Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 50
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hera Karlsdóttir ljósmóðir, Hjallaseli 55, áður að Neðstaleiti 4, lést á hjartadeild Landspítalans 28. september. Fanney Davíðsdóttir Ingibjörg Snorradóttir Guðm. Geir Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gottskálk S. Rögnvaldsson fyrrverandi útsölustjóri ÁTVR á Siglufirði lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, þann 29. september. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 17. október kl. 14. Rögnvaldur Gottskálksson Auður B. Erlendsdóttir Gunnar Gottskálksson Erla Ó. Hermannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, Arnbjörg Jónsdóttir Waage lést 29. september. Útförin verður frá Kópavogskirkju 8. október kl. 13. Guðbjörg H. Waage Ágústa Waage Ingólfur Tryggvason Guðný Waage og barnabörn. 1143 Konungsríkið León viðurkenndi sjálfstæði Portúgals. 1923 Albert Guðmundsson, knattspyrnu- og stjórn- málamaður, fæddist. 1944 Konur í Frakklandi fengu kosningarétt. 1946 Alþingi samþykkti að veita Bandaríkjunum afnot af landi á Miðnesheiði. Samningurinn olli miklum deilum. 1946 Melaskóli í Vest- urbæ Reykja- víkur hóf starfsemi sína. 1991 Blönduvirkjun var vígð. 2011 Steve Jobs, banda- rískur frumkvöðull og hugvitsmaður á sviði tæknivísinda, lést.  Merkisatburðir „Jafnréttisstefnan sem við vinnum að innan háskólans er mjög góð. Við reynum að hafa dagana í ár skemmti- lega og yfir þeim verður hátíðarbragur,“ segir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, en Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag. Viðburðurinn eru haldinn sjöunda árið í röð og lýkur dagskránni föstudag- inn 16. október næstkomandi. „Jafnréttisdagar tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og skoða fjöl- breytileika, forréttindi, þöggun, jafn- réttisbaráttu, vald og mismunun,“ segir Arnar og nefnir sem  dæmi að fléttað verði saman jafnrétti kynjanna og íslamófóbíu. Áhersla verði lögð á þau tækifæri sem skapast með því að setja hugmyndir um hið  „eðlilega“ og hið undirskipaða undir smásjána. „Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er til- raun til að sameina hátíðarbrag og gagn- rýna sýn á jafnréttismál,“ segir Arnar. Hann segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti ásamt því að auka sýnileika jafnréttismála og virkja þá fjölmörgu aðila sem vinna að jafnrétti. Jafnréttisdagar eru samstarfsverk- efni Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en allir háskólar á Íslandi taka þátt í dögunum í ár. „Síðan byggist þetta líka á samstarfi milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Til dæmis vinna sumir sem mæta í stjórnsýslunni, sumir eru í námi og aðrir í kennslu eða rannsókn- um. Einnig kemur fólk með mismunandi pælingar. Til dæmis koma sumir með hinsegin pælingar, til dæmis um mál- efni trans fólks og aðrir með pælingar um jafnrétti kynjanna.“ Fyrsti viðburður Jafnréttisdaga er í kvöld og er myrkvaður viðburður. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum viðburði og verður þetta klárlega öðruvísi upp- lifun, að minnsta kosti fyrir sjáandi gesti. Sjáandi og blindir listamenn koma fram og verður hið sjónræna lagt til hliðar og önnur skilningarvit virkjuð.“ Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttis- daga 2015 og er aðgangur öllum heimill. nadine@frettabladid.is Tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis Jafnréttisdagar 2015 hefjast í dag í sjöunda árið í röð. Leitast verður við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti. Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, segir að leitast verði við að skapa opna umræðu og aukinn skilning á jafnrétti. Dalai Lama, andlegur trúarleiðtogi Tíbeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels þann 5. október 1989 fyrir friðsamlega baráttu fyrir frelsi þjóðar sinnar. Hann barðist fyrir friðsamlegum lausnum sem byggðust á umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu til að viðhalda sögulegri og menningarlegri arfleið Tíbets. Egil Ári, formaður norsku nóbels- nefndarinnar, afhenti verðlaunin og við það tækifæri sakaði Dalai Lama Þ ETTA G E r ð i ST 5 . o kTÓ b E r 1 9 8 9  Dalai Lama hlaut friðarverðlaun Nóbels Dalai Lama hefur skrifað margar bækur um frið, kærleika, hamingju og andleg málefni. NorDicphotos/afp Kínverja um að herða stöðugt tökin á Tíbetum. Árið 1959 lögðu Kínverjar Tíbet undir sig og hraktist Dalai Lama í út- legð ásamt fjölda munka til Indlands. Þar var hann í þrjá áratugi. Hann hefur síðan þá ferðast um allan heim til að kynna búddadómi og talað fyrir frelsi Tíbets. Dalai Lama hefur skrifað margar bækur um frið, kærleika, hamingju og andleg málefni. – ngy Dagskráin er fjölbreytt og byggist á þverfaglegu samstarfi þar sem gerð er tilraun til að sameina hátíðarbrag og gagnrýna sýn á jafnréttismál. Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 M Á N U D A G U r18 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -E 2 3 0 1 6 C 1 -E 0 F 4 1 6 C 1 -D F B 8 1 6 C 1 -D E 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 4 1 0 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.