Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 44
Niðurlag
Það er svolítið erfítt að bera bækumar fyrr
og nú saman, því segja má að ekkert
mvnstur sé í því sem er frábrugðið í
bókunum eins og dæmin hér á undan s<Tia.
Stundum er t.d. umfjöllunin í eldri
bókunum á talsvert mannlegri nótum en
í yngri bókum Gunnars Karlssonar. Einnig
eru bækumar núna miðaðar viö ákveðna
bekki gmnnskóla og reynt er að hafa
málfar og efnistök svolítið í samræmi við
aldurshópinn. En helsti munurinn erlíklega
sá, að í nýju bókunum er meira fjallaö um
ákveðin þemu, í staö endalausrar
upptalningar á staðreyndum í tímaröð.
Það er í samræmi við eitt af megin-
markmiðunum með sögukennslunni í
aðalnámskránni. en um þau segir m.a.:
í þessari námskrá er stjómmálum
gaumur gefínn er jafnframt er
leitast við að breikka sögusviðið
þannig að auk stjómmála sé vikið
að öðmm þáttum mannlífs svo
sem menningu í víðri merkingu,
siðum og trú, hugarfari og
hugmyndastefnum, efnahag og
umhverfísmálum, félaglegum
málum hvers konar og þar á
meðal sögu ijölskyldu, kvnja og
bama (Menntamálaráðuneytið,
1999, bls. 27).
Ljóst er að hér er viðurkennt að fyrri
sögubækur hafi ekki gert mikið til að auka
skilning nemenda og hér virðist vera
markmiðið að hverfa frá þeirri miklu
áherslu sem lögð var á stórsöguna. í
samræmi viö þetta hafa líka sumir, sem
áður vom ósýnilegir í sögunni, fengið
sérstaka kafla í nýju bókunum, t.d. böm,
þó víða sé þar auðvitað pottur brotinn.
Þrátt fyrir ágæta spretti virðast háleit
markmið námskrárinnar engan veginn nást
og í raun hefur söguskoðun stórsögunnar
ekkert breyst þó efnistökin séu önnur á
köflum. Þess má geta að alltaf er það
sagnfræðin sem er útgangspunkturinn og
jafnvel íslendingasögumar og Gunnar
Karlsson minnist ekki á fomleifafræði í
bókunum (a.m.k. kemur orðið ekki fvrir
í atriðisorðaskrám). Þó segir áeinum stað
í námskránni: „Nemandi á að vita hvað
fomleifar og fomminjar em og hvemig
þærveitaupplýsingarum sögu mannsins"
(Menntamálaráðuneytið, 1999, bls. 14).
Algengarniðurstöður rannsókna
[ánámsbókum] em að [þær] hafi
kynferðislega slagsíðu sem m.a.
birtist í því að konur em nær
ósýnilegar eða þær em sýndar
sem ómerkilegri verur en karlar.
Þá em bæði kynin sýnd sam-
kvæmt hefðbundnum staða-
myndum og er námsefnið því
„enn kynskiptara en vemleik-
inn" (Guðný Guðbjömsdóttir.
1992, bls. 107).
Við teljum brýnt að frekari oröræða eigi
sér stað um hið sameiginlega minni sem
íslenskum börnum er innrætt í sinni
skyldumenntun. Sú karlmiðaða slagsíða
og kvnlegu staðalmyndir sem þar birtast
em óásættanlegar. Sú saga sem birtist í
hefðbundnum heimildum og söguritum
segir okkur aöeins að litlu leyti sögu
kvenna - og yfirhöfuð sögu þjóðarinnar
(ErlaHuldaHalldórsdóttir, 1998, bls. 46).
En Róm var ekki byggð á einum degi
og ólíklegt verður að teljast að í svo
íhaldsamri stofnun sem gmnnskólinn er
muni í náinni framtíð eiga sér stað örar