Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Qupperneq 17
fomleifarannsókna (e. case-stndies), sem
þær endurskoða í kynjafomleifafræöilegu
Ijósi í greinum sínum. Brynja og
Ragnheiður sækja báðar efnivið sinn út
fyrir landsteinana en Sandra tekur fyrir
innlent efni. Brymja Qallar í sinni grein
um greftmn ungbama í Rómarveldi til
foma. Hún leggur fram athyglisverða
kenningu urn félagslega stöðu ungbama
sem endurspeglast í greffmnarsiðum þar
á þessum tíma. Af þeirn má ráða að ung-
böm hafi verið álitin utangarðs í samfélagi
Fomrómveija, vegna stuttrar tilvem þeirra
í jarðnesku lífí.
Ragnheiður skoðar í grein sinni þær
rannsóknir sem gerðar hafa verið á fatnaði
sem fannst við uppgröft á Heijólfsnesi á
Grænlandi snemma á 20. öld. Hún skoðar
jafnframt tengsl kyns, kvngervis og
klæðnaðar um leið og hún veltir fyrir sér
hlutverki fatnaðar almennt við sköpun
tákna um karl- og kvenleika. Ragnheiður
gagnn'nir þær aðferðir sem notaðar em
við greiningu fatnaðarins frá Heijólfsnesi
í karlk\ns og kvenkyns, en þær byggja að
því er virðist eingöngu á tilfinningu og
ályktunum þeirra fræðimanna sem
rannsökuðu fatnaðinn, þ.e. ekki á líffræði-
legum kyngreimngum þeirra beinagrinda
sem fundust með fötunum. Þó svo að
réttlæta megi það að rannsóknimar hafí
ekki byggst á vísindalegum greiningum
þegar þær vom unnar upphaflega árið
1924, og gefhar út á dönsku árið 1934, þá
má gagnrýna útgáfu íslenskrar þýðingar
dr. Kristjáns Eldjáms á niðurstöðunum
tæpurn 40 árum síðar þar sem engar
athugasemdir em gerðar við kynbundna
túlkun á fatnaðinum (sjá Norlund, P.
1972). Eins verður að teljast fíirðulegt að
Else östergárd skuli ennþá líta framhjá
kynjafomleifafræðilegum áherslum viö
endurskoðun sína á fatnaðinum árið 2004.
Sandra Sif Einarsdóttir tekur sem fyrr
segir fyrir imilent efiii með svipuðum hætti
og Ragnheiður í sinni grein en veltir um
leið fyrir sér stöðu kynjafomleifafræðinnar
hérlendis. Hún tekurtil umfjöllunar í þessu
sambandi kuml sem fannst á Öndverðar-
nesi á sjöunda áratug síðustu aldar. Hún
rekur sögu rannsókna á því, um leið og
hún sýnir fram á hvemig kynjafræðilegar
aðferðir hafa verið hundsaðar við
fomleifarannsóknir hér á landi. Sandra
bendir á að ítrekaðar tilraunir hafí verið
gerðar til þess að fella kumlið á Öndverðar-
nesi í ákveðiim flokk ríkulegra karlmanns-
kurnla, þrátt fyrir að samsetning þeirra
gripa og greinanlegra beinaleifa sem
fundust í því gefi annað til kynna.
Greiningar hafa nefhilega sýnt fram á að
í því hafí verið heygður fatlaður, ókyn-
greindur einstaklingur með alvæpni.
Greinasafninu lýkur með grein dr.
Robertu Gilchrist en hún bendir þar á
nauðsyn gagnnninnar notkunar á aldurs-
og tímaliugtakinu við fomleifarannsóknir.
Robertagerir í þessu sambandi greúiamiun
á hugtökunum lífsferli og lífshlaupi. Með
lífsferli er, samkvæmt skilgreiningu
Robertu. átt við ákveðin þrep sem eni gerð
sýnileg í lífi manneskjunnar með vígslum
af ýmsu tagi, s.s. við fæðingu, skím,
fermingu, giftingu o.s.frv. Lífshlaup er
einnig tengt aldri en snýr aftur á móti að
ákveðnum atburðum í lífi hvers
einstaklings. Roberta gagnrýnir jafnframt
í grein sinni hvemig aldurshugtakið, líkt
og tímahugtakið, hefur löngum verið byggt
á vestrænt miðuðum greiningum og notað
sem óbre\tanlegt og stöðugt viðmið innan
fomleifafræðinnar. Hún fer samhliða því
fram á að hinn iðnvæddi tími og
ímyndahlaðni aldur verði notaður með