Ský - 01.04.2007, Qupperneq 55

Ský - 01.04.2007, Qupperneq 55
Sagan um kríuna sem sagði frí frí Í eitt skipti bjó pabbi til sögu um mig. Það var líka kría í sögunni. Krían flaug yfir hausnum á mér og reyndi að gogga í mig og sagði: Frí frí, frí frí. Ég hét Ella Stína í sögunni einsog í raun og veru. Ég man ekki eftir að það hafi gerst neitt meira. Það getur samt verið að það hafi gerst alveg fullt. Ég held að krían hafi til dæmis elt Ellu Stínu, kannski alla leið frá Seltjarnarnesi og út að Ægisíðu. Ég veit ekki af hverju mér finnst það en hvað um það, sagan er góð. Og engu lík- ara en pabbi hafi reynst forspár í þetta sinn því ég veit enga þyngri þraut en að fara í frí. Það er helst að það þurfi að blæða úr höfðinu. Fornminjar í Grikklandi Í Grikklandi fórum við einu sinni að skoða forn- minjar. Leiðsögumaður með kyndil hafði orð fyrir hópnum sem gekk í hringi á eftir honum. Fyrir innan stóra hofið var lítið hof og við fjöl- skyldan rákumst þangað inn. Það var kolniða- myrkur þar og grafarþögn. Þá sagði pabbi: Hér var konungurinn þegar hann þurfti að hugsa. Á Mokka Stundum fór ég með honum á Mokka þar sem hann sat og drakk kaffi með vinum sínum. Þar voru sömu rólegheitin. Pabbi talaði langmest af vinum sínum. Svo kom alltaf Guðný með kaffið. Ég þekki hana enn. Hún gaf mér rör í sínalkóið mitt. Pabbi þurfti alltaf að vera að fara á Mokka. Það var mjög áríðandi. Ég held að mér hafi fundist það áríðandi. Í einni ferðinni týndist ég í Banka- strætinu. Ég var skelfingu lostin. Ég var viss um að ég væri týnd að eilífu og enginn á jörðinni gæti fundið mig aftur. Þá kom pabbi og fann mig. Ég man samt ekki eftir því þegar ég fannst. sky , Engill útí Gróttu Einu sinni fórum við Illugi með pabba útí Gróttu en þar vorum við vel kunnug. Við laumuðumst inní gamlan verkfæraskúr og ég fann engil úr pappa undir gömlu drasli. Engillinn hékk í spotta og blés í trompet og fylgdi mér lengi. sk‡ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.