Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 89

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 89
Smávaxið upphaf: bai'nafornleifafræði Strax á upphafsárum femínískrar fomleifafræði mátti greina ríkan áliuga á því aö þróa innan greinarinnarundirgrein um bamafomleifafræði (Lillehammer, 1989). Freistandi erað rekja þennan áliuga til augljósar hlutdeildar femínista í rannsóknum á öldmn. Allt fiá útgáfu bókar Simone de Beauvoirs The Coming ofAge (1972) hafa verið gerðar tilraunir til þess að samþætta aðferðir og kenningar femínista: „Femínískar aldursrannsóknir bjóða upp á gmndvöll fyrir kenningar og andmæli gegn þeirri tilhneigingu að endurstaðsetja elli - og allan annar aldur - sem samfellda heild innan hvers lífshlaups." (Gullette, 2000. bls. 13). Rætur bamafomleifafræði má rekja til annarrar kynslóðar femínista. þó þessi undirgrein hafi þá ekki verið tengd aldursrannsóknum. í yfirlitsgrein sinni réttlætir Grete Lillehammer tenginguna með skyidleika barnafornleifafræði við rannsóknir á hlutverki kvenna sem mæðra: „... hugsanlega ættum við að létta byrði mæðra með því aö líta á börn sem verðugt rannsóknarefhi um efnismenninguna ..." (Lillehammer, 2000, bls. 18). Laurie Wilkie færði rök á móti þessari túlkun og benti á að rannsóknir á konum og bömum ættu ekki að vera of tengd vegna þess að slík tenging bvggði „... of mikið á líffræðilegum þáttum á kostnað menning- arlegra sem gætu endurvakið rótgrónar tilfinningalegar ímyndir.” (Wilkie, 2000, bls. 111). Upphaflega beindust rannsóknir innan barnafornleifafræðinnar einkum að sýnileika nýfæddra bama og ungabama í fomleifafræðilegu samhengi, um leið og dregnar voni þvemienningarlegar ályktanir um tengsl þeirra við efnismenninguna (Lillehammer, 1989). Áður höfðu böm verið algjörlegavanrækt sem rannsóknar- efhi innan fomleifafræðinnar: vanræksla sem segja má að hafi kallað á rannsóknir á aldri innan greinarinnar. Ástæður þess hversu lítill gaumur hefur verið gefinn að bömum innan fomleifafræöinnar. má að líkindum rekja til ríkjandi viðhorfs vestrænna samfélaga þar sem litið er á börn sem félagslega óvirka þegna, ónothæfa til efnahagslegrar framleiðslu og á jaðrinum menningarlega séð. Gengið var út frá því að viðhorf til barna og bemskunnar í fortíðinni hefði verið það sama og í dag. þar til femínistar vöktu athygli á þessari smekklausu og sjálf- miðuðu hlutdrægni. Fomleifafræðingar fóm þá að skoða hvemig bemskan getur verið menningarlega mótuð og sögulega afniörkuð, líkt og gert var innan annarra þátta félagssögunnar (Ariés, 1965). I vestrænum samfélögum nútímans er bemskunni lýst sem langvarandi uppeldis- tímabili þar sem böm em háð fullorðnum, auk þess sem jafhan er litið á tímabil bemskunnar sem kynlaust (Derevenski, 2000, bls. 4-5). Fomleifarannsóknir hafa sýnt fram á að þess konar ályktanir geta almennt ekki verið \ firfærðar á fortíðina (Derevenski, 2000: Moore og Scott. 1997). Böm tóku virkan þátt í efnahagslegum hlutverkum innan samfélagafortíðarmeð aðstoð sinni við öflun fæðu og hvers kyns framleiðslu á mat eða áhöldum, enda má sjá böm og jafhvel ungabörn oft sem kyntengt myndefni í fomri list (Meskell, 1999. bls. 101). Nýlegar rannsóknir á bömum hafa í raun stuðlað að tilkomu lífshlaupsrannsókna innan fornleifafræðinnar. Fornleifa- fræðingum hefur tekist að sýna fram á hvernig efnismenningin, einkum úr
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.