Fréttablaðið - 05.10.2015, Síða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
FÁANLEGUR
MJÚKUR,
MEDIUM OG
STÍFUR
Verð kr. 19.900
www.betrabak.is
C L A S S I C C O M F O R T K O D D A R
TEMPUR® TRADITIONAL HEILSUKODDINN
Sígild lögun þessa kodda veitir unaðslega tilfinningu og þægilegan
stuðning í öllum svefnstellingum. Fáanlegur mjúkur, medium og stífur
– sígild þægindi fyrir alla.
Hentar nær öllum
svefnstellingum
Ólöf ósammála Hæstarétti
Hæstiréttur staðfesti í síðustu
viku úrskurð Útlendingastofn-
unar um að senda tvo hælis-
leitendur til Ítalíu þar sem þeir
hafa lagt inn hælisumsókn. Þetta
skýtur skökku við þar sem Ólöf
Nordal innanríkisráðherra lýsti
ólíkri stefnu í svari við spurningu
Steinunnar Þóru Árnadóttur á
Alþingi þann 17. september. „Það
er rétt sem kom fram hjá hæst-
virtum þingmanni að Íslendingar
senda ekki hælisleitendur til
baka til Grikklands nú um
stundir. Grikkland er ekki talið
öruggt land. Það á einnig við um
Ítalíu og Ungverjaland, þau eru
til viðbótar ekki talin örugg lönd.
Það er ekki óhætt að senda fólk til
baka þangað,“ sagði Ólöf.
Tækifæri til úrbóta
Málið er hið undarlegasta þar
sem stjórnvöld hafa skuldbundið
sig til að létta undir með ríkjum
eins og Ítalíu og Grikklandi með
því að taka á móti flóttafólki. Á
sama tíma eru tveir menn sendir
aftur til Ítalíu. Það er mál manna
að málaflokkur hælisleitenda
hafi ekki verið upp á marga
fiska hér á landi en niðurstaða
Hæstaréttar vakti mikla gremju
meðal almennings. Nú er lag fyrir
innanríkisráðherra að fylgja eftir
orðum sínum á Alþingi og bæta
hag hælisleitenda.
stefanrafn@frettabladid.is
Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október ár hvert.Til dagsins var stofnað að frumkvæði UNESCO og
Alþjóðasamtaka kennara (Education International) árið
1994. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á því
mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á hverjum degi
fyrir einstaklinga og samfélög og lykilhlutverki kennara í
gæðamenntun komandi kynslóða. Um 30 milljón kennarar
í 171 landi tilheyra Alþjóðasamtökum kennara.
Á Alþjóðadegi kennara í ár munu Alþjóðasamtök kenn
ara, alþjóðastofnanir og þjóðarleiðtogar koma saman til að
vekja athygli á markmiðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa
sett fyrir árið 2030 um sjálfbæra þróun og lykilhlutverk sem
kennurum er ætlað til að þau nái fram að ganga.
Við íslenskir kennarar erum stoltir af því að tilheyra
öflugri heimshreyfingu kennara sem berst fyrir sjálfbæru
samfélagi, friði og réttlæti.
Hlutverk kennara hefur aldrei verið eins mikilvægt og
nú í að byggja upp sjálfbært samfélag en stór liður í því er
gæðamenntun fyrir alla, jöfn tækifæri til menntunar og vel
menntaðir einstaklingar. Menntun er réttur allra en ekki
fárra útvaldra. Kennarar gegna meginhlutverki í því að
vinna að réttlátu samfélagi í öllum heiminum.
Styðja þarf markvisst við kennara til að ná þessu mark
miði. Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því mikilvæga hlutverki
sem kennarar hafa í menntun barna og þætti kennara í að
gera ungu fólki kleift að verða virkir þátttakendur í sam
félaginu.
Til að vinna að samfélagslegum jöfnuði þurfa kennarar
að vera vel menntaðir, kennarastarfið þarf að vera metið
að verðleikum og eftirsóknarvert fyrir ungt fólk. Kennarar
þurfa að búa við góð starfsskilyrði og vinnuumhverfi. Kenn
arar eru sérfræðingar í námi og kennslu. Virða ber faglegt
sjálfstæði kennara og treysta skal fagmennsku þeirra.
Stjórnvöld þurfa að leggja sig fram við að eiga samstarf og
samræður við kennara og samtök þeirra og móta stefnu og
aðgerðir um mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélagið.
Kennarar – til hamingju með daginn!
Menntun réttur allra en
ekki fárra útvaldra
Kennarar
gegna megin-
hlutverki í
því að vinna
að réttlátu
samfélagi í
öllum heim-
inum.
Ástæðuna
fyrir hæga-
ganginum má
eflaust rekja til
þess að
fjárhagslegir
hagsmunir
þeirra sem að
búunum
standa eru
teknir fram-
yfir hagsmuni
dýranna sem
eru ræktuð
við skelfilegar
aðstæður.
Þórður
Hjaltested
formaður KÍ
Aðalheiður
Steingrímsdóttir
varaformaður KÍ
Enn á ný ratar íslenskur svínabúskapur í fréttirnar og því miður er það ekki tilkomið af góðu. Fyrir ríflega ári birtust af því fréttir að enn stunduðu einhverjir svínabændur geldingar á svínum án
deyfingar. Af því tilefni var haft eftir Herði Harðarsyni,
formanni Svínaræktarfélags Íslands, að „sársauki geti
verið afstætt hugtak“. Það er þó hæpið að þetta afstæði
hafi verið ofarlega í huga þeirra grísa sem urðu fyrir
kvalræðinu. Hið sama gildir um þær skepnur sem hafa
þurft að búa við þær aðstæður sem ónefndir íslenskir
svínabændur hafa boðið innan sinna búa. Kvalræðið af
því að draga fram lífið við slíkar aðstæður hlýtur að vera
mikið og kemur þar ekki fremur en fyrr nokkurt afstæði
til bjargar.
Slíkur aðbúnaður, eins og birtist í skýrslu Matvæla
stofnunar fyrir skömmu, er í senn áfall fyrir bændur,
neytendur sem og alla þá sem láta sig varða dýravernd á
Íslandi. Á meðan ekki einn einasti bóndi kannast við það
versta sem þar birtist, eru öll íslensk svínabú undir grun
um að standa að baki slíku dýraníði sem yfirdýralæknir
Matvælastofnunar hefur staðfest að eigi sér stað. Slík
staða er auðvitað óásættanleg með öllu.
En í skjóli laga og reglugerða er útilokað með öllu
að fá staðfest á hvaða búum svo dapurlega er staðið að
málum. Það er hins vegar hægt að fá það staðfest að
ítrekað eru veittir frestir til úrbóta. Frestir á fresti ofan á
meðan málin þokast til betri vegar, að sögn Sigurborgar
Daðadóttur, yfirdýralæknis Matvælastofnunar, en eru þó
greinilega allt annað en í lagi. Ástæðuna fyrir hægagang
inum má eflaust rekja til þess að fjárhagslegir hagsmunir
þeirra sem að búunum standa eru teknir framyfir hags
muni dýranna sem eru ræktuð við skelfilegar aðstæður.
Hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar landbún
aðarráðherra um að styrkja skussana til endurbóta með
opinberum fjárframlögum, þ.e.a.s. láta skattgreiðendur
splæsa í að koma þessu í lag, staðfesta þennan hugsunar
hátt. Fjárhagslegir hagsmunir skuli settir í fyrsta sæti á
kostnað skattgreiðenda, neytenda og væntanlega þeirra
bænda sem standa sómasamlega að rekstri sinna búa.
Það hefur reyndar stundum þvælst fyrir íslenskum
ráðherrum ákveðin togstreita á milli þess að vinna að
hagsmunum stakra aðila fremur en heildarhagsmunum
er varða málaflokkinn. Slíkt væri engin nýlunda.
Vilji ráðherra bæta stöðuna þá er ýmislegt til ráða og
þar skal fyrst nefna upprunamerkingar á landbúnaðar
afurðum og aukna möguleika á lífrænni ræktun. Þannig
gefst neytendum þess kostur að stýra sinna neyslu í sam
ræmi við þann búskap sem er rekinn á hverju búi fyrir
sig. Því eins og staðan er í dag, þar sem ekki einu einasta
búi hefur verið lokað þrátt fyrir herfilegan aðbúnað, þá
er ljóst að neytendur hafa aðeins eitt úrræði og það er að
sniðganga afurðir svínabúanna. Slíkt úrræði er neyðar
úrræði sem er þó viðbúið að neytendur grípi til á meðan
staðan er þannig að svínabúskapur á Íslandi er greinilega
afstæður þar sem sumir halda bú en aðrir reka kjötverk
smiðjur af verstu tegund.
Búskapur er
afstætt hugtak
5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 M Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
2
-C
F
3
0
1
6
C
2
-C
D
F
4
1
6
C
2
-C
C
B
8
1
6
C
2
-C
B
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
4
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K