Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Side 84
einum að geta aðstoðað við uppeldi
bamabamanna (Hawkes, O'Connell og
Blurton, 1997).
Hinn líkamstengdi arfur
manneskjunnar
Innan þess aukna áhuga sem rannsóknum
á líkama manneskjunnar var sýndur var
þáttur þriðju kynslóðar femínista mjög
áberandi. Gmnnur rannsókna þeirra var
sóttur til kenmnga Michels Foucaults sem
benti á að allar mennskar vemr byggðu
tilgang og reynslu sína á samkeppni og
að slík skipan haldi áfram út allt lífíð
(1981). Innan eldri rannsókna varáhersla
lögð tabú og bönn sem tengdust
líkamanum, auk þess sem því var haldið
ffam að metafórur líkamans endurspegluðu
og mótuðu menningarleg viðhorf
(Douglas, 1966). Hvorki var tekið tillit til
hinnar sögulegu mótunar líkamans né
einstaklingsbundinnar reynslu hans.
Foucault tengdi þannig líkams-
mannfræðina og söguna saman (Lock,
1993, bls. 137-140), en þá þegar hafði
Pierre Bourdieu haft umtalsverð áhrif á
hugmvndir greinarinnar um líkamstengda
siði manneskjunnar (1977) og um leið
ögrað því einhlidasjónaihomi að líkaminn
væri aðeins sniðmát sem menningin væri
stimpluð á.
Kenning Bourdieus um habitns - hina
hagnýtu skynsemi að baki reglna sem
lærðar eru í gegnum hversdagslífið - hefur
haft víðtæk áhrif innan fomleifafræði (t.d.
Gilchrist, 1994). Beiting kenninga
Foucaults við fomleifafræðirannsóknir
hefúrekki verið vandamálalaus (Meskell,
1996), þó svo að Lin Foxhall hafí gert
tilraun til þess að beita þeim með
samanburði á kynjuðu samspili tíma,
aldurs og minnis í Grikklandi ti! foma.
Konur þar giftu sig fyrr og lifðu lengur
en karlar, og gengu í gegnum mismunandi
félagslega gildishlaðin tímabil. Áhrif
konunnar óx með aldrinum, því að vald
hennar vfír ættmennum og heimili jókst
þar til hún drottnaði yfir þremur
k\nslóðum fjölskyldunnar. Karlar öðluðust
aftur á móti víðtækara opinbert vald meö
aldrinum en héldu þó þeirri stöðu sinni í
styttri tíma, því áhrif þeirra minnkuðu
með aldrinum samhliða því sem
hemaðarleg geta þeirra hvarf. Karlar nutu
þó mun meiri athygli bæði í samtíð og
framtið fyrir opinber afrek sín, t.d. í
gegnum góðan hróður, reisn, orðstír og
minni. Minningarmörk þeirra gátu verið
allt ffá ríkulegu haugfé til eflirtektarverðra
bygginga, sem táknuðu forræðislega
karlmennsku þeirra þrátt fyrir að hún hafi
aðeins staðið í skamman tíma á
fúllorðinsárunum (Foxliall, 1994, bls. 137).
Á tíunda áratug síðustu aldar leituðust
mannfræðingar við að beita kennilegum
rannsóknum á mannslíkamann og ögmðu
þar með hinum „sönnu" greiningum
læknavísindanna (Fausto-Sterling, 1985)
um leið og hin hefðbundnu andstæðupör
líkami/sál og náttúra/menning voru
gagnrýnd (Jordanova, 1989). Þá leiddu
sagnfræðilegar rannsóknir á líkamanum í
ljós að kyn, sem áður var talið byggja á
náttúrulegri flokkun, væri í raun
menningarlega mótað. Tliomas Laqueur
færði með sannfærandi hætti rök fyrir
þeirri kenningu sinni að kynbundinn
munur á karli og konu hafi ekki orðið til
fí rr en við lok átjándu aldar, þegar slíkur
greinarmunur varð mikilvægur í pólitískri
umræðu vegna þátttöku kvenna í námi og
opinberu lífi (Laqueur, 1990). Hann sýndi
fram á að á miðöldum hafi eins-kyns
módelið (e. one-sex model) verið við lýði,