Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 19
BaðherBergi MÁNUDagUr 5. októBer 2015 Kynningarblað Byko, húsasmiðjan, ikea, innlit í falleg baðherbergi. Árið 1991 opnaði BYKO fyrst deild undir nafn-inu Hólf & gólf í kjallara eldri verslunarinnar í Breidd- inni. Í dag er hins vegar stór og glæsileg valvörudeild undir sama gamla nafni í stórversl- un BYKO í Breiddinni. BYKO hefur um áratuga bil þjónu- stað jafnt verktaka og heimili landsins þegar kemur að bað- herbergjum. Örugg þjónusta Þau skipta þúsundum, bað- herbergin á heimilum lands- ins, sem hafa verið innréttuð frá Hólfi og gólfi undanfarna áratugi enda hafa verktakar alla tíð geta fengið allt sem þarf til að fullgera baðherbergi hjá BYKO að sögn Arnar Haralds- sonar, sölustjóra BYKO. „Ég hóf störf hér árið 2001 og hef því þjónustað verktaka í um fjórtán ár. Við gefum þeim til- boð í öll verk og leitum um leið tilboða fyrir þá að besta verði þegar kemur að stórum verk- efnum. Það er mjög virk sam- keppni í þessum bransa hér á landi og því þurfum við að standa okkar pligt en í krafti stærðar og styrks BYKO getum við veitt viðskiptavinum okkar ekki bara gott vöruúrval heldur líka gott verð.“ Þekkt vörumerki eru eitt að- alsmerki BYKO og þar er Hólf og gólf engin undantekn- ing. „Helstu merkin okkar eru Grohe og Gustavsberg en auk þeirra má nefna Villeroy & Boch, Duravit, Svedbergs, Stei- rer, E-Stone, Krono Original, Herholz og Damixa. Flestir í verktakabransanaum þekkja þessi merki okkar enda höfum við alltaf boðið upp á góða þjónustu í kringum þau. Það skiptir t.d. miklu máli varðandi blöndunartækin að öll varal- hlutaþjónusta sé 100%.“ Grohe er leiðandi merki í blöndunartækjum og hefur verið í boði hér á landi í nær 40 ár. „Við bjóðum upp á mjög breiða vörulínu frá þeim, allt frá einföldum gerðum upp í hátísku hönnun. Auk þess er Grohe stöðugt að koma fram með nýjar línur þannig að vöru- úrvalið hér breytist reglulega.“ Þegar svo stórum viðskipta- mannahópi er sinnt skiptir miklu máli að lagerstaðan sé góð. „Verktakar þurfa að geta gengið að vörum hér fljótt og örugglega þegar stór verkefni og mörg eru í gangi. Í krafti stærð- ar sinnar á BYKO yfirleitt stóran lager af algengustu gerðum og stuttur afhendingartími er einn- ig að jafnaði á sérpöntunum.“ Persónuleg ráðgjöf Heimili landsins geta valið úr fjölda innréttinga, gólfefna og blöndunartækja hjá BYKO enda má finna þar allt á einum stað fyrir baðherbergið; allt frá tannburstaglasi til sturtuklefa. Sérstakur stílisti, Ásta Sig- urðardóttir, leiðbeinir við- skiptavinum með val og sam- setningar á f lísum og innrétt- ingum auk þess að veita ráðgjöf um litaval og annað sem teng- ist baðherberg i nu. „V ið- skiptavinum finnst mörgum gott að geta leitað til fagaðila þegar kemur að svona stórum ákvörðunum. Enda notfæra margir sér þjónustuna þegar stórar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar eða jafnvel einfaldar endurbætur.“ Fyrsta skrefið að sögn Ástu er gera sér grein fyrir pening- um sem á að eyða í verkefnið og síðan er unnið út frá þeim upplýsingum. „Stílistinn sest niður með viðskiptavinin- um og þeir ræða saman hvaða stíll og litir eiga að vera á bað- herberginu. Einnig skoða þeir saman rýmið og velta fyrir sé hvernig nýta megi það sem best. Saman skoða þeir svo úr- valið í sameiningu og velja flís- ar, innréttingar, tæki og annað sem fullbúið baðherbergi þarf að búa yfir.“ Auk Ástu starfar frábært starfsfólk hjá deildinni með áralanga reynslu sem gagnast viðskiptavinum vel við erfiðar ákvarðanir. „Við leggjum mik- inn metnað í góða þjónustu enda koma viðskiptavinir okkar margir hverjir aftur og aftur.” Helstu vörumerki BYKO eru vönduð og þekkt fyrir góða end- ingu. Meðal þeirra helstu má nefna Gustavsberg, Villeroy & Boch, Grohe, Herholz-hurðir, Svedberg-innréttingar, parket frá Krono Original svo eitthvað sé nefnt. Stöðugt er boðið upp á nýj- ungar í baðherbergi lands- manna og nefnir Ásta m.a. fal- legar baðplötur sem þola að vera inni í sturtuklefanum og rakadrægt parket sem hentar vel á gólf baðherbergja. „Það auðveldar vinnuna við að gera upp baðherbergið. Ekki eins mikið rask og vinnan verður öll miklu hreinlegri.“ Hólf og gólf er í opnu og vel hönnuðu rými þar sem m.a. má finna sýningarbása með upp- settum baðherbergjum. „Hér er vítt til veggja og þægilegt að skoða úrvalið í ró og næði með aðstoð starfsfólks okkar. Auk þess er alltaf heitt á könnunni þannig að hingað eru allir vel- komnir.“ Byggt á traustum grunni Í deildinni Hólf og gólf í BYKO Breiddinni er boðið upp á breitt vöruúrval þegar kemur að baðherbergjum. Deildin byggir á traustum grunni þar sem áhersla er lögð á góða þjónustu. Sérstakur stílisti veitir viðskiptavinum ráðgjöf varðandi uppsetningu baðherbergis. Ásta Sigurðardóttir stílisti leiðbeinir viðskiptavinum BYKO og Örn Haraldsson sölustjóri þjónustar verktakafyrirtækin. MYND/ANTON BriNK 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 2 -8 5 2 0 1 6 C 2 -8 3 E 4 1 6 C 2 -8 2 A 8 1 6 C 2 -8 1 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.