Ský - 01.04.2007, Qupperneq 49
sk‡ 49
Irma Þöll Þorsteinsdóttir var á tvennum vígstöðvum þegar rætt
var við hana. Hún var á fullu í námi í Kvikmyndaskólanum, auk
þess sem hún var að vinna við upptökur á undirbúningskeppni
fyrir Eurovision á Íslandi í Loftkastalanum. Það var því í nógu að
snúast hjá henni. Um ástæðu þess að hún hóf nám í Kvikmynda-
skóla Íslands segir Irma: „Ég hafði verið í tónlistarnámi í mörg ár,
lærði á þverflautu en langaði til að prófa eitthvað nýtt. Fyrir valinu
varð Kvikmyndaskólinn, aðallega vegna þess að ég hafði alltaf verið
dugleg að taka upp á litla vídeóvél, sérstaklega þegar ég bjó í Svíþjóð
og sendi upptökurnar heim. Hvað varðar kvikmyndir og sjónvarp
þá vissi ég ekki mikið þegar ég settist á skólabekk en heillaðist fljótt
af því umhverfi sem kvikmyndin er í og hef haft mjög gaman af
náminu. Ég var fljót að finna minn farveg sem er í hljóðvinnslu og
hljóðblöndun og öðru sem því fylgir og gerði það að aðalnámsefni
mínu, en auk þess er að sjálfsögðu farið í aðra þætti kvikmynda-
gerðar í skólanum. Til að auka þekkingu mína á hljóðvinnslunni fór
ég á hljóðvinnslunámskeið meðan ég var í fæðingarorlofi.“
Að sögn Irmu er námið í heild fjölbreytt og gefur mörg tækifærri
að því loknu til að fá vinnu, meðal annars við sjónvarp: „Ég stefni
á að vinna við sjónvarpið og er þegar byrjuð. Var í vetur að vinna
við þátt Hermanns Gunnarssonar, Í sjöunda himni, og fékk nýverið
frí í skólanum til að vinna við við Eurovision-keppnina hér heima
og geri þar allt sem mér er sagt að gera. Ástæðuna fyrir því að ég er
komin á kaf í vinnu má rekja til þess að ég fór í starfsnám á Stöð 2
og þegar því lauk var mér boðin vinna við þáttinn hans Hemma. Ég
fékk leyfi frá skólanum og hef í vetur verið meira og minna að vinna
með náminu og mun á næstunni hefja störf við Meistarann.“
Irma segir samstarf nemenda vera gott í skólanum: „Í bekknum
sem ég er í, er samstilltur hópur sem hefur gaman af því sem hann
er að gera og nú er komið að lokaverkefnunum. Eitt verkefni gerum
við saman og eitt lokaverkefni geri ég sjálf og er búin að ákveða að
taka fyrir einhvern flöt á þeim sem eru einna verst staddir í þjóð-
félaginu, rónunum sem búa á götunni. Ég hef alltaf fundið til með
þeim og vill sýna að þeir eru fólk eins og við, fólk sem hefur lent
undir í lífinu, og ég hef hugsað mér að taka fyrir einn slíkan og sýna
hann sem menneskju.“
Hvað varðar framtíðina þá telur Irma að atvinnuhorfur fyrir
hana séu góðar. „Það þarf samt að hafa fyrir hlutunum. Ég verð eins
og aðrir sem ætla sér að vinna í þessum bransa að hafa fyrir því að
koma mér á framfæri og vinna mér sess. Ég fann strax þegar ég fór
að vinna hjá Hemma Gunn að þetta umhverfi átti vel við mig. Mik-
ill fjöldi að vinna saman og mikið um að vera. Slík vinna á vel við
mig. Ég var með það í huga að fara í framhaldsnám í hljóðvinnslu,
en er samt efins um að það verði strax, sérstaklega ef ég fæ næga
vinnu eftir að námi lýkur.“ sky
,
Kvikmyndaskóli Íslands
Böðvar Þór Unnarsson, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands:
Úr forleifafræði í kvikmyndagerð
Komin út á
vinnumarkaðinn
með náminu
Irma Þöll Þorsteinsdóttir:
„Ég hafði verið í tónlist-
arnámi í mörg ár, lærði á
þverflautu en langaði til
að prófa eitthvað nýtt.“
Irma Þöll Þorsteinsdóttir, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands: