Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 38

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 38
Hvar eru hinir? Mynd 5 Bókarkápa fyrra heftis íslandssögu Þórleifs Bjarnasonar. hafí þeir reyndar átt konur. Sem dæmi um framtakssama karla má t.d. nefna Tiyggva Gunnarsson, „...fjölhæfasti og mesti athafnamaður á síðari hluta 19. aldar" (Þorsteinn M. Jónsson, [1958], bls. 25). Um hann er sagt: „Tryggvi var þjóðhaga- smiður. Hann reisti mörg hús, en nalhkunnast þeirra er Alþingishúsið. Hann smíðaði og bryggjur og brýr" (Þorsteinn M. Jónsson, [1958]. bls. 24). Ekki var Geir J. Zoéga afkastaminni því ,.[þ]egar hann fæddist, voru Revkvíkingar 700, en þegar hann andaðist, vora þeir 15.000” (Þorsteinn M. Jónsson, [1958]. bls. 27). Þurftu þeir virkilega enga hjálp við þetta? I bókunum er gerð afskaplega lítil tilraun til að setja sig inn í daglegt líf fólks. Undantekning er þó talsvert langur kafli í bók Þórleifs Bjamasonar urn daglegt líf allrar alþýðu á 18. og 19. öld, þar sem lýst er ýmsum verkum eftir árstíðum. Hér fær lesandinn það á tilfmninguna aö verkin vinni sig sjálf og fólk komi þar hvergi nærri. því vfirleitt er notað orðalag eins og ,,[þ]egar lömbin vom farin að stálpast. var þeim stíað frá ánum. ... Þegar féð var orðið filt, var það rekið heirn og riúð .... Ullin var síðan þvegin í gamalli ke\tu í stórum potti á útihlóðum” (Þórleifur Bjamason, 1968, bls. 81-82). Eflaust var ætlunin að gera umijöllunina fræðilegri með því að sleppa öllum persónu- fomöfnum en afleiðingin varð sú að frásögnin fjarlægðist gerandann og lesandinn fékk litla tilfinningu fyrir því hversu mikill þrældómur þetta hlýtur að hafa verið. Tóvinnu á vetrurn er þó líst svo: .Heima fyrir sat kvenfólk að tóvinnu, meðan karlmenn gegndu útiveikum, smíðum eða öðram störfum. En karlmenn tóku líka þátt í tóvinnunni, kembdu ull. prjónuðu og ófu” (Þórleifur Bjamason, 1968, bls. 85). Þeir þurftu sem sagt að vinnatvöfalda vinnu á meöan konurnar höfðu það notalegt heima í hlýjunni. Jafnvel þar sem fjallað er um mannlega hamileiki eins og Tyrkjaránið (1627) og Móðuharðindin (1783) fáum við lítinn skilning á því hvað fólkið varð að ganga í gegnum. Umljöllun um Tyrkjarániö er ofsalega rýr en segja má að Islandssagci Þórleifs Bjamasonar sé hér á mannlegri nótum, því tilraun er gerð til að draga upp mynd af upplifún fólksins. Fólkið var vamarlaust og grimmd ræningjanna skefjalaus. Þeir ráku fólk eins og fénað niður til strandarinnar. Þá. sem rcyndu að flý-ja, eltu þeir uppi (Þórleifur Bjamason. 1968, bls. 128). Gunnar Karlsson kemur ekkert inn á mannlega þáttinn í sinni bók. nefnir bara fjölda þeirra sem rænt var og drepnir. Hann segir frá Guðríði Símonardóttur á þeiman hátt: Sögur segja að hún hafi þótt falleg ambátt í Alsír. Jafnvel hafi sonur höfðingjans sem átti hana viljað giftast henni. Svo var Guðríður leyst út. í Kaupmanna- höfii á leiðimii heim kynntist hún rúmlega tvítugum íslenskum skólapilti sem hét Hallgrímur Pétursson. Þau fluttu heim til íslands og giftust og bjuggu lengi saman. Hallgrímur varð prestur og eittliveit besta skáld sem hefúr ort sálma á íslensku (Gunnar Karlsson, 1991. bls. 47). 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.