Ský - 01.04.2007, Page 54

Ský - 01.04.2007, Page 54
Dúfnagildran Einu sinni þegar við vorum að labba heim frá leikhús- inu komum við þar sem nú er ráðhúsið. Þá var þar möl og drullupollar. Tjörnin spegilslétt og loftið ómaði af kvaki og fuglasöng. Þá gengum við fram á tvo stráka sem höfðu útbúið gildru til að veiða dúfur í og höfðu stillt upp pappakassa og settu spýtur í ef dúfurnar létu tælast. Í því skyni höfðu þeir sett æti undir kassann. Þegar pabbi sá þetta trylltist hann, trampaði kassann sundur og dansaði stríðsdans svo ætið klístraðist saman við mölina. Svo hélt hann ræðu eins og í kirkju að dúfur væru vængjaðar verur sem mætti ekki loka inni heldur ætti að leyfa þeim að fljúga frjálsum um. Texti: Elísabet Jökulsdóttir • Myndir: Fjölskyldualbúm o.fl. Engillinn fylgdi mér lengi Fyrir síðustu jól gaf Elísabet Jökulsdóttir út litla bók með örsögum um föður sinn, Jökul Jakobsson. Í bókinni bregður Elísabet upp nokkrum stuttum svipmyndum, minningabrotum. Bókin sem fyrst og fremst hefur verið dreift af höfundi í Melabúðinni nefndist Ísbjörninn á Hótel Viktoría. Hér birtum við nokkrar af minningum Elísabetar. 54 sk‡

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.