Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 21
Aldís Axelsdóttir sölustjóri segir nýja baðdeild rúm­góða og því hægt að sýna fjölbreytt úrval, enda séu bað­ herbergi afar misjöfn. „Reyndar eru þau stærri hér á landi miðað við víða annars staðar, en í flest­ um tilvikum þarf að nýta pláss­ ið mjög vel.“ Hún segir að það sé nánast sama hver stærð bað­ herbergisins sé eða að hvaða stíl fólk sé að leita – það ætti að finna eitthvað við hæfi í vöruúrvali IKEA. „Veggfestu skápunum og vaskaskápunum er hægt að raða saman eftir þörfum. Flestir vilja setja upp eins mikið af skápum og plássið leyfir til að hafa sem mest af hirslum. Svo er líka hægt að fá frístandandi skápa á mjög góðu verði,“ segir Aldís. Þar sem plássið sé lítið henti best að hafa handlaugina sem nettasta. „Þar hentar til dæmis minnsta stærð­ in í LILLANGEN línunni full­ komlega, enda er hún hönnuð til að nýta lítið rými sem best. GODMORGON er svo vinsæl­ asta línan okkar í baðherbergis­ deildinni.“ Henni tilheyri breitt úrval af vaskaskápum og vegg­ skápum í nokkrum litum, spegl­ um og lýsingu. „GODMORGON hefur verið vinsæl um árabil, enda falleg og sígild, og svo er hún með 10 ára ábyrgð, eins og öll blöndunartækin. Vegg­ skápar með spegilhurðum eru mjög vinsælir enda er tilvalið að nýta plássið bak við spegil­ inn fyrir snyrtivörur og smádót, sem flestir kannast við að safn­ ist upp á baðherberginu. Það er í raun mjög mikið sem þarf að koma fyrir á baðherberginu; snyrtivörur, smádót, hreinlætis­ vörur, handklæði, baðleikföng og annað. Hirslurnar eru því mjög mikilvægar svo hægt sé að halda herberginu snyrtilegu,“ segir Aldís. Einföld uppsetning Hún segir uppsetningu á inn­ réttingunum einfalda, og á flestra færi að sjá um hana, en viðskiptavinum standi líka til boða fjölbreytt þjónusta gegn vægu gjaldi ef þeir vilji það heldur. „Ef ætlunin er að hanna nýtt baðherbergi frá grunni er Home Planner teikniforritið okkar fyrsta stoppistöð. Það er hægt að nálgast það frítt á vefn­ um okkar. Þar eru allar innrétt­ ingarnar, úrval af nýjum borð­ plötum, vaskar, blöndunartæki og aukahlutir. Það er því hægt að leika sér með liti, vörur og útlit þangað til rétta innrétt­ ingin og heildarútlitið er fund­ ið. Forritið heldur líka utan um öll vörunúmerin svo ekkert gleymist þegar komið er í versl­ unina. Það er því mjög sniðugt að nýta sér það sem mest,“ segir Aldís. Lítil skref breyta miklu Ef f járhagurinn, t ími eða annað bjóða ekki upp á al­ gjöra yfirhalningu á baðher­ berginu, eða ef innrétting­ in er í góðu lagi en þörf á smá endurnýjun, segir Aldís samt hægt að gera mikið í smærri skrefum. „Stundum þarf þó ekki stórframkvæmdir til að breyta heilmikið til. Það er hægt að nota vefnaðarvöru, spegla, plöntur og aðra auka­ hluti til að gjörbreyta baðher­ berginu á einfaldan og hag­ kvæman hátt. Það getur gert mikið að skipta aðeins um stíl, skipta til dæmis stílhreinu stáli út fyrir mynstur og mýkt – eða öfugt,“ segir Aldís. Það sé alltaf gaman að breyta til og að fólk finni örugglega það sem vant­ ar í baðherbergisdeild IKEA – allt frá nýjum handklæðum til innréttinga. Notalegt baðherbergi gerir daginn svo miklu betri Baðherbergið er í aðalhlutverki á heimilinu í upphafi dagsins og aftur þegar honum lýkur. Herbergið tengist hreinlæti og snyrtingu og því sjálfsagt að gera það sem notalegast. Baðherbergisdeildin í IKEA er nú sérstaklega glæsileg eftir umfangsmiklar endurbætur nýlega. Þar er fjölbreyttum innréttingum stillt upp ásamt aukahlutum eins og speglum, lýsingu, smávöru og vefnaðarvöru þannig að hver sá sem er að hugleiða endurnýjun á baðherberginu ætti að fá fullt af innblæstri og góðum hugmyndum. Þegar innréttingin er komin á sinn stað er útlitið fullkomnað með fallegri smávöru. Litrík vefnaðarvara setur sterkan svip á hvítt baðherbergi – og svo er einfalt að breyta til eftir þörfum. LILLÅNGEN línan er tilvalin á lítil baðherbergi. Grunnur vaskaskápur og hár skápur nýta plássið til fulls. GODMORGON línan er vinsælasta baðherbergislínan í IKEA, enda sígild og með 10 ára ábyrgð. Hér eru notaðir RÅGRUND aukahlutir úr hlýlegum bambusvið, sem er umhverfisvænt og sterkt náttúrulegt hráefni. Það eru ótal smáhlutir sem þarf að geyma á baðherberginu. Með snjöllum hirslum verða skúffurnar skipulagðar og óreiðan er á bak og burt. 5. október 2015 3Kynning − auglýsing Baðherbergi 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 3 -2 8 1 0 1 6 C 3 -2 6 D 4 1 6 C 3 -2 5 9 8 1 6 C 3 -2 4 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.