980 gáfu sig fram og félagar hans í íþróttahreyfingunni létu ekki sitt eftir liggja. „Sérframboð Alberts varð til á örfáum klukkustundum,“ segir Steingrímur Hermannsson í ævisögu sinni. Framboðsfrestur rann út föstudaginn 26. mars og á þeim fáu dögum sem til stefnu höfðu verið, voru settir saman framboðslistar í öllum átta kjördæmum landsins. Frambjóðendur komu úr ýmsum áttum. Sumir áttu sér pólitíska fortíð á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, til dæmis þeir Júlíus Sólnes sem hafði náð líklegu varaþingmannssæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Reykjanesi, en tók efsta sæti á lista Hannibalistar og Hulduher Björn Jónsson var á sjúkrahúsi þegar vinstri stjórnin sprakk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.