Fréttablaðið - 05.10.2015, Blaðsíða 20
Hvernig myndir þú lýsa baðherbergj-
unum þínum?
„Baðherbergin eru tvö og hvort
með sinn karakterinn. Aðalbað
herbergið er kvenlegra með frí
standandi kari, steyptu gólfi og
marmara. Það má segja að það
sé undir smá Parísaráhrifum.
Gestabaðherbergið er aðeins
töffaralegra með svörtum flísum
sem lagðar eru í „herringbone“
eða fiskibeinamynstur frá gólfi
og upp í loft. Í sturtunni er svo
lóðrétt óbein lýsing sem skapar
kynþokkafulla stemningu. Inn
réttingar og blöndunartæki eru
eins á báðum baðherbergjunum;
sprautulakkaðar með viðarborð
plötu og vaski á borði. Tækin eru
svört.“
Á hvað lagðir þú áherslu – hver var
innblásturinn?
„Mig langaði til að prufa eitt
hvað nýtt og njóta þess að hanna
fyrir sjálfa mig og mína. Hug
myndin var að skapa notalega
en skemmtilega stemningu –
eitthvað í líkingu við herbergi
á „boutique“ hótelum þar sem
oft ríkir nútímalegt og útpælt
þema,“ segir Sæbjörg en henni
þykir gaman að hanna baðher
bergi sem minna á hótelbaðher
bergi. „Ég vil hafa smá lúxus í
bland við notagildi enda verja
flestir miklum tíma á baðher
berginu.“ Gestabaðið var upp
haflega minna en Sæbjörg og
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is
s. 512 5429
Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
Stærra baðherbergið er kvenlegra með frístandandi kari, steyptu gólfi og marmara. MYNDIR/ANTON
Sæbjörg sérpantaði blöndunartækin frá
Ástralíu.
Gestabaðið er töffaralegra með svörtum flísum sem lagðar eru í fiskibeinamynstur.
Sápurnar á gestabaðherberginu eru frá
Zara Home. Röndótta skálin var keypt í
Marokkó. Höndin er frá Hay.
Diskurinn undir Aesop sápunum, sem fást
meðal annars í Ilmhúsinu, er frá ILVU og
kertastjakinn líka. Svörtu eyrnapinnarnir
eru frá Muji. Þessi skreyting er á stærra
baðherberginu.
Sæbjörg rekur hönnunarstofuna S i D. Hún
útskrifaðist sem innanhússhönnuður árið
2011 og hefur unnið við fagið síðan bæði
á arkitektastofum erlendis og hérlendis.
Hægt er að skoða verk hennar á heima-
síðunni sid.is
Innréttingarnar og blöndunartækin eru
eins á báðum baðherberjum; sprautulakk-
aðar með viðarborðplötu og vaski á borði.
Eitt mikilvægasta rými heimilisins
Innanhússhönnuðurinn Sæbjörg Guðjónsdóttir segir eldhús og baðherbergi þau herbergi heimilisins sem skipta hvað mestu þegar
kemur að því að selja eignir. Standi til að gera breytingar á þessum rýmum borgar sig því að vanda vel til verka og hugsa málin til
enda. Sjálf keypti hún hús árið 2013 og hannaði meðal annars bæði bað og gestasalerni. Hún féllst á að sýna afraksturinn.
eiginmaður hennar stækkuðu
það til að rýma fyrir sturtu. „Það
er því frekar langt og mjótt en ég
ákvað að leika mér að lengd
inni með því að leggja flísarnar
í fiskibeinamynstur sem bein
ist að endanum og heldur áfram
upp vegginn og svo yfir loftið í
sturtunni. Ég setti svo sérstak
lega glært gler án festinga til að
trufla ekki mynstrið.“
Hvaðan koma innréttingarnar, gólf-
efni og flísar?
Ég hannaði þær og fékk GKS
til að smíða. Gólfið var steypt,
pússað og mattlakkað. Flísarnar
á gestabaðinu eru úr Flísabúð
inni en ég lét saga þær niður til
að gera mynstrið. Ég sérpant
aði svo vaska og blöndunartæki
frá Ástralíu því ég fann ekki það
sem mig langaði í hér heima,“
segir Sæbjörg en hún er dugleg
að fylgjast með nýjungum sem
rata ekki alltaf hingað til lands.
„Ég reyni alltaf að skapa eitt
hvað nýtt fyrir hvern viðskipta
vin og reyni yfirleitt að sérpanta
eitthvað frá útlöndum enda
ekkert gaman að fá hönnuð til
að hanna fyrir þig rými sem er
svo bara alveg eins og hjá næsta
manni,“ segir Sæbjörg en hún
hefur komið að hönnun hótela,
veitingastaða og verslana ásamt
því að hanna fyrir einkaheimili
og skrifstofur.“
Að hverju þarf að huga þegar baðher-
bergi er breytt?
„Ég mæli auðvitað með að fólk
leiti til fagmanns sem kemur
með góðar lausnir og hannar
rýmið svo það nýtist sem best
og með þarfir eiganda í huga.
Baðherbergi og eldhús eru þau
herbergi sem selja hvað mest og
mikilvægt að hugsa sig vel um
áður en farið er af stað í breyt
ingar. Það þarf að hugsa rýmið
til enda og skipuleggja það vel.“
Að hverju þarf helst að huga varðandi
lýsinguna?
„Hún skiptir mjög miklu máli
á baðherbergjum og þarf að
vera góð til að rýmið nýtist sem
best. Að mínu mati virkar góð
blanda af beinni og óbeinni lýs
ingu best. Oft breytir miklu að
bæta dimmer á ljósin sem fyrir
eru og best er að hafa þau ekki
öll á sama slökkvara til að geta
skapað mismunandi stemn
ingu.“ Ljós beint ofan á höfuðið
fyrir ofan spegil og vask mynd
ar að sögn Sæbjargar skugga á
andlitið. „Því þarf oft að bæta
við vegglýsingu sem skín fram
an á andlit eins og margir kann
ast við í förðunarherberjum leik
húsanna. Þetta skiptir sérstak
lega máli ef ætlunin er að mála
sig við spegilinn.“
Hvaða skraut og fylgihlutir finnst þér
tilheyra á baðinu?
„Það fer alveg eftir karakter íbúa.
Mér finnst fólk þó mega vera að
eins djarfara ef það er með gesta
baðherbergi og nota til dæmis
hringlaga spegil, skemmtilega
vegglampa eða hangandi ljós.
Það má líka alveg hugsa út fyrir
kassann og skella myndum upp
á vegg eða á hillu. Punkturinn
yfir iið er svo auðvitað góður
ilmur, sápur og kannski upprúll
uð þvottastykki sem bíða gesta.“
Er einhver baðherbergistíska ríkjandi
um þessar mundir?
„Mér finnst margir vera að
gera þau aðeins persónulegri.
Blöndunartæki í öðrum litum
en krómi eins og messing eða
svörtu eru líka áberandi. Sömu
leiðis opnar sturtur og frístand
andi baðkör. Þá er ekki endi
lega verið að skella flísum á öll
gólf og upp um alla veggi, enda
þarf þess heldur ekki. Það er til
dæmis vel hægt að nota máln
ingu eins og Akrýl 7 frá Lita
landi en hún er frábær í stað
flísa. Þá finnst mér lögun og
stærð flísa líka vera að breyt
ast. Þessar hefðbundnu 30x60
eru að víkja fyrir skemmti
legum stærðum eins og 80x80
og 10X10 svo dæmi séu nefnd.
Þegar kemur að fylgihlutum
og skrauti má segja að Aesop
og La:Bruket sápurnar tröllríði
öllu ásamt fallegum grænum
plöntum sem lífga upp á rýmið.
Kynning − auglýsing 5. októbeR 2015 MÁNUDAGUR2 Baðherbergi
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
2
-A
C
A
0
1
6
C
2
-A
B
6
4
1
6
C
2
-A
A
2
8
1
6
C
2
-A
8
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
4
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K