Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Síða 35
voru ekki endilega frá Islandi. Þeir eru
engu aö síöur sameiginlegt minni okkar
um landnám Islands og hetjudáöir
(Steinunn Kristjánsdóttir, 2004. bls. 60).
Ekki er verra aö þeir em góð landkynning
og tekjulind innan lands og utan. Er ekki
baragott og blessað að bömunum sé blásið
eilítið þjóðarstolt í brjóst, þó svo að
fijálslega sé farið með staðreyndir?
Itrekað hefur verið sýnt fram á
vald minnisins - að það geti
mótast og því verið viðhaldið í
pólitískum tilgangi jafnt í
samfélögum á forsögulegum tíma
sem á sögulegum, það notað til
að fegra. skýra og réttlæta vald
eða yfirráð af ýmsu tagi (Steinunn
Kristjánsdóttir, 2004, bls. 53).
Auk þess er það ljóst, að með því að
sýna aðeins karla sem gerendur, konur
sem þolendur og aðra hópa nánast sem
ósýnilega. þá er í raun verið að samþykkja
að kenna bömunum aðeins sögu hluta
þjóðarinnar. Þetta á ekki eingöngu við
ýmsa hópa. því sagan má heldur ekki
stökkva yfir tímabil sem passa ekki inni
í liið sameiginlega, æskilcga minni okkar
í samtímanum. Örbirgð, niðurlæging,
kúgun og söguleg mistök eins og
handritaát forfeðra og formæðra okkar er
hluti af sögunni og menningararfmum -
og eiga því að vera hluti af minninu.
Rýnt í bækurnar
Talsvert hefur verið ritað um íslenskar
kennslubækur út frá feminísku sjónariiomi.
Meðal annars má nefna BA-verkefni
Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur í sagnfræði
frá árinu 1995, Hvað er svona merkilegt
vió þad ad vera karlmadur? Athugun á
hlut kvenna í kennslubókum í sögu fyrir
grunn- ogframhaldsskóla, og grein sem
Guöný Guðbjörnsdóttir skrifaði 1992.
Hins vegar fundum við enga umfjöllun
um bækumar út frá víðara kynjafræðilegu
sjónarhomi, þó líklega hafi einliver skoðað
þau mál.
1 grein sinni rekur Guðný þróun þess
hvemig fjallað hefur verið um konur í
kennslubókum, þ.e.:
1. Konur em ósýnilegar. Algengt
fram undir 1960 en ekki óalgengt
enn í dag.
2. Leit að týndu konunum [-
þegar ekki þótti nógu gott að hafá
kvenmannslausar kennslubækur. ]
3. Konur em sy'ndar sem kúgaður
minnihlutahópur. Hér var farið
að spyrja hvers vegna svona fáar
konur hafa orðið leiðtogar í
sögunni.
4. Konum lýst frá sjónarhomi
kvenna (eiginlegar kvenna-
rannsóknir).
5. Konur og kvennafræði sem
ögmn við fræðigreinar, viðmið
þeirra og kenningar.
6. Hin umbrey'tta námskrá og
námsefni. [Nú var ekki einungis
rætt jafnt um konur og karla,
heldur mismunandi stéttir,
kynþætti og aðra viðeigandi hópa
í hverju samfélagi] (Guöný
Guðbjömsdóttir, 1992, bls. 109).
Guðný telur íslenskt kennsluefiii flokkast
á 1.-3. stig árið 1992 og svo virðist vera
sem lítið hafi breyst síðan.
Það var ekki fy-rr en árið 1904 að fýrsta
sögukennslubókin var gefin út á íslandi.
Það var bók eftir Boga Th. Melsted sem