Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 46
Sápur til SkrautS
Það fer ekki fram hjá neinum sem skoðar íslensk jafnt
sem erlend heimilis- og lífsstílblöð að sápur í hvers
kyns pumpum njóta vinsælda á baðherbergjum. Það
þykir smart að hafa fljótandi handsápu í fallegri
pumpu við vaskinn og góðan handáburð í sams
konar pumpu þar við hlið. Helst á lyktin að vera sú
sama. Þarna bera Aesop-sápurnar höfuð og herðar
yfir aðrar en þær koma í dökkbrúnum pumpum
með einföldum hvítum miða og minna um margt á
meðalaglösin í apótekum forðum. Sömuleiðis þykir
smart að hafa sjampóið og hárnæringuna í stórum
pumpum við baðkarið eða sturtuna. Það má því í
raun segja að sápurnar hafi öðlast nýjan tilgang.
Kynning − auglýsing 5. október 2015 MÁNUDAGUr8 Baðherbergi
tækni á klóinu
Margir vilja lesa blöðin á meðan
þeir sitja á klósettinu, öðrum til
mikils ama. Aðrir taka með sér
spjaldtölvu eða snjallsíma. Nú
hefur verið þróaður standur fyrir
klósettpappír þar sem er sér-
stakur haldari fyrir spjaldtölvuna.
Fólk þarf því ekki að halda á
iPadinum á meðan það gerir
þarfir sínar. Það er amazon.com
sem býður þennan „nytsama“ fyrir
þá tölvuóðu. Söluaðilar segja að
þetta auki þægindin á heimilinu,
hægt sé að stilla spjaldtölvuna
eftir þörfum hvers og eins. Hægt
er að lesa bók, kíkja á blöðin eða
jafnvel horfa á sjónvarpið án þess
að þurfa að halda á spjaldtölv-
unni. Standurinn er úr vönduðu
krómi og hann kostar frá 3.832
krónum á amazon.com.
Heilnæmt
fótadekur
Það er fátt betra en að fara í fóta-
bað og láta þreytuna líða úr sér.
Sé það gert reglulega og fæturnir
snyrtir um leið eykst vellíðan um
allan skrokkinn. Það er líka miklu
skemmtilegra að vera með fallega
snyrta fætur og þó tær þyki ekki
endilega hin allra mesta prýði
getur góð umhirða gert mikið
fyrir útlit þeirra.
Hér er uppskrift að góðu fóta-
dekri. Fylltu hæfilega stóran
bala með volgu vatni og bættu
smá salti við en það virkar vel á
sprungna hæla. Láttu fæturna
hvíla í vatninu í um það bil 20
mínútur. Þerraðu fæturna vel á
eftir. Stundum getur verið gott að
raspa þurr svæði á eftir, sömu-
leiðis að klippa neglur og þrýsta
naglaböndum niður. Eftir það má
skola fæturna og þerra á ný. Síðan
er gott að bera á þá feit krem
eða góðar olíur. Það er óþarfi
að hlaupa út í búð eftir þeim.
Alveg eins gott að nota ólífuolíu
eða kókosolíu. Því næst er ráð
að smeygja sér í góða sokka og
skríða upp í rúm. Þannig mýkjast
fæturnir yfir nóttina og verða fínir
daginn eftir.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
C
2
-8
5
2
0
1
6
C
2
-8
3
E
4
1
6
C
2
-8
2
A
8
1
6
C
2
-8
1
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
4
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K