Ský - 01.04.2007, Side 72

Ský - 01.04.2007, Side 72
 72 sk‡ Ljúffeng sneið Mörk Norðausturkjördæmis liggja um Öxnadalsheiði og Tröllaskaga í vestri og við Djúpavog í suðri. Ef Íslandi væri skipt upp í fjóra skammta, líkt og tertu sem skorin er í búta, yrði kjördæmið ein sneið og ljúffeng í samræmi við innihaldið. Akureyri er höfuðstaður Norðurlands. Þar er fjölbreytt atvinnulíf og ekki síður er bærinn þekktur fyrir skóla sína. Veðursæld á Akureyri yfir sumartímann er rómuð enda gætir þar yfir sumartímann meginlandslofts- lags í líkingu við það sem gerist í Evrópu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar eru mikilvægar í atvinnulífi Norðausturkjör- dæmis, svo sem landbúnaður og sjávarút- vegur. Nýjar greinar eru í sókn og er þar nærtækt að nefna álver Alcoa Fjarðaáls, sem nú er að hefja starfsemi. Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína um Norður- og Austurland. Akureyri hefur mikið aðdráttarafl fyrir þá sem vilja sýna sig og sjá aðra – og margir skoða hina ægifögru náttúru Mývatns, fara í hvalaskoðun frá Húsavík eða leggja leið sína í þjóðgarð- inn í Jökulsárgljúfrum. Á Austurlandi vekja hinir miklu skógar áhuga ferðamanna og sífellt fleiri bregða undir sig betri fætinum og skoða hið sérstæða og ægifagra hálendi norðan Vatnajökuls. sky , NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Akureyri – Sundlaugin hefur mikinn sjarma. Atlavík.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.