Fréttablaðið - 05.10.2015, Page 6
Liðsmenn Pegida-hreyfingarinnar í Þýskalandi efndu til kröfugöngu í gær. Þeir héldu meðal annars á borða þar sem stendur „Friðsamleg og sam-
einuð gegn trúarstríðum á þýskri grund“. Á sama tíma og Þjóðverjar hafa tekið flóttamönnum frá stríðshrjáðum löndum opnum örmum aukast
áhyggjur mannréttindasamtaka í Evrópu af auknum uppgangi rasista í Þýskalandi. NordicPhotos/afP
Frakkland Að minnsta kosti sex
tán eru látnir og þriggja er saknað
eftir mikil flóð og storma sem geis
að hafa á frönsku Rívíerunni síðan
á laugardag.
Gríðarlegt magn af vatni flæddi
um borgirnar Antibes, Cannes,
Nice og svæði þar í kring. Í kjöl
far flóðanna hafa lestarstöðvar og
undirgöng fyllst af vatni og yfir
gefnir bílar standa á götum borga
og bæja á svæðinu.
Þrír eldri borgarar eru á meðal
þeirra látnu en flóð skall á elliheim
ili í borginni Biot þar sem þeir voru
búsettir en borgin er í rúmlega sjö
kílómetra fjarlægð frá Antibes.
Að minnsta kosti sjö manns
drukknuðu þegar flóðið lokaði þá
inni í bílum sínum í bílastæða
húsum og undirgöngum að sögn
björgunarsveita í Mandelieula
Napoule. Henri Leroy, bæjarstjóri
sveitarfélagsins, sagði að hugsan
lega ættu fleiri lík eftir að finnast.
Þá drukknuðu þrír þegar bílar
þeirra festust í göngum nálægt
Vallauris GolfeJuan. Kona á sex
tugsaldri er sögð hafa drukknað á
götum borgarinnar Cannes þegar
stormurinn skall á borginni á
laugar dag og sagði borgarstjóri
Cannes, Davis Lisnard, að dæmi
væru um að bílar á götum borgar
innar hefðu runnið út í sjó í kjölfar
mikils vatns á götunum.
Rigningin hófst á frönsku Rívíer
unni á laugardagskvöld. Samkvæmt
fréttum breska ríkis útvarpsins,
BBC, er talið að á einungis tveimur
dögum hafi rigningin í borginni
Nice samsvarað tíu prósentum af
meðalrigningu á ári.
Áin Brague flæddi yfir bakka sína
í kjölfar rigninganna og flæddi vatn
inn í nálægar borgir og bæi.
Forseti Frakklands, Franco is Hol
lande, hefur lýst atburðunum sem
náttúruhamförum á þeim svæðum
sem flóðin náðu til en hann heim
sótti elliheimilið í bænum Biot í
gærmorgun og hvatti íbúa til þess
að fara varlega, einnig þakkaði
hann björgunarfólki fyrir störf sín
og sendi samúðarkveðjur til þeirra
sem eiga um sárt að binda vegna
atburðanna.
Samkvæmt BBC hefur helstu
hraðbrautum í gegnum svæðið
verið lokað, lestakerfið á svæðinu
liggur niðri og leituðu hundruð
túrista skjóls á flugvellinum í Nice
í fyrrinótt. Um 27.000 heimili eru
rafmagnslaus vegna flóðanna.
gydaloa@frettabladid.is
Minnst sextán látnir í
flóðum í Frakklandi
Gríðarleg rigning í Frakklandi hefur orsakað mikil flóð á frönsku Rívíerunni.
Minnst sextán eru látnir og mögulegt að fleiri lík finnist. Hátt í 30 þúsund heim-
ili rafmagnslaus. Hraðbrautum lokað og lestakerfið fór úr skorðum.
dómsmál „Við vissum það alveg frá
byrjun að við værum með unnið mál.
Spurningin var bara hversu mikils
virði eru mannréttindi og friðhelgi
einkalífs einstaklings,“ segir fyrrver
andi aflraunamaðurinn Magnús Ver
Magnússon.
Aðalmeðferð í skaðabótamáli
hans gegn íslenska ríkinu fór fram í
Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi.
Magnús fer fram á tíu milljónir króna
í miskabætur frá ríkinu auk dráttar
vaxta og málskostnaðar vegna ólög
mætrar meingerðar í hans garð. Ríkið
fer hins vegar fram á verulega lækk
aðar dómkröfur og að málskostnaður
verði felldur niður. Ekki er farið fram
á sýknu.
Upphaf málsins má rekja til þess að
Magnúsi var tilkynnt um það frá lög
reglunni að hann hefði verið beittur
ýmsum rannsóknarúrræðum í rann
sókn sem beindist gegn honum á
sínum tíma, þar með talið að hlera
síma hans, nota eftirfararbúnað í bif
reið hans sem og að setja hlustunar
búnað í bifreið í umráðum hans.
„Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð
ég bara reiður. Þeir fengu heimild til
þess að hlusta á öll mín símtæki, þar
á meðal símanúmer sem dóttir mín,
sem þá var tíu ára gömul, notaði.“
Málið snerist um meinta aðkomu
Magnúsar að stórfelldum innflutningi
á fíkniefnum til landsins. Rannsókn
inni var að lokum hætt en fylgst var
með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er nátt
úrulega bara kerfishrun hjá lögreglu
og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara
borga lágmarksbætur en við gerum
kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir
eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil
ég að það verði slegið fast á hendurnar
á þeim,“ segir Magnús og bætir við að
dómurinn verði fordæmisgefandi og
að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk
sér hag í því að sækja rétt sinn í stað
þess að sá slagur muni ekki borga sig.
„Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að
gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær.
Magnús talar um að dómstóll göt
unnar skipti sig máli. „Nafnið mitt
er vörumerki sem ég byggi afkomu
mína á. Ég var sterkasti maður í heimi
og rek æfingaklúbb sem heldur hina
ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti
fatlaði maðurinn. Með þessu er með
gróflegum hætti verið að rægja mig
og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en
hann segir að í kjölfar fréttaflutnings
af málinu hafi hann tekið eftir því að
viðskipti við sig hafi minnkað vegna
neikvæðs viðhorfs í sinn garð.
„Svo var mun erfiðara að fá styrktar
fé vegna viðburða sem ég skipulagði.“
Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir
hans hafi orðið fyrir einelti sem byrj
aði vegna málsins. Hún þurfti af þeim
sökum að skipta um skóla. „Hún var
spurð hvort pabbi hennar væri glæpa
maður og svo hættu vinkonur hennar
að tala við hana.“ Magnús gerir ráð
fyrir að krakkarnir í skólanum hafi
heyrt umræður um málið á heimili
sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“
Annað dæmi um það hvaða áhrif
málið hefur haft á Magnús er að hann
er undantekningarlaust stöðvaður
af tollvörðum í Keflavík þegar hann
kemur til landsins. Hann segist ferðast
reglulega vinnu sinnar vegna. „Toll
verðirnir koma hlaupandi að mér
undantekningarlaust í hvert einasta
skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar
mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og
að það sé brotið gegn jafnræðisreglu.“
Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska
ríkinu verður kveðinn upp þann 14.
nóvember næstkomandi.
nadine@frettabladid.is
Þung byrði á fyrrverandi
sterkasta manni heims
sveitarstjórnir Ferðamönnum á
Suðurlandi fjölgaði um hálfa milljón
á síðustu tveimur árum. Bæjarstjórn
Hornafjarðar segir ótækt að samt eigi
að draga úr fjárframlögum ríkisins til
embættis lögreglustjóra á Suðurlandi
á næsta ári.
„Fjöldi íbúa á bak við hvern lögreglu
mann á Suðurlandi er 601. Til saman
burðar er hann á landinu öllu 500
íbúar. Þar fyrir utan er ferðamanna
fjöldinn langmestur um Suðurland,“
segir bæjarstjórn Hornafjarðar. – gar
Minna í lögreglu
þótt fólki fjölgi
sve itarstj ó rn i r Bæjarstjórn
Garðabæjar hefur samþykkt til
lögu Gunnars Einarssonar bæjar
stjóra um að hann semji reglur
á grundvelli sveitarstjórnarlaga
um að fundir fastanefnda bæjar
st j ó r n a r G a r ð a b æ ja r ve r ð i
almennt haldnir í heyranda
hljóði og opnir.
„Skýrar reglur um opna fundi eru
til þess að auðvelda íbúum að setja
fram ósk um opna fundi,“ segir í til
lögunni. – gar
Ætla að opna
nefndarfundi
Bílar liggja eins og hráviði um götur borga og bæja á frönsku rívíerunni.
fréttaBlaðið/afP
Óttast aukinn rasisma í Þýskalandi
27.000
heimili urðu rafmagnslaus
vegna flóðanna um helgina
Magnús fer fram á tíu milljónir króna í
miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og
málskostnaðar vegna ólögmætrar mein-
gerðar í hans garð. fréttaBlaðið/VilhelM
Gunnar
einarsson
Hundruð ferðamanna
leituðu skjóls á flugvellinum
í Nice í fyrrinótt
5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 m á n U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
2
-F
B
A
0
1
6
C
2
-F
A
6
4
1
6
C
2
-F
9
2
8
1
6
C
2
-F
7
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
4
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K