Ský - 01.04.2007, Side 51

Ský - 01.04.2007, Side 51
 sk‡ 51 Kommúnistinn sem njósnaði fyrir Bandamenn meðal annars rekinn úr Kommúnistaflokknum árið 1932 þegar hreinsanir gengu þar yfir, að fyrirmynd Stalíns. Hann skrifaði margt um sögu kommúnista á Íslandi sem aðrir þögðu um. Bjarni Benediktsson sagði um Hendrik að hann hefði verið „maður falslaus og opinskár.“ Hinn 10. maí árið 1940 vöknuðu þau hjónin Hendrik og Henny snemma við drunur úr flugvélum. Sem þau ræddu þetta sín á milli var steinvölu kastað í rúðuna hjá þeim og kunningjar þeirra, þýskir flóttamenn, sögðu þeim frá því að bresk herdeild væri á leið inn í höfnina. Þau fóru þegar í stað niður á höfn og fylgdust með tundurspilli leggja að. Eins og margir aðrir var Hendrik feginn að það voru þó Bretar sem komu hingað en ekki Þjóðverjar. Þrátt fyrir griðasáttmálann hafði Hendrik svo mikla skömm á nasistum að hann hafði safnað saman upplýsingum um alla Þjóðverja hér á landi. „Þegar mér varð kunnugt um að einhver Þjóðverji kom til landsins, fékk ég nákvæmar upplýsingar um hann, æviatriði, starf, stjórnmálskoðanir og heimilisfang.“ Hvort sem það var nú tilviljun eða ekki gátu Bretar því ekki hitt á fróðari mann um Þjóðverja eða viljugri til þess að hjálpa þeim. Um þetta var Bretum kunnugt af einhverjum ástæðum. Hendrik segir sjálfur um þetta: „Þegar major Quill spurði mig að því hvort ég vildi vera þeim hjálplegur, var ég ekki í neinum vafa um að það væri skylda mín, enda þótt það væri ef til vill ekki algerlega í samræmi við lög landsins, en fáir menn hirtu um það. ... Ég var fús til þess að sækja listann og lána öryggisdeild Bretanna hann til fullra afnota.“ Hendrik fylgdist svo með því þegar þýskir fangar voru fluttir út í skip og þótti það „fögur sjón.“ Vinur vina sinna Hendrik segir að hann hafi ekki verið í föstum verkefnum fyrir Breta næsta árið en oft komu þeir til þess að ræða við hann. Hann segist hafa talað máli ýmissa manna sem hann taldi að ranglega hefðu verið handteknir, en ekki síður rætt um að sumir nasistar hafi verið látnir óáreittir. Bretar voru svo ánægðir með hjálp hans að þeir buðu honum „njósnastörf“ í London árið 1941, en Hend- rik var mikill málamaður. Hann taldi sig þó ekki vera njósnara og taldi það til dæmis mikla óhæfu þegar hann var beðinn að koma upp um vini sína sem voru kommúnistar. „[Ég] hefi ekki vitandi vits gerzt sekur um að læðast aptan að félögum mínum til þess að svíkja þá í hendur vopnuðu liði.“ Hann getur þess ekki í bók- inni að hann hafi líka gefið upplýsingar um Íslendinga, en til eru erlend leyniskjöl um að hann hafi gefið bresku lögreglunni upplýs- ingar um íslenska nasista. Hatur hans á Hitler og nasismanum var slíkt að þetta taldi hann sjálfsagt. Sumarið 1941 tók Hendrik við föstum störfum fyrir herliðið, fyrst Breta og síðar Bandaríkjamenn. Flest fólust þau í að þýða skjöl og túlka þegar herliðið þurfti að hafa samskipti við Íslendinga. Af frásögn Hendriks má ráða að hann hefur oft náð að rétta hlut landans þegar á hann átti að halla, en þó sjaldnar en hann hefði viljað. Í engu breyttu störfin skoðunum hans á bandaríska og breska auðvaldinu, né heldur linaðist trú hans á „Uncle Joe“, en svo nefndu Bandaríkjamenn Stalín á þessum árum. Störfum hans fyrir herinn lauk í stríðslok eins og vænta mátti en ekki virðist Hendrik hafa verið sáttur við það. Beggja handa járn Þór Whitehead segir í bók sinni Bretarnir koma að líklega hafi félagar Hendriks í Sósíalistaflokknum vitað af þjónustu hans við Breta og lagt blessun sína yfir hana. Það gat komið sér vel að eiga þar bandamann í innsta hring. Kannski hefur Hendrik líka getað látið félaga sína vita um eitthvað sem að gagni mætti koma. Þór gefur í skyn að svo kunni að hafa verið. Hendrik hefur þá verið eins konar „double agent“ en það voru margir af þekktustu njósn- urum fyrr og síðar. Hendrik Ottósson lést árið 1966 og í minningargrein segir Thorolf Smith að hann hafi verið „háttvís drengskaparmaður, sem engum vildi illt, - öllum gott.“ Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri sagði: „Hann var líka ljúfmenni í samvinnu, léttur í lund, hjálpfús og ólatur til verka, hvort sem þau heyrðu honum til beinlínis og stranglega, eða hann hljóp undir baggann þegar þörf var á annars staðar. Hann var því vinsæll maður hvort sem menn voru honum annars sammála eða ekki og Hendrik var, þegar á fyrri árum sínum, einsteyptur og heilsteyptur maður í lífsstefnu sinni og þjóðmálaskoðunum. ... Hann var góður drengur og ágætur félagi og sérkennilegur maður.“ sky , Njósnarar Hendrik Ottósson.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.