Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 22
Steindór Elísson, verslunarstjóri hjá Slippfélaginu í Dugguvogi, segir að algengt sé að fólk máli baðherbergi. Það sé ódýrari kostur en að flísaleggja. Einnig þurfi yfirleitt að mála eitthvað meðfram flísum. „Gæta þarf að þegar málað er í kringum baðkar eða sturtu að hreinsa vel með góðum fituhreinsi. Það er til mjög gott hreinsiefni sem heitir Delf- in fettlösare sem vinnur vel á fitumynd- un. Það er blandað einn á móti einum í vatni og úðað á flötinn. Síðan er efnið látið standa í 20 mínútur áður en það er skolað af. Gott er að nota efnið í sturtuklefum og á veggi í kringum baðkar.“ Steindór segir að ef málningin sé farin að flagna við baðkarið þurfi að skafa allt slíkt í burtu og spartla með rakaþolnu spartli. Síðan er grunnað með vatnsheld- um akrýlgrunni og síðan er mikilvægt að mála með akrýl-málningu sem er til í fjór- um gljástigum, 7, 20, 35 og 85% gljáa. Hún er myglu- og sveppaþolin. Við ráðleggjum fólki alltaf að nota slíka málningu á bað- herbergi og jafnvel í þvottahúsum líka.“ Steindór segir að oft þurfi að mála loft- in á baðherbergjum þótt veggir séu flísa- lagðir og þá er þessi sama málning notuð. Hún er miklu sterkari en venjuleg inni- málning og hentar vel þar sem er mikill raki og bleyta. Raki getur skapað sveppa- myndun. „Ef notuð eru rétt efni gefst vel að hafa baðherbergið málað í stað flísa,“ segir Steindór. Þegar hann er spurður um vinsældir lita um þessar mundir, segir hann að ljósir litir séu alltaf vinsælastir. „Allir ljósir litir eru vinsælir, alveg hvítir eða hvíttónað- ir. Ég seldi reyndar svartan lit á baðher- bergi fyrir stuttu, þannig að þetta er auð- vitað misjafnt. Gráir tónar hafa sömuleið- is verið vinsælir lengi en eru á útleið fyrir pastelliti,“ segir Steindór sem hefur unnið í málningarbransanum í 32 ár og veit hvað hann syngur í þessum efnum. „Litatískan fer alltaf í hringi.“ Steindór segir að ef málað er af fag- mennsku og með vönduðum efnum geti málningin dugað í sex ár og jafnvel leng- ur. „Oft er fólk bara að skipta um liti frek- ar en að málningin sé orðin ljót.“ Mikið hefur verið rætt um myglusvepp undanfarið. Steindór segir að ef einhver svartur blettur sjáist í hornum eða ann- ars staðar á málningunni þurfi þeir sér- staka meðhöndlun. „Við eigum til klór- sápu sem heitir Alg & Mögeltvätt en hún drepur alla virkni í blettinum. Efninu er úðað á blettinn og látið standa í 20 mínút- ur. Síðan þrifið á eftir. Þá er óhætt að mála yfir án þess að eiga á hættu að myglu- sveppur breiðist út.“ Þrífa þarf fitu af veggjum áður en baðherbergið er málað aftur Margir kjósa að mála allt baðherbergið í stað þess að flísaleggja. Oft eru flísar lagðar til hálfs á móti málningu. Það þarf þó að hafa ýmislegt í huga áður en málað er og vanda skal til verksins. Ljósir litir eru vinsælastir um þessar mundir en pastellitir að koma. Ljósir litir eru vinsælir á baðherbergið. Hægt er að fá fallega liti með handklæðum. Hvít baðherbergi eru vinsæl um þessar mundir. Pastel-litir eru þó að koma sterkir inn. Hægt er að koma í veg fyrir myglusvepp. Sá allra dýrasti Dýrasti klósettpappír sögunnar er úr 22 karata gullflögum og kostar rúllan um 163 milljónir króna. Um er að ræða þriggja laga pappír sem fram- leiddur er af ástralska fyrirtækinu Toilet Paper Man. Eftir að starfsmenn þess höfðu notað gullslegið klósett í Dubai í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum fyrir nokkrum árum kom þessi hugmynd eðlilega upp: Hvers vegna ekki að fara alla leið og framleiða klósettpappír úr gullflögum? Undirbúningur hófst strax við heimkomuna og nú er varan loks komin á markað. Á þessu stigi hefur fyrirtækið þó bara framleitt eina rúllu enda tæpast mikil eftirspurn eftir slíkri lúxusvöru. Eðalvara á borð við þessa er seld í glæsilegum gjafaumbúðum auk þess sem dýrindis kampavín fylgir að sjálfsögðu hverri rúllu. Viti menn ekki aura sinna tal má skoða þann möguleika að fjárfesta í gullhúðuðu klósetti sem Hang Fung Gold Technology Group selur en stykki kostar um 315 milljónir króna. Að sögn talsmanns fyrirtækisins er klósettpappírinn 100% öruggur fyrir afturendann. Gullklósettpappír BAÐHERBERGIS- Mán. - fim. kl. 09-18 - Föstud. kl. 09-17 Lokað á laugardögum í sumarÞitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum styrkur - ending - gæði HÁGÆða DaNSKar Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is 15Ára StofNað 2000 iNNrÉttiNGar Opið ánud. – föstud. kl. 09-18 laugard ga 11-15 Kynning − auglýsing 5. október 2015 MÁNUDAGUr4 Baðherbergi 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 3 -4 F 9 0 1 6 C 3 -4 E 5 4 1 6 C 3 -4 D 1 8 1 6 C 3 -4 B D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.