Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 8
Þarftu aðstoð við gerð ársreiknings? Cand.oecon, viðskiptafræðingur í reikningsskilum hjá www.skatt.is S. 661 3703, skatt@skatt.is Skatt - bókhald&skil ehf Heilbrigðismál Eins og komið hefur fram í umfjöllun Fréttablaðsins síðustu daga geta rakaskemmdir og myglusveppseitrun valdið alvarlegu heilsutjóni til skemmri og lengri tíma. Þeir sem veikjast vegna rakaskemmda heima hjá sér geta sjálfir brugðist við. En þeir sem veikjast vegna raka- skemmda á vinnustað og mæta ekki skilningi atvinnurekenda þurfa að velja á milli starfsins og heilsunnar. Þótt atvinnurekendur taki málin föstum tökum er ferlið svo langt og óskipulagt að hætta er á að fólk hrökklist hvort eð er úr vinnu og geti átt erfitt með að eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Kostnaðurinn er á herðum fólksins sjálfs; læknaheimsóknir, lyf, veikinda- réttur skerðist, atvinnuöryggi er ógnað og heilsan verður aldrei söm. Til að fá bætur þarf að fara í einkamál þar sem sveppaveikindi eru ekki skilgreind sem atvinnusjúkdómur á Íslandi. Hrökklast úr starfi vegna myglusvepps Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. Arndís Kjartansdóttir var að vinna í átta ár í tölvudeild Hafnarfjarðarbæjar. Hún var stöðugt með sveppaeinkenni í fjögur ár af þeim tíma. „Myglusveppurinn uppgötvaðist ekki fyrr en síðastliðið haust en þá var ég nýhætt að vinna þarna. Hafnar- fjarðarbær átti mjög erfitt með að taka við fréttunum og engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Starfsmenn voru að lokum sendir í læknisskoðun hjá trúnaðarlækni en hann skilaði engum niðurstöðum fyrr en búið var að ganga hart að honum í sjö mánuði.“ Arndís segir þrettán manns hafa unn- ið í húsinu og telur hún að um helm- ingur hafi fundið fyrir einkennum. Hún segir viðhaldi á húsnæði ábótavant og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að viðgerðum sé ekki enn lokið. Fólk vinnur samt enn í húsnæðinu. „Það eru greinilega engir ferlar til að fara eftir þegar svona kemur upp. Ég held það sé allt of algengt að lítið sé gert úr málinu og reynt að þagga það niður. Kannski upplifa vinnuveitendur skömm í kringum þetta. Svo flækir mál- ið að aðeins hluti starfsmanna finnur fyrir einkennum og vinnuveitandi getur gert þannig lítið úr vandanum.“ Arndís situr uppi með viðvarandi veikindi. „Fyrir utan fjárhagslegt og líkamlegt tjón þá hugsa ég stundum hvað hefði gerst ef ég hefði ekki hætt. Ég hefði ekki viljað fara aftur í hús- næðið. Ég hefði þurft að velja á milli starfsins og heilsunnar.“ Vandanum er sópað undir teppi Arndís segir að það verði að búa til feril sem atvinnurekendur fara eftir. FréttAblAðið/Anton brink Petra Eiríksdóttir hóf störf á nýjum vinnustað árið 2012 og varð fljótt ólík sjálfri sér. „Ég var týpan sem aldrei var þreytt, stundaði nokkrar vinnur, hafði enda- lausa orku og fannst svefn vera óþarfi. En eftir marga mánaða vanlíðan og endalausa þrautagöngu í leit minni að svörum hvers vegna heilsu minni hafði hrakað uppgötva ég að ég er orðin sjúklingur – alltaf þreytt, skelfileg líðan og með óbærilegt exem. Veikindin tengdi Petra við vinnu- staðinn þar sem henni skánaði alltaf í fríum. Þá fór Petra í veikindaleyfi en hún var orðin svo langt leidd að það var ekki nóg að fara úr mygluað- stæðum. „Ég endaði á spítala og var göngu- deildarsjúklingur þar til í júní síðast- liðnum. Þá var ég að verða sjálfri mér lík og hef störf á nýjum vinnustað í ágúst síðastliðnum en þá blossa öll einkennin upp aftur. Þá áttaði ég mig á því að ég verð viðkvæm fyrir þessu út ævina og mun líklega aldrei geta verið í húsnæði með vott af raka- skemmdum.“ Nýr yfirmaður Petru sýndi henni mikinn skilning. Hún fór strax í veik- indaleyfi sem dregst þó af veikinda- rétti hennar, jafnvel þótt hún sé aðeins veik í vinnunni. Ráðist var strax í að athuga með rakaskemmdir á vinnu- staðnum – sem er grunnskóli með hundruð nemenda. Þetta var fyrir mánuði og rannsóknum á húsnæðinu enn ólokið. „Ef þetta væri eitthvað annað en myglusveppur tel ég að væri brugðist öðruvísi við. Ef það myndi kvikna í væri reykhreinsað samdægurs til þess að reykurinn hefði ekki slæm áhrif á heilsu kennara og nemenda.“ Þar sem niðurstaða er ekki fengin í málinu er Petra enn heima í veikinda- leyfi. Hún viðurkennir að þessi óvissa hafi tekið ansi mikið á andlegu hliðina. „Ég var búin að hlakka til að komast aftur út á vinnumarkaðinn en þarf svo að fara strax aftur í veikindaleyfi. Ég elska að vera innan um fólk en er í hálfgerðri útlegð heima hjá mér. Bara það eitt og sér að vera kippt út úr sinni daglegu rútínu eykur vanlíðan. Þrautagangan sem þessi veikindi hafa verið er eitt og óvissan um framtíðina er annað. Í öllum öðrum veikindum ætti ég afturkvæmt í vinnuna mína. Ég kæmist í kaffi til vinnufélaga í veik- indaleyfinu og ég gæti hlakkað til að hefja störf aftur. En nú er allt svo óvíst. Kemst ég aftur í vinnuna? Verð ég aftur veik? Hvað gerist þá – vill einhver ráða mig ef ég kem alltaf upp um raka- skemmdir og rándýrar framkvæmdir fylgja í kjölfarið?“ Er að truflast á því að vera föst heima í veikindaleyfi Petra segir óvissuna um vinnuþátttöku sína vera versta. FréttAblAðið/Anton brink „Við erum fjórar sem erum frá vinnu á BUGL þessa dagana vegna myglu,“ segir Rósa Steinsdóttir listmeð- ferðarfræðingur. Hún veiktist fyrst fyrir tíu árum vegna myglunnar. „Ég var að vinna í kjallaranum í gömlu byggingunni og varð mjög lasin. Þegar ég tengdi veikindin við myglu bað ég um launalaust leyfi. Ég var frá vinnu í eitt og hálft ár. Á þessum tíma var lítil þekking og umræða um myglusvepp og enginn möguleiki að fá skrifað upp á veik- indaleyfi.“ Vinnuaðstaða Rósu í kjallaranum var gerð upp í kjölfarið. Engin sýni voru tekin heldur eingöngu málað yfir skemmdirnar. Svo í mars síðast- liðnum, tíu árum síðar, þegar farið var að kanna kjallarann greindust átta tegundir af myglusvepp. „Ég sneri aftur til vinnu árið 2007 en fékk nýja vinnuaðstöðu. Það gekk vel þar til núna í vor, þá fóru ein- kennin að koma aftur.“ Hvernig var tekið á því? „Í þetta skipti var hlustað á mig. En það var ekkert afgerandi gert í því strax. Í ljós kom að fleiri voru að veikjast og loksins var kallað til fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í þessu. En ég hef verið frá vinnu frá því í júní.“ Rósa er enn að eiga við afleiðingar af myglusveppnum þótt erfiðustu einkennin hafi gengið til baka. „Ég fæ enn endurteknar sýkingar í nefhol og ég er mun viðkvæmari fyrir sýkingum, til dæmis í munni. Tannlæknakostnaðurinn vegna þess er mikill undanfarin tíu ár og það hef ég greitt úr eigin vasa. Ég reyndi að fá stéttarfélagið mitt til liðs við mig en það gat lítið gert þar sem þetta svið er illa kortlagt.“ Rósa segir það hafa verið erfitt að mæta úrræðaleysinu fyrir tíu árum. „Það hefur orðið bylting á þessu sviði en það þarf að gera betur. Vekja áhuga fleiri vísindamanna á þessu fyrirbæri og ferlið þegar myglu- sveppur finnst þarf að ganga hraðar. Það er ekki í lagi að veikindi, sem orsakast af aðstæðum á vinnustað og þú þarft mögulega að eiga við það sem eftir er, skerði veikindaréttinn.“ Myglan grasseraði á BUGL í tíu ár rósa hefur borgað hundruð þúsunda í tannlæknakostnað úr eigin vasa. Myglueitrun ekki viðurkenndur atvinnusjúkdómur Eina leiðin til að fá bættan fjárhags- legan skaða, heilsutjón og skerðingu á lífsgæðum sem verður vegna myglusveppseitrunar á vinnustað er að fara í skaðabótamál við atvinnu- rekanda. Fólk þarf að greiða máls- kostnaðinn sjálft. Þetta staðfestir Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuhátta- deildar hjá Vinnueftirlitinu. „Vegna þess hve erfitt er að sanna samband á milli veikinda og myglusvepps þá eru veikindin ekki skilgreind sem atvinnusjúkdómur. Það sama má segja um veikindaréttinn, það er erfitt að fá vottorð frá læknum sem staðfesta óyggjandi tengsl. Án veikindavottorðs er lítið hægt að gera í málinu.“ Víðir segir þó nokkurn fjölda mála vegna rakaskemmda koma á hans borð. „Ég get skilið að fólki finnist eins og það sé ekki brugðist skjótt við. Það þarf að taka sýni og greina þau. Ferlið er ansi langt.“ En eru starfsmenn settir í hættu á meðan? Til dæmis á Bugl? „Þar eru um mistök að ræða. Bæði var seint tilkynnt til vinnueftir- litsins og mistök voru gerð hjá okkur þegar farið var í húsið í fyrsta skipti.“ Er gert of lítið úr þessum málum? Er þetta tískubóla? „Þetta er engin bóla heldur raunverulegt vandamál. Mögulega var tekið of létt á þessu áður fyrr en það er öðruvísi í dag.“ Ef það myndi kvikna í væri reykhreinsað samdægurs til þess að reykurinn hefði ekki slæm áhrif á heilsu kennara og nemenda. Petra Eiríksdóttir Ég reyndi að fá stéttarfélagið mitt til liðs við mig en það gat lítið gert þar sem þetta svið er illa kortlagt. Rósa Steinsdóttir Hafnarfjarðarbær átti mjög erfitt með að taka við fréttunum og engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Arndís Kjartansdóttir Það er erfitt að fá vottorð frá læknum sem staðfesta óyggjandi tengsl. Án veikindavottorðs er lítið hægt að gera í málinu. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Þolendur myglusvepps sem hafa orðið veikir á vinnustað Leikskólar, þjónustumiðstöðvar, endurhæfingarstöð, líkamsræktarstöð, grunnskólar og skrifstofur á vegum ríkis og sveitarfélaga eru meðal þeirra staða sem nefndir eru. Fjórir höfðu lent í veikindum á fleiri en einum vinnustað. *Opin órekjanleg könnun á Facebook og einkaskilaboð til blaðamanns. Svör ríflega fjörutíu manns sem höfðu orðið veik á vinnustað voru notuð. 40% áttu ekki aftur- kvæmt til starfa á sama vinnustað 20% fóru í launað veikindaleyfi 10% fóru í ólaunuð veikindaleyfi 20% eru enn veik í vinnunni 10% áttu ekki aftur- kvæmt á vinnu- markað 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 m á N U D A g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -9 9 A 0 1 6 C 3 -9 8 6 4 1 6 C 3 -9 7 2 8 1 6 C 3 -9 5 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.