Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 2
Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu. Áskriftarkort Borgarleikhússins Vertu með í vetur! Miðasala borgarleikhus.is 568 8000 Gæsaveiðin fór hægt af stað í haust vegna þess að vorið og sumarið var kalt og engar kjöraðstæður fyrir fugla að koma upp ungum. Dúi J. Landmark, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir að veiðin hafi breyst mikið undanfarin ár. Hlýrra sé í veðri og menn geti veitt fram í nóvember. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari rakst á þennan hóp gæsa og álfta þegar hann var á ferð undir Eyjafjöllum. Fréttablaðið/VilhelmNáttúra Óttast er að brúin yfir Eldvatn við Ása gæti hrunið í hlaupinu í Skaftá. Hlaupið hefur grafið undan undir- stöðum brúarinnar en um helmingur þeirra stendur berskjaldaður við árfar- veginn. Þrátt fyrir varhugaverðar aðstæður við Eldvatn er hlaupið í rénun en Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlög- regluþjónn, segir að enn sé áin nokkuð straumhörð. „Fólk verður að fylgjast með því ef eitthvað verður um lokanir á þjóð- veginum og aka eftir merkingum. Við getum lækkað hámarkshraðann í kring um dyngjurnar. Fólk þarf að fylgjast vel með og fara varlega.“ Skaftárhlaupið þetta árið er það allra mesta á undanförnum árum en við upptök hlaupsins, við Sveinstinda, náði vatnsmagnið rúmum 2.100 rúm- metrum á sekúndu. Rennslið við Eldvatn náði hámarki um hádegisbil á föstudaginn eða um 2.200 rúmmetrum á sekúndu. Vatnið flæðir inn á hraunið sem umlykur svæðið og gerir Veðurstofan ráð fyrir að þar flæði meira næstu daga. Hlaupið náði lágmarki í gær og mælingar Veðurstofu sýndu að vatns- magnið var rétt yfir 250 rúmmetrum á sekúndu en flóðið byrjaði að aukast rétt fyrir klukkan sex í gær  og var þá um 320 rúmmetrar á sekúndu. – srs Brúin hangir á bláþræði hlaupið náði hámarki um hádegisbil á föstudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm Flogið yfir SuðurlandVeður Samfélag „Ég er hæstánægður með þessi verðlaun og það er gaman hvað íslenskum kvik- myndum gengur vel þessa dag- ana,“ segir Grímur Hákonarson. Kvikmynd hans, Hrútar, vann um helgina Gullna augað á kvik- myndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku  fimmtán myndir þátt í keppninni. Grímur var viðstaddur verð- launaafhendinguna í Zürich og tileinkaði verðlaunin íslenskri kvikmyndagerð. - ngy Hrútar unnu aðalverðlaunin Grímur hákonarson Allhvöss suðaustanátt á austur- helmingi landsins í dag, en mun hægari um landið vestanvert. Rigning sunnan til og á köflum talsverð suðaustanlands, en lengst af úrkomulítið fyrir norðan. lögreglumál Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar og eru þeir á þrítugs og fertugsaldri. „Þetta er mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða en rann- sóknin gengur vel,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið. Hún bætir við að ekki sé hægt að veita upplýsingar um hvaða efni ræði né magn þeirra. Hins vegar sé um mikið magn fíkniefna að ræða. Þá segir Aldís að efnagreining hafi farið fram og að rannsókn málsins sé í fullum gangi. Þrír einstaklinganna voru úrskurðaðir í þriggja vikna gæslu- varðhald og einn þeirra í viku. Hæstiréttur hefur staðfest alla úrskurðina. Þetta er þriðja stóra fíkniefna- málið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einn- ig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Fundust efnin í niðursuðudósum, varadekki bifreiðarinnar sem þau grunuðu voru á og tveimur gaskút- um. Hollenskt par situr nú í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefna- málum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana. „Það er mikið áhyggjuefni hversu mikið magn virðist flæða hér inn í landið en að sama skapi ánægjulegt að vita að lögregla og tollur séu að ná árangri í að hindra flæðið að ein- hverju leyti,“ segir Aldís. nadine@frettabladid.is Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Hámarksrefsing 12 ár Þau grunuðu gætu átt yfir höfði sér tólf ára fangelsisdóm vegna málsins en það er hámarksrefsing fyrir innflutning fíkniefna. Almenn hegningarlög segja að hver sem andstætt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni flytur inn, flytur út, kaupir eða lætur af hendi ávana- og fíkniefni skuli sæta fangelsi allt að 12 árum. Samkvæmt tölum sem Fangelsismálastofnun tók saman fyrir vefritið Kjarnann í nóvember á síðasta ári var meðallengd refsinga þeirra fanga sem þá afplánuðu fyrir stórfelld fíkniefnabrot í íslenskum fangelsum, eða öðrum úrræðum utan þeirra, um 68 mánuðir. Það þýðir að meðallengd dóms hvers og eins þeirra er fimm ár og sjö mánuðir. Það er mikið áhyggjuefni hversu mikið magn virðist flæða her inn í landið Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlög- regluþjónn Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið. Bifreiðin kom til Íslands með Norrænu. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan segir áhyggjuefni hve mikið af fíkniefnum flæðir inn í landið. 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 m á N u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 1 -E 2 3 0 1 6 C 1 -E 0 F 4 1 6 C 1 -D F B 8 1 6 C 1 -D E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.