Fréttablaðið - 05.10.2015, Page 16
Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Kópavogi
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kópavogi.
Vatnsendi - Ögurhvarf 4a (áður Vatnsendablettur 72). Breytt deiliskipulag.
Í breytingunni felst að núverandi lóð að Ögurhvarf 4a er skipt upp í 3 lóðir; núverandi lóð 4a sem minnkar og verður 3.940 m2 eftir
breytingu og tvær nýjar lóðir Ögurhvarf 4b og 4c. Aðkoma verður frá Ögurhvarfi. Lóðin að Ögurhvarfi 4b verður 1.150 m2 og að
Ögurhvarfi 4c verður 1.340 m2. Á lóðinni að Ögurhvarfi 4b er gert ráð fyrir fjórbýlishúsi á tveimur hæðum. Á lóðinni Ögurhvarfi
4c er gert ráð fyrir fjölbýlishús með fimm íbúðum á tveimur hæðum og kjallara með innbyggðri opinni bílageymslu fyrir tvo bíla.
Hámarks flatarmál grunnflatar íbúða við Ögurhvarf 4b er áætlað 250 m2 og hámarks byggingarmagn er um 460 m2. Hámarks
flatarmál grunnflatar íbúða við Ögurhvarf 4c er áætlað 270 m2 og hámarks byggingarmagn um 600 m2. Hesthús í suðausturhluta
lóðar Ögurhvarfs 4 b er fellt út. Skipulagssvæðið er tengt göngu- og reiðleiðum hverfisins. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv.
1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:500 dags. 14. september 2015.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Ofangreind tillaga verður til sýnis á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð
frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00, frá og með 6. október 2015.
Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist
skriflega skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs, Fannborg 6, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is
eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 17. nóv ember 2015.
Skipulagsstjóri Kópavogs
kopavogur.is
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur
Umhverfis og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti þann 16. september 2015 og borgarráð Reykjavíkur þann 24.
september 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu,
Barónsstíg og Laugavegi. Breytingin nær til allra lóða á reitnum og umtalsverðar breytingar verða gerðar á lóðarmörkum
og nýtingarhlutföllum. Markmið breytingar er að styrkja húsavernd og götumyndir eldri húsa á vesturhluta reitsins ásamt
því að vernda götumynd Laugavegar í meira mæli en nú er. Samhliða því er uppbygging á randbyggð íbúðarhúsnæðis
heimil á miðbiki og austari hluta reitsins umhverfis inngarða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15,
frá 5. október 2015 til og með 16. nóvember 2015. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðunni, www.reykjavik.is, undir
skipulag í kynningu. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum
og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega, til umhverfis - og skipulagsviðs, b.t. skipulagsfulltrúa, eða
á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 16. nóvember 2015. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir
innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Reykjavík 5. október 2015
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
Skrifstofa borgarstjóra
Skrifstofa borgarstjóra
Borgarverkfræðingur
Borgarverkfræðingur
Hagdeild
Hagdeild
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík..
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Körfubolti Stjarnan stóð uppi
sem sigurvegari í Lengjubikar karla
í körfubolta á laugardaginn, en
bikarmeistararnir höfðu betur gegn
Þór frá Þorlákshöfn, 72-58, í úrslita-
leiknum sem fram fór í Iðu á Selfossi.
Í undanúrslitum vann Stjarnan
nýliða FSU, 91-81, þar sem MArvin
skoraði 17 stig en Justin Shouse,
leikstjórnandinn magnaði, var
stigahæstur Stjörnuliðsins með 24
stig. Al’lonzo Coleman, nýr kani
í liði Stjörnunnar, skoraði 24 stig
í undanúrslitunum og 16 stig í
úrslitaleiknum auk þess sem hann
tók átta fráköst.
Marvin Valdimarsson, framherji
Stjörnumanna, var næst stigahæstur
í liði Stjörnunnar með 15 stig auk
þess sem hann tók sex fráköst. „Við
spiluðum vel. Varnarleikurinn var
góður og við náðum að stoppa
þeirra lykilmenn algjörlega,“ segir
Marvin við Fréttablaðið.
Staðan í hálfleik var 45-33 fyrir
Stjörnuna sem náði að halda ann-
ars vel spilandi Þórsliði undir stjórn
Einars Árna Jóhannssonar undir
sextíu stigum.
Geðugur piltur
„Sóknarleikur okkar var ekkert frá-
bær en við náðum að riðla þeirra
sóknarleik og stoppa þeirra bestu
menn eins og Þorstein, Ragnar Örn
og Ragga stóra auðvitað. Tómas
Heiðar spilaði líka flotta vörn á
Kanann þeirra,“ segir Marvin.
Tómas Heiðar Holton, sem bauð
upp á skotlínuna 50/50/90 á síðustu
leiktíð sem leikmaður Þórs, söðlaði
um og gekk í raðir Stjörnunnar. Þar
er honum ætlað að fylla í skarð Dags
Kárs Jónssonar sem fór í háskóla í
Bandaríkjunum.
„Maður hefur kynnst því
að spila núna með
Tomma, hversu
þægilegt það
er. Hann tekur
ekki neitt frá
neinum og er
góður sendinga-
maður og auð-
vitað frábær skot-
maður. Hann er líka bara geðugur
piltur sem hefur alltaf verið lýst sem
miklum liðsmanni,“ segir Marvin.
Stjarnan mætir inn í Domino's-
deildina með gott lið sem er líklegt
til afreka. Liðið varð bikarmeistari
á síðustu leiktíð og hélt nánast öllu
liðinu en bætir við sig Tómasi fyrir
Dag Kár.
Getum unnið KR
„Ég held við séum orðnir fullmann-
aðir. Ég allavega veit ekki betur.
Þetta lið hefur styrkleika til að gera
atlögu að titlinum. Við ætlum okkur
allavega ekki að sætta okkur við eitt-
hvert miðjumoð,“ segir Marvin sem
vill vinna Íslandsmeistaratitilinn.
„Við urðum bikarmeistarar og
unnum þar KR sem er alltaf spáð
titlinum. Við höfum sýnt undan-
farin ár að við getum unnið KR. Það
er búið að vera virkilega gaman
að vinna bikarmeistara-
titilinn undanfarin ár
en okkur vantar enn
þann stóra,“ segir
Marvin Valdimars-
son. – tom
Bikarinn góður en okkur
vantar þann stóra
Körfubolti „Ég hafði á tilfinningunni
allan tímann að við værum með
þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spil-
andi þjálfari Hauka í Domino’s-deild
kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið
um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslita-
leik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu
á Selfossi um helgina.
Þetta er fyrsti titillinn sem Helena
vinnur eftir að hún kom heim úr átta
ára háskóladvöl og atvinnumennsku
og margir telja að hann verði ekki sá
síðasti. Helena var best á vellinum eins
og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst.
„Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan
leikinn en mér finnst við eiga meira
inni. Það er líka eins gott enda er bara
október. Við erum með stóran og
flottan hóp og það er mikil samkeppni
á æfingum. Við erum á réttri leið. Við
höfum ekki enn átt einhvern stjörnu-
leik þar sem við spilum 40 mínútur af
góðum körfubolta,“ segir Helena sem
bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að
vissu leyti.
„Ég vissi alltaf að það tæki okkur tíma
að spila okkur saman. Við erum að spila
nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra
en við erum alltaf að bæta okkur með
hverjum leik. Við fórum til Danmerkur
á dögunum sem ég tel að hafi gefið
okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið
þó við þekkjumst allar frá því í gamla
daga,“ segir Helena sem hefur áður
þjálfað sumar af stelpunum í liðinu.
„Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara
lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í
yngri flokkum þegar ég var tólf ára og
var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður
Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég
þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.
Allt gott nema veðrið
Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar
sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða
því að spila er hún í þriggja manna þjálf-
arateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á
spilamennsku hennar, segir Helena.
„Mér finnst þetta mjög skemmtilegt.
Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar
meira en ég sé kannski hluti inni á vell-
inum sem er erfiðara að sjá frá hliðar-
línunni. En svo hef ég mjög gaman af
því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka
alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað
mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif
á mig,“ segir Helena sem fagnar því að
mestu leyti að vera komin heim aftur.
„Það er alveg æðislegt að vera heima.
Ég finn fyrir því mest núna því síðustu
tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu
vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta
alveg frábært en ég venst því alveg eins
og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrú-
lega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir.
tomas@365.is
Alltaf verið í leiðtogahlutverki
Helena Sverrisdóttir vann sinn fyrsta titil sem spilandi þjálfari Hauka er liðið vann Lengjubikar kvenna eftir stórsigur á Keflavík í úr-
slitaleik. Hún telur sitt lið eiga mun meira inni fyrir veturinn. Helena þjálfaði áður suma leikmenn liðsins þegar þær voru smástelpur.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í úrslitaleik Lengjubikarsins þar sem Haukar unnu öruggan sigur á Keflavík í Iðu á Selfossi.
FRéttAbLAðIð/Anton
5 . o K t ó b e r 2 0 1 5 M Á N u D A G u r16 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
1
-D
3
6
0
1
6
C
1
-D
2
2
4
1
6
C
1
-D
0
E
8
1
6
C
1
-C
F
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
4
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K